Leita í fréttum mbl.is

Svartsýni?

"Bloomberg fréttastofan segir að Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, hafi varað leiðtoga annarra ESB-ríkja við og sagt þeim að framundan væri dýpsta efnahagslægð í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Frá þessu segir í Daily Telegraph.

Þessar fréttir koma ekki á óvart. Þetta blasir við. Það er efnahagslegur samdráttur um alla heimsbyggðina vegna kórónuveirunnar og sá samdráttur segir til sín.

Merkel hefur sagt við aðra leiðtoga ESB-ríkja skv. sömu fréttum að hún velti því fyrir sér, hvort fólk átti sig á þessu.

Ef mið er tekið af umræðum hér á Íslandi virðist einhver óskhyggja vera í gangi um að allt færist í fyrra horf á skömmum tíma.

Það er erfitt að sjá hvaðan sá efnahagsvöxtur ætti að koma í ljósi ástandsins alls staðar."

Svo mælir Styrmir hinn fróði.

Ég held að allir gleymi Moderna og lyfjafyrirtækjunum og öllu því afli sem að baki þeim býr. Ef tekst að koma með bóluefni þá breytist allt í heiminum. Ef það tekst ekki þá er ástæða til dýpkandi svartsýni.

Ég er hinsvegar bjartsýnn á að erfðavísindin muni finna lausn á þessum vanda.30.000 manns hafa verið sprautaðir í tilraunaskyni af Moderna.Við bíðum í ofvæni eftir tíðindum.

Þá er eftir að fást við kínversku svínin sem framleiða veirur í sóðaskap sínum og samvizkuleysi. Því verður að veita athygli og reyna ána að ósi stemma.eins og Ása Þór sem stöðvaði tröllkonuna Gjálp með því að miða rétt.Þar er Trump treystandi til að taka þeim tak.

Verum bjartsýn og trúum á vísindin en ekki bara  svartsýn eins og kratakellingin Merklel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 3418283

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband