Leita í fréttum mbl.is

Vondur texti

 og ekki sæmandi virðulegum manni eins og Þorsteini Siglaugssyni að skrifa þetta um dr. Kára Stefánsson í framhaldi af því að Þorsteinn er fylgjandi öðrum sóttvarnaraðgerðum en Kári hefur talað fyrir.

"Kári Stefánsson hefur af því beina hagsmuni að markvissum, hnitmiðuðum aðgerðum sé ekki beitt. Hann er búinn að setja allt eigið fé ÍE í að taka stjórnvöld hérlendis í gíslingu til að treina faraldurinn, svo markaðurinn fyrir lyf og mótefni Amgen haldist óskertur. Það væri versta martröð lyfjafyrirtækjanna ef litla Ísland tæki upp skynsamlega stefnu og kláraði þetta mál með lágmarks dánartíðni. Meira og minna öll önnur lönd myndu fylgja í kjölfarið.

Auk þess er Kári Stefánsson ekki meiri sérfræðingur í farsóttum en ég og þú. Hann var einu sinni taugalæknir, það er allt og sumt. Hefur ekki einu sinni lækningaleyfi á Íslandi eftir því sem ég best veit.

Sérfræðingarnir sem standa á bak við Barrington yfirlýsinguna ERU hins vegar sérfræðingar í farsóttum og lýðheilsu. Ég tek meira mark á þeim sem eru sérfræðingar í faginu sem þeir eru að tjá sig um en þeim sem eru það ekki.

Hvernig þú ferð að því að fá það út að markviss vernd snúist um að sleppa öllu lausu er algerlega óskiljanlegt. Hún snýst einmitt um að halda veirunni algerlega frá þeim sem hún er lífshættuleg, þar til hættan er liðin hjá.

Og flautaþyrilshátturinn er einmitt það sem við erum að upplifa. Tæpast ímyndar þú þér að þótt það takist að keyra smitið niður tímabundið í þessari viku sé farsóttin bara horfin? Nei, þá verður, eins og flautaþyrlarnir hafa lýst yfir, slakað aftur á í næstu viku, og hringavitleysan heldur áfram. Og aftur. Og aftur. Ekkert farinn að sjá hvernig þetta gengur fyrir sig Halldór?"

Ég tel að Barrington stefni mínu lífi og jafnöldrum beinlínis í hættu þar sem ég tel að sú millileið og óskhyggja um ónæmt starfsfólk  sem þeir boða muni ekki virka.Lífslíkur mínar minnka eftir því sem almennum smitum fjölgar úti í þjóðfélaginu  

Mér finnst það ekki rökrétt að Kári vilji framlengja pestarástandið sem lengst til þess að geta selt bóluefni Amgen þegar það verður tilbúið. 

Ég get ekki fallist á þau sjónarmið sem Þorsteinn gerir að sjónarmiðum dr. Kára að hann hafi önnur sjónarmið en að hann vilji bjarga mannslífum sem læknir.

Mér finnst þetta vondur texti um mann sem er búinn að leggja sig fram um að hjálpa þjóð sinni eins og Kári er búinn að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 3418430

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband