Leita í fréttum mbl.is

Máttlaust mjálm

er grein sem æðstu prelátar þjóðkirkjunnar láta frá sér fara í Morgunblaðinu í dag.

Þar mjálma þau yfir gengisleysi kirkjunnar sem er að vonum eftir framtöðu þeirra nýverið.

Fólk sem hefur látið sig hafa það að birta skrípamyndir af helsta trúartákni kristinna manna er að vonum steinblint á eigin misgerðir. Strætóarnir er nýhættir að keyra um með svívirðuna sem er á pari við það sem Charlie Hepdo bauð múslímum uppá á sínum tíma.Svo afspyrnu heimskulegt var þeta að á að kosta tafarlausan brottrekstur fólksins sem að því stóð.

Ég er uppalinn við það að særa ekki fólk vegna trúarskoðana þeirra vegna þess að það væri alger óþarfi og gerði mér ekkert gott.

Þetta lið helgislepjufólk leikur sér að því að gefa sóknarbörnum sinum sitt undir hvort.Þjóðkirkjan verður ekki söm fyrr en þetta fólk segir af sér og gefur kirkjunni kost á að ná áttum aftur.

Aðalbiskupan er búin að sýna það margoft að hún ræður ekki við þetta embætti og er sæmst að hafa sig á braut ef von á að vera til þess að einhver friður færist yfir þessa stofnun sem fólkið í landinu vill þó greinilega hafa.

Ég er sjálfur nokkuð hlutlaus í afstöðu til kirkjunnar en nota hana eftir þörfum sem aðrir landsmenn þar sem ég vil frekar hafa hana í landinu en ekki.Mér er vel til presta með köllun en þoli ekki hræsnara og bjálfa sem fyrir finnast.

Burt með mislukkaða preláta og biskupa með þetta máttlausa mjálm  í fararbroddi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Hjartanlega sammála Halldór nema mér hefur verið annt um þjóðkirkjuna, en vegna trúarskoðana minna sá ég mig tilneyddan til að segja mig úr þjóðkirkjunni í kjölfar myndbirtinganna á transJesú fyrir tilstilli æðstu stjórnar kirkjunnar. þegar þú talar um að þeir sem ábyrgð beri segi af sér þá eru það biskup, vígslubiskupar samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar og margir fleiri. 

Verst þótti mér að sjá, hve lítið trúaðir og hve takmarkaða virðingu prestar þjóðkirkjunnar upp til hópa bera til kristinnar trúar. Alla vega risu þeir ekki upp og mótmæltu. 

Við sjáum núna, að múslimar rísa upp um allan heim til að mótmæla skrípamyndum í Charlíe Hebdo og hóta að drepa mann og annann. 

Við erum sem betur fer ekki þar. En mér var kennt eins og þér að bera virðingu fyrir trúarskoðunum annarra. Þessvegna hefur mér þótt ami að myndum Charlie Hebdó þó ég virði rétt þeirra til þess á grundvelli tjáningarfrelsis. En þegar biskupinn og yfirstjórn Þjóðkirkjunnar stendur fyrir slíku varðandi þann einstakling, sem trúarbrögð okkar stafa frá. Þá er meir en nóg komið. Mér finnst þetta lið satt að segja ómerkilegt pakk. 

Jón Magnússon, 28.10.2020 kl. 16:46

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Góði vinur Jón

Sem vænta mátti hefur þú þroskaðar skoðanir vinur minn.

Ég hef ekki neinar sterkar trúarskoðanir sem knýja mig til að segja mig úr þjóðkirkjunni.Ég vil sýna henni virðingu og ekki leggja illt til hennar á neinn hátt frekar en öðru sem fólki þykir vænt um.  En á þetta lið sem þú nefnir get ég ekki sett mína virðingu og við erum sammála um að það eigi að axla ábyrgð og hypja sig og reyna að gera yfirbót án hrokans sem það sýnir.

Einn gamall sveitaklerkur sagði um þáverandi biskup sinn að hann gæti afkristnað heilt sólkerfi. Ég rifja þessa sögu upp til að minna okkur á að það þýðir ekkert hálfkák í því sem manni er heilagt. Annaðhvort sýna menn ábyrgð  og eru heilir í sannfæringu sinni eða þeir geta verið einhversstaðar annarsstaðar ar sem engionn saknar þeira.

