Leita í fréttum mbl.is

Traustur Bjarni

Benediktsson fjármálaráðherra var í Kastljósi að svara fremur óspaklegum spurningum fréttamanns.

Bjarni er fyrst og fremst raunsær og yfirvegaður í hugmyndum sínum.Það er auðvelt að treysta því að hann gerir það sem hann getur og telur skynsamlegast fyrir þjóðina.

Hann er ekki að gera lítið úr erfiðleikunum sem framundan eru.Það er skynsamlegra að reyna heldur að framlengja aðstoðina við fólk og fyrirtæki heldur en að stórhækka atvinnuleysisbætur eins og þeir óspöku heimta.

Þegar hafa verið notaðir 80 milljarðar í atvinnuleysisbætur. Þetta er ekki tekið upp af götunni og það verða erfiðir skuldadagar fyrir þjóðina að horfast í augu við þegar þessu Covid fári léttir.

Og allra síst mega atvinnuleysisbætur hjá okkur verða til þess að letja fólk til atvinnuþátttöku sem er vel þekkt fyrirbrigði af meginlandi Evrópu.

Það er von til þess að ýtrustu svartsýni verði ekki þörf ef að bóluefni við Kínapestinni  finnst. Þá yrðu hlutirnir fljótir að snúast til betri vegar í heiminum.  Því við erum öðrum háðir um alla hluti og efnahagur heimsins er ein keðja sem er ekki traustari en veikasti hlekkurinn.Það er allur heimurinn sem er undir og við verðum að horfast í augu við það að ekkert afgerandi batnar hjá okkur nema að öðrum batni um leið.

Að mér setti hroll við þá tilhugsun að yrði stjórnmálaþróun á Íslandi í þá eru að í stað Bjarna sætu þarna Píratar, Samfylkingarfólk úr báðum þeim flokkum eða Flokkur Fólksins, hverjar líkur væru á farsælli lausn vandmálanna?

Vonandi frelsast þjóðin frá þeim skelfingum að slíkt lið komist til valda. Fólk sem getur bara spurt af hverju er  ekki gert meira af þessu og meira af hinu en getur aldrei svarað neinu um það hvernig eiga að gera það sem það heimtar því það veit ekki neitt og skilur ekki neitt í því að peningar verði ekki bara til hjá ríkissjóði. 

Bjarni er ljós punktur í myrkrinu sem yfir grúfir í þjóðlífinu og fólk getur treyst því að hann gerir sitt besta til að létta okkur leiðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3418236

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband