31.8.2020 | 13:21
Vantar nokkuð?
til að endurreisa WOW?
"Þetta er fólkið á bak við skúla þau vilja stofna nýtt flugfélag
Í gær var greint frá því að Skúli Mogensen stefni að því að endurreisa WOW air undir nýju nafni. Nýja flugfélagið hefur ekki fengið nafn en hefur gengið undir nafninu NewCO, sem merkir New Company eða nýtt fyrirtæki. Áætlað er að Skúli verði forstjóri nýja félagsins og aðrir helstu stjórnendur verða Sveinn Ingi Steinþórsson, Jónína Guðmundsdóttir, Arnar Már Magnússon, Daníel Snæbjörnsson, Snorri Pétur Eggertsson, Páll Borg og Svanhvít Friðriksdóttir.
Hringbraut lék forvitni á að vita hverjir þetta eru sem standa á bak við Skúla.
Sveinn Ingi Steinþórsson
Sveinn Ingi starfaði sem yfirmaður á sviði viðskiptagreindar og sem yfirmaður fjárhagsáætlana og fjárhagsgreininga hjá WOW air síðastliðin þrjú ár. Þar áður hafði hann unnið í tæp tólf ár hjá Air Atlanta. Sveinn Ingi er viðskiptafræðingur að mennt og hefur í frístundum lagt stund á CrossFit.
Jónína Guðmundsdóttir
Jónína starfaði sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá WOW air í tæp fjögur ár. Hún hefur áður starfað hjá Advania á mannauðssviði. Hún er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun í ferðaþjónustu frá Strathclyde háskólanum í Glasgow.
Arnar Már Magnússon
Arnar Már starfaði hjá WOW air síðastliðin fimm ár og sinnti hinum ýmsu störfum. Hann starfaði sem flugstjóri, flugmaður, flugrekstrarstjóri og nú síðast hafði hann umsjón með viðgerð og viðhaldi flugvélaflota flugfélagsins. Arnar Már var áður flugstjóri hjá breska flugfélaginu Ryanair um sex og hálfs árs skeið.
Daníel Snæbjörnsson
Daníel starfaði sem verkefnastjóri hjá WOW air, þar á meðal á sviði viðskiptaþróunar. Hann er með meistaragráðu í flugumferðarstjórnun frá Cranfield háskólanum í Bedford á Englandi.
Snorri Pétur Eggertsson
Snorri Pétur starfaði sömuleiðis hjá WOW air. Snorri Pétur starfaði áður hjá Sabre Airline Solutions sem yfirmaður viðskiptagreiningar. Hann nam rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands. Snorri Pétur nýtur útivistar.
Páll Borg
Mynd: Sigurjón Ragnar / Mbl.is
Páll starfaði sem yfirmaður viðskiptaþróunar hjá WOW air í sex og hálft ár. Hann sá þar m.a. um tryggingamál flugfélagsins og að semja um flugrekstrarleyfi fyrir það. Hann er einn af stofnendum Primera Air, sem varð gjaldþrota síðasta haust.
Svanhvít Friðriksdóttir
Svanhvít starfaði sem upplýsingafulltrúi WOW air allt frá stofnun flugfélagsins til endaloka þess við góðan orðstír og þykir afar fær í sínu fagi. Áður starfaði hún hjá almannatengslafyrirtækinu Góðum samskiptum og hefur auk þess starfað fyrir Kaupþing og Baug Group.Svanhvít er með meistaragráðu í almannatengslum og almannasamskiptum frá háskólanum í Westminster í Lundúnum.
Ljóst er að Skúli sækir því ekki vatnið yfir lækinn og heldur sig við samstarf helstu stjórnenda WOW air í áætlun sínum um endurreisn flugfélagsins."
Þarna er valinn maður í hverju rúmi, Skúli búinn að sýna hvað hann var flinkur að reka lággjaldaflugfélag með því að gefa þúsundkalla með hverjum miða.Þetta félag byrjar á því að gefa 1000 miða segir í fyrstu auglýsingunni.
Vantar eitthvað í þetta dæmi sem gerir það vænlegra til rekstrar en WOW var til þess að hætta við að setja ríkisábyrgð á Icelandair og veðja á Play? Er flugskýli Icelandair og tæknihliðin ekki þáttur í að reka flugfélag?
Skyldu það annars vera bara peningar sem vantar og vantaði í svona fallegt rauðmálað dæmi?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420146
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Já, þetta er spurning Halldór. En hvert á flugfélagið að fljúga þegar landið er lokað? Til Akureyris bara?
Þorsteinn Siglaugsson, 31.8.2020 kl. 14:23
Jú, það vantar t.d. Pálma Haraldsson og Andra Má til að fullkomna þetta!!
Sigurður I B Guðmundsson, 31.8.2020 kl. 15:47
WOW var nafnið. Í pípunum er NewCO?. Af hverju ekki IceCAP, sem minna á ÍSLAND?. Margir eru orðnir leiðir á "companium".
ICELANDAIR skiljum við og móðurinn meiri fyrir áframhaldandi farþega og cargo flugi með flugvélum í ÍSLENSKU fána litunum.
GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 31.8.2020 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.