Halldór Jónsson, 28.10.2020 kl. 18:33

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka ykkur herramenn, Halldór og Jón.

Ég hef sterkar trúarskoðanir og segi afdráttarlaust að þjóðkirkjan er komin langt frá boðskapnum sem fjallar um Jesú Krist krossfestan, dáinn, upprisinn og upphafinn í dýrð, Hann sem kristnir um heim allan vænta að sjá við endurkomu Hans. Þetta fjallar kirkjan ekki um eða að hvetja menn til iðrunar og afturhvarfs, að játa syndir sínar og láta af þeim. Nei mér sýnist kirkjan hvetja til syndugs lífernis og lyftir þeim á stall sem þannig brjóta gegn boðun Krists.

Kirkjan virðist hafa gleymt orðum Jesú er Hann segir: "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til föðurins nema fyrir mig". Og fórnardauði Jesú á krossinum er troðinn í svaðið með orðum og framkomu þeirra sem telja sig þjóna kirkjunnar. Þeir munu því fá því þyngri dóm geri þetta fólk ekki iðrun, leiti Guðs og eignist lifandi heilags samfélag við Hann sem er upphaf lífsins, Honum munum við öll þurfa að lúta og standa reiknisskil lífs okkar á efsta degi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.10.2020 kl. 21:07

4 identicon

Dale B. Martin, prófessor í sagnfræði við Yale háskóla, hefur haldið 26 fyrirlestra námskeið um Nýja Testamentið og kristna trú, út frá sagnfræðilegu sjónarmiði.

Í einum fyrirlestrinum fjallar hann um rök sem styðja það að Jesús Kristur hafi verið til. Nefnir hann þar t.d. yfirskriftina á krossinum, þar sem Jesús Kristur er sagður vera konungur Gyðinga, það geti varla verið tilbúningur.

Einnig nefnir hann afstöðu Jesú til hjónabandsins. Þar skuli hjón, "maður og kona verða eitt hold". Jesús legst eindregið gegn hjónaskilnuðum, en sú afstaða tíðkaðist ekki hjá Gyðingum. Dale Martin, sem sjálfur er samkynhneigður, álítur að þetta sé ekki tilbúningur hjá riturum N.T. heldur hafi það verið raunverulegt viðhorf Jesú Krists.

Nú má það vel vera að biskupum og prelátum hinnar Evangelísk-Lútersku þjóðkirkju á Íslandi þyki þetta gamaldags viðhorf sem sé orðið úrelt.

Er þessi kenning Jesú Krists úrelt?  Þarf kannski að uppfæra hana og fleiri kenningar hans til samræmis við viðhorf okkar á 21. öld?  Að vísu mætti kannski notast við einhvern sparðatíning úr kenningum hans sem truflar samviskuna ekki allt of mikið.yell                                    New Testament History and Literature with Dale B. Martin YaleCourses YaleCourses •                         

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 28.10.2020 kl. 23:51

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta segir Páll bloggkóngur:+Kirkjan þarf að láta eins og guð sé til. Annars er enginn tilgangur með starfseminni.

Ef gefið er að guð sé til, þá er hann óbreytanlegur. Þjóðkirkjan íslenska gleymdi, viljandi eða óviljandi, óbreytanleika almættisins, gefur frá sér eina guðsútgáfu í dag en aðra á morgun. Líklega til að tolla í tískunni.

Í höndum þjóðkirkjunnar er guð dægurfluga. Trúin verður eins og fölnað laufblað í haustvindi en ekki reist á bjargi.

Skiljanlega eru trúaðir ekki ánægðir með kirkjuna sína.

Halldór Jónsson, 29.10.2020 kl. 14:18

6 identicon

Ég er ekki kirkjurækinn, en trúi á bænina og hinn Guðlega boðskap góðra presta.  

Víkurkirkjan var byggð uppi á skerinu á bjargi að ósk Gísla Sveinssonar sýslumanns og forseta frambjóðanda. Þarna lærði ég faðirvorið og margt um Guðstrúna hjá ömmu minni Oddnýu í gömlu góðu Víkinni. Það voru mikil mistök að hætta við kennslu í barnaskólum í Kristnum fræðum.  Gott starf fyrir unga dugandi presta. 

"Ævintýrið" um "nýjan" GUÐ voru mistök.

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 30.10.2020 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband