Leita í fréttum mbl.is

Afturhvarf til fortíðar

er boðskapur sjálfsskipaðra  náttúruunnenda. Umhverfisfasista sem mér finnst nú nær lagi að kalla þá sem sjá hjálpræði í því að moka ofan í landbúnaðarskurði sem eru undirstaða aukinna lífsgæða fólksins í landinu.

"Helsta mark­mið friðlýs­ing­ar­inn­ar er að fram­vinda skóg­ar­ins fái að halda áfram án inn­gripa þannig að með tím­an­um lík­ist skóg­ur­inn þeim skóg­um sem tóku á móti land­náms­mönn­um fyr­ir um meira en 1.100 árum.

Vatns­horns­skóg­ur verður þannig ómet­an­leg upp­spretta þekk­ing­ar á nátt­úr­leg­um birki­skóga­vist­kerf­um að því er seg­ir á vef Skóg­rækt­ar­inn­ar."

Var Ísland eitthvað betra við landnám en núna? Er ekki landið miklu betra núna en þá? Með barrskógum og lúpínu í stað urðar og grjóts og birkikræða sem aldrei verða nytsamleg tré?

Þvílíkt afturhald. Álíka og að byggja fornminjar eins og er verið að gera í miðbæ Selfoss eða landnámsskála í Þjórsárdal? Hverskonar fornrómantík er þetta? Að dýrka villimannasamfélag eins og landnámsmenn voru. Þjófar og bófar, morðingjar, víkingaræningjar  og skattsvikarar.

Af hverju ekki að virkja landið og byggja og gera það vistvænna?

Hverjir muna eins og ég i urðina og grjótið í kring um Reykjavík þar sem nú er allt iðjagrænt í lúpínu?.

Þegar ég byggði sumarbústað fyrir 40 árum hitnaði timburhúsið ekki vegna veðurálagsins. Skógræktin í kring ætlaði aldrei að ganga þrátt fyrir skjólgarða. Eftir 20 ára basl tókst þetta og nú hreyfir aldrei vind við húsið þó jafn hvasst sé í sveitinni.

Ég vil ekki færa þetta í gamla farið og höggva skóginn hvað sem einhverjir rómantíkerar segja. Landið er betra núna að mínu viti  en það var.

Engin beit er á jörðinni lengur og hún hefur gerbreytt um svip með skógrækt og sjálfgræðslu.

Afturhvarf til fortíðar með endurheimt votlendis er kjaftæði sem enginn heilvita maður á að hlusta á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er ekki ágætt að endurheimta votlendið og það lífríki sem því fylgir í stað þess að vera með land, sundurgrafið af skurðum, en ónotað? Skóga á hins vegar að rækta hér, enda ekki vanþörf á skjóli.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.8.2020 kl. 22:27

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Villimannasamfélagið" fann nú samt Ameríku og sigldi allt til Svartahafs og um  rússneskar ár, samdi sögur á pari við heimsbókmenntir og átti stjörnuvísindamanninn Stjörnu-Odd. 

Ómar Ragnarsson, 20.8.2020 kl. 13:20

3 identicon

Mikið skelfing er ég sammála Þér Halldór. Meiri Lúpíni færri mela!

Kveðja

Pétur

Pétur Eiríksson (IP-tala skráð) 20.8.2020 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3418236

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband