Leita í fréttum mbl.is

Styrmolysa politica

af Sjálfstæðisflokknum kemur enn.

Svo segir í dag:

"Skoðanakönnun Zenter rannsókna, sem birt er í Fréttablaðinu í dag um fylgi flokka í borgarstjórn Reykjavíkur er áminning fyrir Sjálfstæðisflokkinn um nauðsyn þess að endurnýja stefnu flokksins og starf. Hún er ekki áfellisdómur yfir borgarstjórnarflokknum sérstaklega vegna þess, að margfengin reynsla áratugum saman er sú, að viðhorf kjósenda til flokksins á landsvísu hefur áhrif á fylgi flokksins í Reykjavík.

Engu að síður er ljóst að borgarstjórnarflokkurinn hlýtur að setjast niður, nú þegar kjörtímabilið er hálfnað, og fara yfir stöðu mála, hvað hafi gengið upp og hvað ekki.

Með sama hætti er tímabært að flokkurinn á landsvísu endurmeti stöðu sína og ræði fyrir opnum tjöldum nauðsyn endurnýjunar á stefnu og störfum.

Það er ekkert nýtt að stjórnmálaflokkum í lýðræðisríkjum gangi misjafnlega að laga sig að breyttum tímum og nýjum viðhorfum meðal kjósenda. Þó er Íhaldsflokkurinn í Bretlandi dæmi um flokk, sem aftur og aftur nær að endurnýja sig. Það gerðist eftir kosningaósigurinn mikla í lok heimsstyrjaldarinnar síðari og það gerðist aftur í síðustu þingkosningum þar í landi þegar Íhaldsflokkurinn sótti óvænt fram í norðausturhéruðum Englands, sem lengi hafa verið eitt höfuðvígi Verkamannaflokksins.

Það er kominn tími á opnar umræður um þessi mál í Valhöll. "

Gömul sannindi og ný héðan úr Kópavogi. Gangi illa í landsmálum kemur þá niður í sveitastjórnarmálum sagði Richard Björgvinsson iðulega við mig.

Á það þá við hér að þessi könnun sé 

..." ekki áfellisdómur yfir borgarstjórnarflokknum sérstaklega vegna þess, að margfengin reynsla áratugum saman er sú, að viðhorf kjósenda til flokksins á landsvísu hefur áhrif á fylgi flokksins í Reykjavík? "

En gengur bara ekki víðast sæmilega fyrir Sjálfstæðisflokknum  nema í Reykjavík?  

Hversvegna eru Píratar af öllum að tvöfalda sinn flokk í Reykjavík  meðan okkar flokki gengur ekki neitt?

"Það er kominn tími á opnar umræður um þessi mál í Valhöll. "

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Flokkurinn hefur enga stefnu í borginni. Það er meginvandamálið.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.8.2020 kl. 01:10

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ef flokkar sem eru búnir að "rústa" miðbænum og eru að gera allt til að gera einkabílnum sem erfiðast fyrir koma vel út í skoðunarkönnunum er eitthvað mikið að minnihlutaflokkunum. Líklega þarf að fá sterkari forustu en hvað veit ég búandi í Mosó???

Sigurður I B Guðmundsson, 15.8.2020 kl. 12:12

3 identicon

Það má líka spyrja af hverju flokkum með allt niður sig við stjórnun borgarinnar gengur vel? Er það vegna málefnanna eða forystunnar eða annars?

xD þarf að kafa í þetta og finna hvað skiptir fólkið máli. Er t.d. flestum sama um óstjórn í fjármálum? Tilvonandi framúrakstur við lagningu „borgarlínu“ og tafir sem verða á umferð og stjórnlausan og óútreiknanlegan kostnað við rekstur? Brottför flugvallarins? Sambands- og samskiptaleysi við undirbúning og framkvæmdir?

Af hverju kokgleypir fólk bullið, ruglið og vitleysuna í meirihlutanum?

Nonni (IP-tala skráð) 15.8.2020 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 3418284

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband