Leita í fréttum mbl.is

Hlæja eða gráta?

hvort á ég að gera þegar þau tíðindi berast að bæði Smári McCarthy og Helgi Hrafn ætli ekki að bjóða sig fram fyrir Pírata aftur?

Lengi getur vont versnað er stundum sagt.Og líka að öll él birti upp um síðir.

Sem sérlegur eltihrellir Pírataflokksins veit ég bara ekki hvað hefði gerst ef Þórhildur Sunna hefði fylgt þeim eftir. Ég hefði kannski verið lagður inn með óstöðvandi geðhvörf, hvað veit maður?  Mönnum getur víst orðið hált á því að missa bölvið sitt?

Afrekasaga þessara þingmanna er orðin löng og skrautleg og verður þá ekki mikið lengri nema þeir hætti við að hætta sem gerst hefur áður.

Góður betri bestur

burtu voru reknir

illur verri verstur

voru aftur teknir

Ég verð víst að hugga mig við að Leista- Björn Leví og Malbikarinn  verða eftir og nafna mín Mogensen.

"Ég á hest sem er bæði ljótur, latur og hrekkjóttur en það er hestur sem ég þekki og það er ekkert víst að ég fái betri hest ef ég skipti. Eins er þetta með þingmennina okkar, maður veit hvað maður hefur en ekki hvað maður fær", sagði margvís bóndi eitt sinn á framboðsfundi þar sem einhver nýstirni voru í boði. 

Þannig að það ræðst kannski ekki fyrr en eftir kosningarnar  hvort ég á að hlæja eða gráta.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór.

Glöggt má greina gagntakandi sorg í hjarta
yfir þessum tíðindum í pistli þínum og því vissara að byrja strax að æfa skala sorgarinnar, barnslegan gleðigrát, er jafnan
fylgir vofveiflegum tíðindum.

Krókur væri það á móti bragði og eina töframeðalið
sem til nokkurs hrífur að mati útspekúleraðra geðfanta
er að láta höfuðóvininn og mestu skelfinguna standa sér næst:

Hengdu hátt upp flennistóra mynd af Þórhildi Sunnu höfðagafli yfir í hjónaherberginu!

Húsari. (IP-tala skráð) 26.9.2020 kl. 16:44

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér finnst reyndar Helgi Hrafn og Smári langtum skárri en Þórhildur. Og hef oft bara gaman af Leista-Birni. Lengi getur vont versnað eins og kallinn sagði og með brotthvarfi þeirra félaga eiga það ábyggilega eftir að verða orð að sönnu. Nema Birgitta komi kannski aftur. Það var oft gaman að henni.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.9.2020 kl. 20:36

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ekki mun ég gráta þegar þessir menn yfirgefa Alþingi. En hvenær losnar maður við Steingrím Joð???

Sigurður I B Guðmundsson, 27.9.2020 kl. 16:12

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það verður nú líklega seint Sigurður I.B kl. 16,12. Þar sem hann varð svo montinn þegar Bjarni dubbaði hann upp í forseta Alþingis að hann átti í vandræðum með að hald jafnvægi með hausinn upp og lappirnar niður.

Hrólfur Þ Hraundal, 28.9.2020 kl. 08:59

5 identicon

Sæll Halldór.

Seint munt þú hræðast jarðlýs þær
sem þú gerir að umtalsefni þó varúð
þín gagnvart vinstrinu sé söm og
þú vitir fullvel að sárt bíta soltnar lýs.

Það rann á snærið hjá einhverri fréttastofunni nýlega
sökum gagnaleka í Kína en þar munu helstu stefnumál
vorrar frúar, ríkisstjórnarinnar, koma fram en átti heldur
betur að fara leynt.

í ljós kemur að meiriháttar tíðindi eru á ferðinni.

Nýr frystitogari, Austurlandahraðlestin, kemur til hafnar
en togarinn er rösklega helmingi stærri en stærsta skip Samherja.

Í skjölunum stendur að Helgi verði Aðmíráll skips þessa
en Smári annist djúpsjávarhagfræði og sölu á aflafeng.

Einvörðungu 67 ára og eldri munu fylla þau 1600 störf
sem í boði eru um borð í skipinu og falla þar með út af ölmusukerfi Tryggingastofnunar. 

Er það mat heilagra manna að með þessu takist að
flytja inn helmingi fleiri hælisleitendur en áður
og þar með hægt að sýna í verki að menn kunni að meta
stórkostlega málafylgju dómsmálaráðherra á dögunum.

Endar skýrslan svo á þessum fleygu orðum:

You Ain´t Seen Nothing Yet!

 

Húsari. (IP-tala skráð) 28.9.2020 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband