Leita í fréttum mbl.is

Clint Eastwood

er níræður í dag.

Þessi maður hefur fylgt mér í gegn um lífið allt frá því að ég fékk fyrsta svart hvíta sjónvarpið líklega 1963 eða 4  sem náði Rawhide þáttunum í Kanasjónvarpinu.

Þar var ein persónan  Rowdy Yeates, ungur sláni lék ráðsnjallan káboj.

Svo komu Spaghetti Vestrarnir hjá Sergio Leone þar sem Clint var töffari með vindilstúf í kjaftinum sem sallaði vondu gæjana niður með hjálp Lee VanCleef og Eli Wallach sem voru líka hrikalega töff. Svo kom röð af myndum sem ég sá ekki einu sinni. Dirty Harry , stríðsmyndir og allt það.

Hæst fannst mér hann Clint samt rísa í myndinni Unforgiven sem hann framleiddi og lék aðalhlutverkið í. Hrikalega töff mynd þar sem hann í hlutverki margfalds morðingja sem er orðinn bánkur  bóndi og ekkill sem  heyrir um að einhverjar hórur í einhverjum fjarlægum bæ hafi heitið verðlaunum til manna  sem vilja drepa stráka sem höfðu unnið þeim mein.

Hann fer því að rifja upp gamla hestamennsku og byssufimi sem hann er búinn að týna niður fyrir löngu síðan og er svo klaufskur að maður veltist um að hlæja. 

Hann leggur svo upp í langferð með öðrum manni til að ná í gullið og drepa strákana. Ævintýrin eru endalaus og brútalítetið er svakalegt. 

Í einu atriðinu þar sem þeir eru að stúta einum af strákunum  segir við hann við upprennandi en í grunninn huglítinn byssumann: "It is a helluwa thing to kill a man, take away everything he has got and will ever have."

Þegar hann i myndinni er búinn að sloka í sig hálfa viskíflösku rennur á hann hæfilegt drápsæði sem hann notaði fyrr á tíð til að myrða konur og börn að hans eigin sögn.

Myndina hef ég séð nokkrum sinnum og finnst hún alltaf góð.Myndin endar á því að dráparinn Willam Munney leysist upp og hverfur úr sögunni sem smákaupmaður í Californiu.

Clint hefur víst líka verið alvöru lögreglustjóri og í pólitík meðfram kvikmyndastörfunum.Hann er líklega gamaldags patríót eins og John Wayne var. 

Hann er samt að mínu viti einn fjölhæfasti listamaður í kvikmyndum sem nú er uppi og hefur held ég filmað á Íslandi.

Ég vildi bara að að ég gæti óskað Clint Eastwood til hamingju með afmælið og megi hann lengi lifa með þökkum fyrir allt sem hann hefur fyrir mig gert allt lífið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ójá! Marga ánægjustund hefur hann veitt mér. Hann er gegnheill og góður gæi.

sigurður bjarklind (IP-tala skráð) 31.5.2020 kl. 16:42

2 identicon

Tek heils hugar undir orð þín um Clint Eastwood.

Hann á allt það lof skilið sem þú nefnir.

Og svo var hann þar að auki vinsæll bæjarstjóri í Carmel, nærri söguslóðum nokkurra ógleymanlegra bóka (s.s. Cannery Row og Tortilla Flat) John Steinbeck, við Monterey flóann. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.5.2020 kl. 21:37

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

´´Make my day´´ ...maður gersamlega mé þar sem maður sat eða stóð.

 Karlinn er er ekkert minna en stórkostlegur.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 31.5.2020 kl. 23:48

4 identicon

Clint Eastwood var ógleymanlegur í kúreka og lögreglumyndum.  

Hvenær fær maður að sjá ALVÖRU "sanna" kúrekamynd frá DAUÐADALNUM, námugröftinn, gullið og spennuna yfir stórsléttur og stórárnar VESTANHAFS.

Máské kominn tími á BÆNDUR og íslenska hundinn, sem fóru í Kaupstaðaferðir og meðalainnkaup fyrir fjölskylduna í öllum veðrum og gistu í hellum og skúmaskotum vegna veðurs og vinda. Ólafur Darri og SAMPER gætu skilað góðri KVIKMYND um KAUPSTAÐAFERÐINA um gömlu tímana á ÍSLANDI. 

Ég get bent þessum listamönnum á fallega dagsleið BÓNDANS.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 1.6.2020 kl. 10:42

5 identicon

Og flottur var hann í Arnarborginni - Where eagles dare - þar sem hann lék á Richard heitnum Burton.

Jon Benediktsson (IP-tala skráð) 1.6.2020 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 334
  • Sl. sólarhring: 532
  • Sl. viku: 6124
  • Frá upphafi: 3188476

Annað

  • Innlit í dag: 299
  • Innlit sl. viku: 5205
  • Gestir í dag: 290
  • IP-tölur í dag: 285

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband