Leita í fréttum mbl.is

Dómgreindarbrestur

hefur verið mikill í Beirut. Hvernig getur yfirvöldum verið stætt á að horfa á 3000 tonn af Ammonium Nitrate á lager í höfninni?

Venjulega lítur maður ekki á efnið sem sprengiefni fyrr en maður er búinn að blanda það með smá olíu,1.5-3%. En það getur samt sprungið við nægilegt högg.

Starfsmaður var að brjóta harðan haug af efninu á lager BSAF í Þýzkalandi til daglegra nota  og sprengdi klumpa með svartpúðri sem vinnuaðferð. Nýjum manni fannst púðrið of seinvirkt og náði sér í TNT í staðinn.

Hvellurinn heyrðist um allt Þýzkaland.

Tæknimaður á að vita um svona hættu. Lögfræðingur síður. Var skortur á þekkingu ástæðan fyrir þessu í Beirut?

Það er dómgreindarbrestur að leyfa svona lagerhald í þéttbýli en tjóar lítt að fást um orðinn hlut. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 3418314

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband