23.10.2020 | 03:45
Trump og Biden
voru í hanaatinu í kvöld sem var öllu prúðmannlegra en leiðinlegra en það fyrra. Ég asnaðist til að vaka og skrifa þetta í framhaldi.
Það er farið yfir svo víðan völl að maður fær engin tæmandi svör við neinu.
Trump var ósvífnari í að skjóta á Biden sem svaraði aldrei beinu beint að mér fannst.
Þeir þvældu mikið um Covid án nokkur árangurs nema Trump sagðist vongæður um bóluefnin á næstu vikum hjá Johnson&Johnson, Pfizer og Moderna.Þeir voru sammála um að staðan væri alvarleg og mörg mistök hefðu verið gerð. En munurinn væri áberandi eftir fylkjum og þeirra flokkar hefðu staðið sig betur en hinn að sjálfsögðu.
Gegnumgangandi spurning Trump var hversvegna Biden þættist nú ætla að gera allt gott sem hann hefði ekki gert á þeim 8 árum sem hann var við völdin sem varforseti? Af hverju væri allt svona miklu auðveldara núna? Biden sagði á nú yrði hann forseti en ekki varaforseti en fór ekki út í neinn rökstuðning fyrir slagorðunum(sem mér fannst í Samfylkingarstíl Loga Más.)
Trump sagði að hann Biden hefði verið á móti fracking í olíuvinnslunni og vildi vindmyllur og sólarsellur í staðinn í orkumálum sem væru miklir mengunarvaldar í byggingu og dræpu fugla meðan náttúrlegt gas frá olíuiðnaðinum mengaði ekki. Biden reyndi að segjast hafa átt við opinbert land til að bjarga sér frá þessu.
Trump sagðist hafa gert Bandaríkin óháð erlendri orku í fyrsta sinn í sögunni. Hann hefði ekki átt samleið með París þar sem Kína og Indland væru ekki með fyrr en eftir mörg ár og Bandaríkin menguðu nú minnst af öllum ríkjum. Líka hefði hann gert mest af öllu forsetum fyrir blökkumenn í Bandaríkjunum af öllum forsetum Bandaríkjanna frá Abram Lincoln.Hann væri minnsti rasistinn af öllum viðstöddum þó hann sæi ekki einu sinni framan í fólkið í myrkrinu. Biden ætlaði að þvæla honum eitthvað í þessu með samlíkingunni við Lincoln en rann á rassinn með það. Tíminn er líka svo naumur að það næst ekki að klára neitt.
Trump klúðraði mörgu með lélegum undirbúningi, endurtekningum og málskrúði í óðamælgi og (helvítis) handapati.
Sérlega klúðraði hann lokaspurningunni sem Biden var búinn að æfa vandlega og raða saman öllum málum ("kosningalygum") sínum vandlega á dæmigerðan hátt atvinnustjórnmálamannsins. Ætlaði að gera allt fyrir alla bara ef hann væri kosinn.
Sem menn verða að gera upp við sig hvort þeir kaupa þessa ræðu af manni sem er búinn að vera áratugi í stjórnmálum og áreiðanlega ekki staðið við allt á fyrri tímum eða reyna að meta áhættuna sjálfir núna 3.nóvember.
En vel kom hann fyrir og er fallegur og trúverðugur í framan sem er auðvitað ekkert að marka. Því fegurðin er aðeins skinndjúp en illskan gengur inn að beini segir Murphy.
Trump talaði ekki sem pólitískur sölumaður í lokaorðum sínum og ávarpaði ekki kjósendur sína eða með beiðnum um atkvæði. Hann væri á leið með að endurreisa efnhag Bandaríkjanna. Hann ætlaði ekki að hækka skatta til þess eins og Biden sem ætlaði að gera það.
Það rifjuðust upp fyrir mér orð sem einn viðmælandi minn spurði mig að um Trump: Er honum kannski virkilega alveg sama hvort hann vinnur eða tapar?
Ég var ekkert ánægður með Trump í það heila tekið en ég get hafa haft rangt fyrir mér með staðalhugmyndir mínar hvernig stjórnmálamenn eigi að koma fram sem mér fannst Biden miklu fremur leika það hlutverk eins og ég býst við af reynsluboltum hvað trúðshátt og ósvífnar lygar varðar.En ég er ekki trúaður á Biden sem forseta og set stórt spurningamerki við þessa Kamelu Harris,
Trump er ekki æfður stjórnmálamaður né afburða ræðumaður heldur viðskiptamaður sem framkvæmir hlutina án mikilla langorðaðra afsakana. Notar twitter sem engum hafði dottið í hug að gera í þessu starfi.Og áróðursmaður er hann sem kann að halda athyglinni á sér hvort heldur hann er í sókn eða vörn og hversu grimmilega er að honum sótt alla daga af engum smáveldum og peningaafli.
Biden reyndi að ásaka hann um skattaskýlingar af klókindum sínum til að borga lítið í skatta en Trump sagðist vera búinn að borga milljónir dollara í fyrirfram greidda skatta.En hvernig varðst þú svona ríkur skyndilega Joe með öll þín hús út um allt?
Mér fannst ég sjá að heilabilunin gægist fram stöku sinnum þegar Biden eins og missti þráðinn og stamar en þetta var sjaldan og hann spólaði sig út úr því fljótt og vel.En ég set spurningamerki við framhaldið hjá honum, það er eitthvað í gangi í höfðinu á honum sem enginn veit hvaða stefnu tekur og hvenær.
Sem sagt stíll Trumps var mér lítt að skapi en staðreyndirnar eru allar á sínum stað hjá honum. Erlend samskipti bara á góma og gengu klögumálin á víxl vegna Rússa, Iran, Kina og Norður Kóreu. Hann spurði Biden hvort talvan (hans Hunters) væri áróðursverk Rússanna en Biden svaraði i því ekki en sagði að hann hefði aldrei tekið við eyri frá erlendum ríkjum.
Þar fannst mér hann taka mikla áhættu að kveða svona fast að á þessum hættutíma.
Honum getur orðið hált á þessu þegar fram líða stundir og í ljós kemur á hverju hann hefur auðgast svo mikið og á mörg hús eins og Trump sagði hann eiga og hvort hann væri ekki bara Mister Big Guy í tölvupóstunum frá Rússlandi með öll prósentin sem sá ætti að fá. Biden svaraði því ekki frekar en öðru.
Í heild fannst mér stjórnandinn vera hlynntari Biden, eins og hún væri að eitthvað að vernda hann fyrir andstæðingnum. En Trump fannst mér ekki flytja sitt mál vel eins og fyrr segir og var miklu minna grimmur en ég bjóst við út af málunum sem skipta munu máli þegar farið verður að rannsaka allt ofan í kjölinn ef það næst fyrir kosningarnar.
ps: Fremur en að fara að stela vinnu blaðamanns Moggans sem skrifaði líka um þetta á sama tím aog ég tilfæri é hér nokkrar klausur frá honum til að skapa betri mynd af þessu fyrir þann sem slystast til að kesa þetta blogg:
Moggi segir m.a. :
"
01:21
Ég vil loka á veiruna, ekki loka landinu sagði Biden, spurður út í hvernig hann hefði brugðist við faraldrinum. Trump sagði þá að Biden tali ekki um annað en lokanir og útgöngubann. Trump segist vilja opna skóla, smithætta sé lítil innan skóla og ekki sé hægt að halda landinu í lamasessi. Lausnin getur ekki verið verri en vandamálið, sagði Trump. Biden sagði þá að fyrirtæki og einstaklingar verði að geta opnað starfsemi sína og farið út í samfélagið á nýju á öruggan hátt. Trump hafi ekki tryggt það.
1:28
Þá færum við okkur úr umræðum um Covid-19 í þjóðaröryggi. Greint hefur verið frá því að bæði Íran og Rússland hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Biden sagði að þær þjóðir sem ógni fullveldi Bandaríkjanna þurfi að svara fyrir það verði hann kjörinn forseti. Ég skil ekki af hverju þessi forseti vill ekki takast á við Pútín þegar Pútín greiðir leigumorðingjum fyrir að myrða bandaríska hermenn.
Hvað varðar loftlagsbreytingar segir Trump að drykkjarvatn í Bandaríkjunum sé kristaltært og að kolefnislosun sé í lágmarki í Bandaríkjunum. Hann segir að Kína, Indland og Rússland séu skítug lönd. Hann muni ekki fórna atvinnutækifærum og fyrirtækjum til að taka þátt í Parísarsamkomulaginu. Við höfum unnið frábært starf fyrir umhverfið. Við höfum hreinasta vatnið, hreinasta loftið, sagði Trump. Biden sagði þá að tíminn til að grípa til aðgerða og snúa við loftlagsbreytingum sé naumur. Hann segir Trump hafa sett Bandaríkjamenn í afar slæma stöðu með því að snúa við löggjöf Obama sem snýr að umhverfis- og loftlagsáhrifum. Biden sagði að í hans áætlunum er varða loftlagsbreytingar felist ýmis atvinnutækifæri fyrir Bandaríkjamenn ásamt því að hægt sé að tryggja framtíð komandi kynslóða. Trump hafði þá að Biden viti ekkert um loftslagið, hans áætlanir muni einungis leiða til þess að milljónir missi störf sín.
01:32
Trump segist ekki hafa tekið við neinum fjárgreiðslum frá Rússlandi. Þvert á móti hafi Biden fengið 3,5 milljónir dollara greiddar frá rússneskum áhrifamönnum. Það hefur engin verið harðari gagnvart Rússlandi en Donald Trump. Biden sagðist þá aldrei hafa tekið við greiðslu frá erlendum aðilum. Ég hef gefið út allar mínar skattaskýrslur. Þú hefur ekki gefið neina. Hvað ertu að fela, spurði Biden forsetinn þá. Birtu skattaskýrslurnar þínar eða hættu að tala um spillingu.
Hvað varðar landamæraeftirlit og stefnumál í innflytjendamálum kom Biden hart niður á Trump varðandi aðskilnað foreldra og barna við landamærin. Trump sagði að þau börn sem ekki hafa verið sameinuð við foreldra sína að nýju fái góða umönnun. Trump sagði þá að Biden hafi verið varaforseti í 8 ár og aldrei gert neitt í málefnum innflytjenda. Biden sagði þá að hann hafi gert mistök, hann og Obama hafi brugðist of seint við. Það muni ekki gerast verði hann kjörinn forseti.
Trump segir að Biden sé frjálslyndari en Bernie Sanders og að áætlanir hans utan um heilbrigðistryggingar sé ekki annað en ríkisvæðing heilbrigðisþjónustu. Hann gleymir hverjum hann er í framboði á móti. Þú ert í framboði á móti Joe Biden. Ég sigraði forkosningarnar af því ég var ósammála hinum frambjóðendunum, sagði Biden þá. Trump brást við með því að segja að verðbréfamarkaðurinn muni hrynja nái Biden kjöri. Biden svaraði þá að venjulegt fólk lifi ekki af verðbréfamarkaðinum.
01:53
Hvað varðar heilbrigsðistryggingar segist Trump ætla að leggja fram frábæra áætlun sem geti komið í staðinn fyrir Obamacare. Biden sagði þá að Trump hafi talað um slíka áætlun í langan tíma en almenningur sé enn engu nær um hvað slík áætlun eigi að snúast um. Biden segir mikilvægt að Bandaríkjamann geti nýtt sér opinberar heilbrigðistryggingar kjósi þeir það. Það eigi að vera undir hverjum og einum komið hvort að borgarar velji að nýta sér opinberar heilbrigðistryggingar. Trump sagði þá að Biden hafi verið í Bandaríkjaþingi í fleiri áratugi en aldrei lagt fram áætlun utan um heilbrigðistryggingar áður.
01:46
Nú hefur umræðan færst að málefnum Norður-Kóreu. Biden segist ekki ætla hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, án fyrirfram ákveðinna skilmála. Trump sagði þá að Obama og Biden hafi reynt að hitta hann, en að Kim Jong-un hafi einfaldlega ekki líkað vel við Obama.
01:40
Biden og Trump hafa skipst á að saka hvorn annan um að hafa átt í vafasömum viðskiptum erlendis, meðal annars í Kína. Trump hefur meðal annars talað um viðskipti Hunter Biden í Úkraínu og víðar sem hann segir hafa verið hræðileg. Biden sagði þá að viðskipti Hunter í Úkraínu hafi verið rannsökuð og ekkert athugavert hafi verið við þau.
01:43
Trump segist hafa greitt atvinnurekendum í landbúnaði milljarða dollara sem hann hafi fengið frá Kína. Biden sagði þá að Kína hafi ekkert greitt, umrætt fé hafi komið frá skattgreiðendum. Biden sagði þá að aðalmálið væri hvort að hinn hefðbundi Bandaríkjamaður hefði það betra í dag en fyrir fjórum árum. Týpískur stjórnmálamaður, ég er ekki týpískur stjórnmálamaður, sagði Trump þá og sakaði Biden um að færa umræðuna frá Kína.
Trump nýtti tækifærið til að beina spjótum sínum að Biden og sagði meðal annars að sá síðarnefndi muni hækka skatta og fleira. Biden aftur á móti sagði að persóna þjóðarinnar væri undir í kosningunum. Hann sagðist velja von fram yfir ótta og að hann yrði forseti allra, bæði þeirra sem kusu hann en ekki síður þeirra sem kusu Trump."
Þarna hefur Moggi náð ýmsu betur en ég svo ég læt þetta fylgja til upplýsingar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:20 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Halldór. Stam er ekki heilabilun. Þessi della að Biden sé heilabilaður er hálf ömurleg míta. Ef þeir sem segja þetta vissu bara hvað heilabilun hefur í för með sér? Þetta er ekki eitthvað sem menn hafa í flimtingum.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 23.10.2020 kl. 08:14
Svona stam er ekki góðs viti Jósef minn, þetta er ekki stam í venjulegum skilningi. Ég þekki heilabilun svolítið og hún ekkert sem kemur alltí einu heldur eru forstig.Við skulum vona það besta fyrir Joe.
Halldór Jónsson, 23.10.2020 kl. 11:24
Halldór.
Bandaríska þjóðin kaus Trump af því að hún vildi ekki fá stjórnmálamann. Hún vildi fá atahafnamann. Mann sem afhendir vöruna á réttum tíma og stendur við það sem hann lofar.
Það sama gildir núna. Þjóðin vill jarðýtuna Trump en ekki stjórnmálamanninn Biden.
Trump er ekki stjórnmálamaður og hann gerir allt til að koma þeirri staðreynd á framfæri og tekst það vel.
Svo já: veggir fína fólksins munu halda áfram að hristast og myndarammarnir á munu halda áfram að hanga skakkar. Jarðýtan er ekki enn búin með verkið sem Trump bauð í.
Grunnurinn er kominn og burðarvirkið líka. Á næsta kjörtímabili mun hann setja þakið á og klára fráganginn að utan og lóðina. Síðan mun flokkur Repúblikana flytja inn og búa óáreittur í húsinu í langan tíma.
Þannig er nú það.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 23.10.2020 kl. 11:51
Mæltu manna heilastur Gunnar
Halldór Jónsson, 23.10.2020 kl. 15:51
Trump er bara Jón Gnarr bandaríkjanna, Gunnar. Endingin er bara eitt kjörtímabil rétt eins og hjá Jóni. Óánægjuframboð. Engin sérstök jarðýta . Ég man nú eftir í vegavinnunni í den að Jobbinn stóð alltaf fyrir sínu og skilaði góðu verki. Er bara ekki kominn tími á Jobba?
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 23.10.2020 kl. 18:55
Sæll Halldór.
Mér finnst það eftirtektarvert að Jo Biden skuli ekki
eiga einn einasta kunningja eða vin innan eða utan demókrataflokksins sem bendir honum á að hann
þjáist þegar af minnisglöpum og undirliggjandi
getí verið alvarlegur sjúkdómur.
Trump lék sama leikinn og í fyrri umræðum að þjarma
að honum í lok umræðunnar þegar hann var orðinn þreyttur
með þeim árangri að Biden gjörtapaði í þessum kappræðum.
Mér finnst sorglegt að sjá að þessi maður eyði síðustu
árum ævi sinnar í þetta rugl jafn augljóst sem það er
hvað hann er farinn að heilsu.
Trump galt fyrir það að hafa ekki lært af mistökum sínum frá
fyrri kappræðum og það setti sinn svip á frammistöðu hans;
hann vann ekki heimavinnuna eða þá sízt skárri sem hinn er verri!
Enda þetta á því sem þótti heldur klént á fyrri tíð:
Allt fer þetta einhvern veg, Halldór minn!
Húsari. (IP-tala skráð) 23.10.2020 kl. 21:26
Trump sagði eitt hvasst við Joe sem ég tók eftir þagar Rússlandstengslin og mútugreiðslur bara á góma:
Þú ert spilltur stjórnmálamaður Joe.
Halldór Jónsson, 24.10.2020 kl. 14:14
Ég fell alltaf fyrir skoðunum Gunnars Rögnvaldssonar varðandi Leiðtogann TRUMP. Hann er baráttumaður fyrir AMERIKU og Vesturlönd.
Andlegur máttur fylgir KARLINUM varðandi næstu kosningar 3.nóvember. ALLAR tölur "dæmdra" DEMÓKRATA, sem lifa á "RÍKISHÍTINNI" verða fyrir miklu áfalli til næstu ára.
GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 24.10.2020 kl. 14:58
Sæll Halldór.
Það er nú einmitt málið því það þarf verulega siðblindu til
að þykjast vera í framboði en þegar er ráðið
að Kamala Harris verði fyrsta konan til
að gegna embætti forseta Bandaríkjanna.
Joe Biden skrollar og rúllar á orðunum og sem aldrei
fyrr í lok kappræðunnar sem er einmitt einkenni heilabilaðra.
Þetta vita lesendur þínir, Halldór.
Eru líkur á því að heil þjóð og stærsta herveldi heims
kjósi yfir sig Joe Biden til forseta þegar þetta liggur fyrir?
Segir það svo ekki nokkuð um eigendur þeirra sem gera skoðanakannanir ef svo færi í annað skipti í röð að
þeir hafa kolrangt fyrir sér.
Ef allt er eðlilegt ætti sigur Trumps að vera afdráttarlaus
og svo mikill að þau tonn af atkvæðaseðlum sem demókratar
hafa mokað á pósthúsin hafi ekkert að segja; sigur Trumps afgerandi og afdráttarlaus 3. nóvember 2020.
Húsari. (IP-tala skráð) 24.10.2020 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.