Leita í fréttum mbl.is

Kolbeinsey

er einn gleymdasti staður Íslands með úrslitaþýðingu fyrir efnahagslögsögu okkar.

En hugsanlega einn sá alþýðingarmesti sem við ættum að sinna betur.

Svo stendur í Mogga:

"Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur opnað ræðisskrifstofu í Nuuk á Grænlandi og sagði DeHart að það væri eftirtektarvert skref í ljósi þröngs fjárhags ráðuneytisins.

Mike Pompeo utanríkisráðherra var í Kaupmannahöfn á dögunum og bar norðurslóðir hátt í samtölum hans við danska ráðamenn, hann hitti auk þess utanríkisráðherra Færeyja og Grænlands.

Bandaríski flugherinn birti norðurslóðastefnu sína í júlí 2020. Bandaríski norðurslóðastjórinn sagði að tvær meginástæður væru fyrir þessum þunga í norðurslóðastefnu Bandaríkjastjórnar nú: (1) auðveldara væri að nýta auðlindir og stunda siglingar á norðurslóðum en áður vegna umhverfisbreytinga; (2) geópólitískt umrót vegna herstyrks Rússa og norðursóknar Kínverja. „Þegar litið er til þess hvernig Kínverjar hafa staðið að fjárfestingu og viðskiptum annars staðar í heiminum held ég að við þurfum að sýna mikla aðgát og vera á verði vegna áhrifa sem þetta kann að hafa á þá vönduðu stjórnarhætti sem við öll viljum að einkenni norðurslóðir,“ sagði DeHart. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur opnað ræðisskrifstofu í Nuuk á Grænlandi og sagði DeHart að það væri eftirtektarvert skref í ljósi þröngs fjárhags ráðuneytisins.

Mike Pompeo utanríkisráðherra var í Kaupmannahöfn á dögunum og bar norðurslóðir hátt í samtölum hans við danska ráðamenn, hann hitti auk þess utanríkisráðherra Færeyja og Grænlands.

Bandaríski flugherinn birti norðurslóðastefnu sína í júlí 2020. Bandaríski norðurslóðastjórinn sagði að tvær meginástæður væru fyrir þessum þunga í norðurslóðastefnu Bandaríkjastjórnar nú: (1) auðveldara væri að nýta auðlindir og stunda siglingar á norðurslóðum en áður vegna umhverfisbreytinga; (2) geópólitískt umrót vegna herstyrks Rússa og norðursóknar Kínverja. „Þegar litið er til þess hvernig Kínverjar hafa staðið að fjárfestingu og viðskiptum annars staðar í heiminum held ég að við þurfum að sýna mikla aðgát og vera á verði vegna áhrifa sem þetta kann að hafa á þá vönduðu stjórnarhætti sem við öll viljum að einkenni norðurslóðir,“ sagði DeHart"

Steingrímur Erlingsson athafnamaður og eldstólpi kom með þá hugmynd fyrir nokkrum árum að fá gamlan olíuborpall sem hægt er að fá fyrir slikk og leggja honum við Kolbeinsey og gera þar SAR miðstöð fyrir Norðurslóðir.

Hví ekki að vekja athygli Pompeo og DeHart á þessu möguleika. Gera þarna flugvöll líka?

Næg akkerisfesta er í Kolbeinsey fyrir þjónustu við Norðurslóðir án aðkomu Kínverja sem eru að þvælast þarna óboðnir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafa skal það sem rétt er, en mig minnir að samningur hafi verið gerður við Dani um að Kolbeinsey skipti ekki lengur máli varðandi markalínu á milli Grænlands og Íslands.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 21.8.2020 kl. 20:45

2 identicon

Ég var á síldveiðum á DAGNÝ frá Siglufirði 1951. Við sigldum að KOLBEINSEY og fórum varlega, því hún varla sást, og báran skvettist af henni.

LANDAMÆRI okkar og 200 mílna landhelgi er mikilvæg.  Stöndum STERK varðandi LANDAMÆRIN OKKAR.

Stórþjóðirnar sýma sig sterka og ÁHUGASAMA um NORÐURSLÓÐIR. KÍNVERJARNIR hér og AMERIKUMENN áhugasamir og RÚSSAR.

Ég hvet til SAMVINNU með NATO, vinum okkar og samvinnu til tugi ára. VIÐ erum HÆTTIR að selja "JARÐIR, VATNIÐ og LANDIÐ OKKAR" til erlendra auðkýfinga og STÓRÞJÓÐA.

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 22.8.2020 kl. 11:19

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sammála Gísla, og þér auðvitað Halldór. Það er mjög mikilvægt að við leggjum af mörkum það sem þarf til að tryggja lögsögu okkar og ekki síður að við vinnum með okkar náttúrulegu bandamönnum, lýðræðisþjóðum í Evrópu og Vesturheimi. Allt Kínverja- og Rússadekur verðum við að forðast. Annars getur farið illa fyrir okkur.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.8.2020 kl. 20:58

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mig minnir það sama og Hörð Þormar í fyrstu athugasemd. Fyrir mörgum árum síðan voru árvissar fréttir af því þegar steypt var ofan á Kolbeinsey að sumarlagi. Því hún væri við það að hverfa í hafið og þar með tapa gildi sínu sem grunnlínupunktur í efnahagslögsögunni.

Það athygliverða er að um daginn birtist mynd af Kolbeinsey eins og hún er í dag. Hún er samkvæmt henni enn vel ofansjáfar, þrátt fyrir hnattræna hlýnun með hækkandi sjávaryfirborði, og þó svo að áratugir séu síðan að steypuhrærivélin hafi verið notuð til að byggja ofan á eyjuna.

Magnús Sigurðsson, 23.8.2020 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418216

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband