1.7.2020 | 13:50
Innihaldslaus
að mínu mati eru skrif Loga Más Gunnarssonar formanns annars Samfylkingarflokksins sem fátt sér annað en Evrópusambandsinngönguna til bjargar Íslandi, í Fréttablaðinu í dag.
Ég reyndi að lúslesa þetta til að mynda mér skoðun á því hvert maðurinn er að fara og hver tilgangurinn með skrifunum getur verið.
En pistillinn er svona:
"Fólk talar um að kreppan sem nú stendur yfir sé öðruvísi en kreppan árið 2008. En hvernig? Vegna veirunnar hrundi eftirspurn á vörum og þjónustu, með þeim afleiðingum að fólk missir unnvörpum atvinnu og tekjur og fyrirtækin þurfa að draga saman seglin eða fara jafnvel í þrot. Niðurstaðan er mesta atvinnuleysi á Íslandi frá upphafi mælinga.
Tugþúsundir Íslendinga eru nú án atvinnu og það er þetta fólk sem er látið vera í framlínunni við að kljást við kreppuna, ef ekkert er aðhafst. Smám saman getur myndast mikill og hættulegur munur á stöðu þeirra sem missa vinnu og hinna sem halda vinnunni, ef ekki er hugað sérstaklega að stöðu atvinnulausra. Því lengur sem ástandið varir, því meiri verður munurinn, og ójöfnuður í samfélaginu eykst. Fjárhagsvandi, þunglyndi og vanlíðan eru þekktir fylgifiskar langtímaatvinnuleysis og auka álagið á heimilin, öryggisnetið okkar og heilbrigðiskerfi landsins.
Stærsta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir nú er að skapa störf. En við þurfum líka að ráðast í sértækar aðgerðir í þágu atvinnulausra: hækka grunnatvinnuleysisbætur og lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta.
Við verðum um leið að móta djarfa atvinnustefnu og ráðast í fjárfestingar sem ýta undir fjölbreytni atvinnulífsins. Við þurfum að styðja við einkaframtakið, sérstaklega lítil og meðalstór fyrirtæki, en við skulum líka vera óhrædd við að skapa nauðsynleg opinber störf um allt land. Verkefnin eru óþrjótandi, ekki síst á sviði loftslagsmála, og að skjóta rótum undir atvinnulíf sem byggir á hugviti og þekkingu.
Nú er ekki tíminn fyrir hægri kreddur: skrumskælingu ríkisafskipta og áróður um að einkavæða þurfi ríkisfyrirtæki til að afla tekna. Þvert á móti væri ábyrgðarlaust fyrir stjórnvöld að beita sér ekki með afgerandi hætti nú er tíminn til að stokka spilin og gefa upp á nýtt; skapa störf, jafna lífskjör og ráðast gegn loftslagsvandanum í leiðinni."
Hvað er maðurinn að segja?
"Stærsta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir nú er að skapa störf. En við þurfum líka að ráðast í sértækar aðgerðir í þágu atvinnulausra: hækka grunnatvinnuleysisbætur og lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta.
Við verðum um leið að móta djarfa atvinnustefnu og ráðast í fjárfestingar sem ýta undir fjölbreytni atvinnulífsins. Við þurfum að styðja við einkaframtakið, sérstaklega lítil og meðalstór fyrirtæki, en við skulum líka vera óhrædd við að skapa nauðsynleg opinber störf um allt land. Verkefnin eru óþrjótandi, ekki síst á sviði loftslagsmála, og að skjóta rótum undir atvinnulíf sem byggir á hugviti og þekkingu."
Er hann að segja eitthvað annað en að skuldsetja ríkið sem allra mest?"hækka grunnatvinnuleysisbætur og lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta."
Hvað kostar þetta myndi ábyrgur stjórnmálamaður segja. Það gerir Logi ekki.
Hvaðan eiga milljarðarnir sem þetta kostar að koma?
Af skattfé?
Meiri lántöku ríkisins?
"Stærsta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir nú er að skapa störf."
Hvernig sköpum við störf?"
...skjóta rótum undir atvinnulíf sem byggir á hugviti og þekkingu."
Hvernig verða þessi störf til og hvar er þetta síðastnefnda til húsa sem ekki hefur þegar komið fram?
Einhver dulinn fjársjóður sem Logi veit aleinn manna hvernig á að grafa upp?
"...við skulum líka vera óhrædd við að skapa nauðsynleg opinber störf um allt land. Verkefnin eru óþrjótandi, ekki síst á sviði loftslagsmála, og að skjóta rótum undir atvinnulíf sem byggir á hugviti og þekkingu."
Hver borgar fyrir nauðsynleg aukin opinber störf?
Skattgreiðendur eða Lánveitendur?
Hversu arðgæf eru loftslagsmálin?
Verða þau ekki frekar íþyngjandi kostnaður?
Hvar er þetta hugvit og þekking geymt?
Getur Logi bara náð í það og sett allt í gang til að bjarga yfirstandandi vanda?
Ég held að ekkert af þessu sé í hendi Loga Más.
Logi er ekkert slæmur arkitekt, það sést af verkum hans. En það gegnir allt öðru máli að ætla sér leiðtogahlutverk í þjóðarvanda.
Þar talar arkitektinn af fullkomnu ábyrgðarleysi og með almennum meiningarlausum orðaflaumi. Hann hefur í rauninni ekkert fram að færa nema slagorð sem gætu átt við um eitthvað Sjangríla sem á ekkert sameiginlegt með yfirstandandi Kórónuvanda Íslendinga. En okkar vandi er ekki hvað síst afleiðing af heimsástandinu.
Vandi heimsins leysist ekki nema til komi mótefni við veirunni. Hann verður lengi að ná sér þó að svo verði sem dr. Fauci aegir að verði ekki nærri strax.
Ekkert af bjargráðum Loga koma til því framkvæmda meðan eftir þessu er beðið.Því allar hans tillögur byggja á meiri vandræðum, harðræðum og skuldsetningum í bráð og lengd.
Logi Már Gunnarsson er gersamlega ráðalaus maður sem við skulum öll vona að verði sem lengst frá öllum áhrifastöðum í ríkisstjórn en mætti alveg stunda arkitektúr áfram því þar getur hann þó eitthvað. Og það sama á við um allt sem kemur frá stjórnarandstöðuflokkunum öðrum en Miðflokknum þar sem stundum örlar á einhverju viti.
Svo gersamlega innihaldslaus er þessi pistill hans þegar grannt er skoðað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ég held að það sé rétt hjá honum að það þarf að koma til móts við þá sem nú eru atvinnulausir og eru í þann veginn að fara að lenda á grunnbótum. Til dæmis mætti framlengja tekjutengdar bætur.
Störf verða hins vegar best sköpuð með því að lækka skatta á fyrirtæki. Framlög til nýsköpunar geta skilað einhverju, en ég held að skattalækkanir á fyrirtæki séu almennt miklu betri leið.
En svo er annað sem maður veltir fyrir sér varðandi nýsköpun: Er ekki besta leiðin til að efla nýsköpun sú, að auka áherslu á verkmenntir? Því raunveruleg virðisaukandi nýsköpun sprettur á endanum upp úr iðnaðinum - hún kemur frá fólki á gólfinu sem sér tækifæri til að bæta aðstöðu, vélar og búnað sem það notar í daglegum störfum.
Þorsteinn Siglaugsson, 1.7.2020 kl. 15:28
Þegar síðast var greint frá stöðu þjóðanna í því að "moka" fé í mótvægisaðgerðir vegna COVID- og miðað var við fólksfjölda, voru Íslendingar með minna framlag en flestar nágrannaþjóðir okkar.
Og athyglisvert var viðtal í 60 mínútum við bankastjóra Seðlabanka BNA í Minneapolis, sem sagði að mistökin 2008 hefðu verið að bregðast of seint og of lítið við í þessu efni.
Á grundvelli þeirra reynslu þyrfti að bregðast miklu, miklu myndarlegar við nú en þá.
Ómar Ragnarsson, 1.7.2020 kl. 17:32
Erum við á andafundi með Samfylkingunni og vinstri flokkum. Flokkurinn, sem var "látinn og horfin" er nú næst stærstur stjórnmálaflokka. Árin eru horfin, þegar allir voru í Sjálfstæðisflokknum.
Næstu mánuðir verða að tryggja ÍSLANDI sjálfstæði og full-veldi utan ESB,EES og SCHENGEN. Sjálfstætt ÍSLAND verða að hafa eigin lög og landamæri UTAN afskipta og skipana frá BRUSSEL. Hugsanlega fyrsta stórverk FORSETANS að verja Landið OKKAR.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 1.7.2020 kl. 21:17
Evrópusambandið er í dauðaslitrum Halldór.
Eins og öll þau apparöt sem prenta peninga og skuldfæra á almenning.
Þó Róm hið forna hafi byggt efnahag sinn á þrælum, líkt og glóbalhagkerfið sem Trump skoraði á hólm líkt og Don-inn áður sem réðst á vindmyllur, þá er þrældómur tilbúinna skulda ekki arfur Ítala sem og annarra menningarþjóða við Miðjarðarhafið.
Logi er bara bjáni, segjum það hreint út. En fullorðinn bjáni, það er meir en hægt er að segja um marga í ríkisstjórninni.
Takk fyrir pistil og hugleiðingar Halldór.
Góðar athugasemdir hér að ofan.
Kveðja að austan.
PS, nú er tíminn kominn á aðra lokun fyrir gamla menn, ráð að byrgja sig upp af guðaveigunum sem guðirnir fólu Skotum að skapa.
Ómar Geirsson, 2.7.2020 kl. 10:03
Rétt upp hönd sem hefur séð stjórnmálamann skapa starf.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2020 kl. 18:08
Takk allir fyrir ykkar undirtektir.
"Kunst kommt nicht vom wollen sondern können" sagði dr. Göbbels við Söru Leander. Ég held að það gildi líoka um nýsköpun í hverju sem er, líka í atvinnulífi Hættan er sú ef stjórnmálabjálfi fer að úthluta skattfé í einhverja sem segjast hafa fundið upp nýja snákaolíu, að við sitjum uppi með minna en ekki meira.
Varðandi veiruna er Ómar með tímabæra aðvörun því mér sýnist almennt að fólk haldi að veiran sé farin og er farið að hegða sér eftir því.
Halldór Jónsson, 2.7.2020 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.