Leita í fréttum mbl.is

Ég trúi á Kára

klára og því sem hann segir svo fallega í dag í Morgunblaðinu:

"Vegna umræðna jafnt í prentmiðlum sem á ljósvökum sé ég mig knúinn til þess að árétta eftirfarandi:

Það bjó ekkert annað að baki þeirri skimun sem ÍE framkvæmdi eftir SARS-CoV-2 í Íslendingum en löngun til þess að taka þátt í að hemja faraldurinn. Það sama á við um skimunina eftir mótefnum gegn veirunni.

ÍE og eigandi hennar Amgen hafa aldrei haft uppi áætlanir um að búa til úr þessari vinnu söluvöru til þess hafa af fjárhagslegan ávinning. Þegar ég hafði á sínum tíma samband við stjórnendur Amgen og sagði að ég vildi hefja skimun var svarið sem ég fékk: „Í guðanna bænum gerðu það og bjóddu stjórnvöldum alla þá hjálp sem þú getur veitt.“

Það vill svo til að COVID-19- faraldurinn hefur laðað fram það besta í svo mörgum og meira að segja harðsvíruðum kapítalistum eins og þeim sem stjórna lyfjaiðnaðinum.

Stærstu lyfjafyrirtæki heims hafa heitið því að gera sitt besta til þess að búa til eins fljótt og hægt er bóluefni gegn veirunni og lyf til þess að lækna COVID-19 og dreifa þessu um allan heim án þess að græða á því fé. Þetta er einstakt og fallegt og svona á heimurinn að vera.

Ég viðurkenni fúslega að þótt ekkert annað hafi búið að baki skimun ÍE en löngun til þess að leggja að mörkum til þess að hemja faraldurinn og á þann máta gera líf okkar allra betra fórum við vísindamenn hjá ÍE fljótt að fá mjög mikið fyrir okkar snúð.

Það sem við fengum fyrir snúðinn var sú gleði sem fylgir því að uppgötva eitthvað nýtt um eðli sjúkdóma og heilsu. Við erum uppgötvanafíklar og nýr sjúkdómur sem ekkert er vitað um er hvalreki fyrir þá fíkn.

Þetta var dópið beint í æð. Sem sagt við skimuðum ekki af góðmennsku eða fórnfýsi heldur til þess að hlúa að því samfélagi sem við búum og þannig að okkur sjálfum og síðan gerðum við það líka til þess að komast í þá vímu sem við lifum fyrir."

Mér finnst þetta svo fallega sagt og á svo einfaldan hátt að ég trúi hverju orði í þessum pistli hans Kára og þakka honum fyrir mína hönd fyrir allt sem hann hefur gert fyrir okkar þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband