Leita í fréttum mbl.is

Eg er asni

að fara  í Kringluna í gær að leita að fyrirtæki til að gera við símann minn. Ég snéri ekki við strax og sjá hvers kyns var heldur fór áfram án þess að hugsa. Var þó upplýstur þarna um fyrirtæki í Bolholti 4, Smartfix,  sem svo leysti vandann strax og ég kom þangað og ekki í margmenni.

Þar var pakkað af fólki og nóg af skiltum um 2 metra reglur sem voru svo greinilega ekki virtar. Ég gat ekki séð annað en að ítölureglan um samankominn fjölda væru víðs fjarri og hundruð manna hlypu um gólfin í Kringlunni á öllum hæðum.

Ef þetta er ekki uppskrift af hópsmiti þá veit ég ekki hvernig hún á hljóða.

Enda eru smita tölur dagsins eftir því. 17 í gær. Veldisvöxtur?

Ég var asni í gær og þarf að hugsa betur.

Ég fór í Laugar í dag og þar var fámennt. 6 manna ítala í sjópottinn.

Var ég kannski asni aftur í dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Nei, þú reynir bara að lifa eðlilegu lífi en veist að þú verður að gæta þín. Sama geri ég og flest allir.

Sigurður I B Guðmundsson, 7.8.2020 kl. 18:09

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú ert að lýsa því sama sem Víðir og ég og þú höfum verið að upplifa undanfarnar vikur:  Algert sinnuleysi allt of margra gagnvart lífsnauðsynlegum aðgerðum. 

Ómar Ragnarsson, 7.8.2020 kl. 20:31

3 Smámynd: Hörður Þormar

"Errare humanum est".

Hörður Þormar, 7.8.2020 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 3418441

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband