Leita í fréttum mbl.is

Maðkabox Morgunblaðsins

er dálkur vinstramegin á miðopnu þess ágæta blaðs. Þar eru samvaldir andstæðingar frjálsrar hugsunar látnir skrifa dellur sínar. Allskyns Evruspekingar og kerfiskurfar ríða þar húsum. Björn Leví,Helga Vala, Benedikt Jóhannesson, Logi Már svo einhverjir séu nefndir.

Í dag flennir Helga Vala sig þarna með þessum pistli:

"Nú virðist tilraun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um sérvaldar breytingar hennar á stjórnarskránni hafa strandað á skeri Sjálfstæðisflokksins.

Mér finnst óþolandi að segja: kemur þetta einhverjum á óvart, en það er engu að síður sú tilfinning sem kviknar. Á einum af fyrstu fundum nefndar Katrínar Jakobsdóttur, sem skipuð var formönnum allra flokka er sæti eiga á Alþingi, lét formaður Sjálfstæðisflokksins bóka að hann liti ekki svo á að hann væri á nokkurn hátt skuldbundinn niðurstöðum nefndarinnar, yrði hún sú að lagðar yrðu til breytingar á stjórnarskránni. Var því alveg ljóst frá byrjun að ríkisstjórnarflokkarnir þrír voru ekki samstiga í þessum leiðangri og er tilfinningin óneitanlega sú að um sýndarferð hafi verið að ræða.

Ítrekað hefur því verið haldið fram af forsætisráðherra, sem og fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, að sem breiðust sátt þurfi að vera um hverja breytingu sem gera á á stjórnarskrá. Til þessa dags hefur slíkt orðalag einskorðast við það að Sjálfstæðisflokkurinn sé sáttur við óbreytt ástand og að málamiðlun sé ekki í boði.

Aðrir þingmenn og almenningur verða þá að lúta því að einn flokkur sé sáttur en aðrir ósáttir.

Hin breiða sátt snýst ekki um þjóðarvilja heldur vilja Sjálfstæðisflokksins. Það að í stjórnarsáttmála standi að gera eigi breytingar á stjórnarskránni en að stjórnarflokkarnir ætli ekki að stuðla að því í sameiningu segir margt, því sá leiðangur sem nú hefur verið stundaður í nærri þrjú ár virðist nú opinberlega strandaður á skeri. Engin breið sátt er til staðar.

Líkur eru á að tveir til þrír þingmenn leggi fram fáein frumvörp til breytinga á stjórnarskrá, að því er virðist ómeðvituð um að fram hafi farið þjóðaratkvæðagreiðsla fyrir rúmum þremur árum um nýju stjórnarskrána eins og hún þá stóð eftir vinnu stjórnlagaráðs.

Það er þyngra en tárum taki að viðurkenna enn einu sinni vanmátt Alþingis til að klára þetta mál. Það virðist ríkja algjör ómöguleiki hjá Alþingi að semja sínar eigin leikreglur um meðferð valds þess.

Þingflokkar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins auk tveggja þingmanna utan flokka hafa lagt fram heildarfrumvarp til stjórnskipunarlaga, frumvarpið sem byggt er á niðurstöðu stjórnlaganefndar sem þjóðin greiddi atkvæði um 20. október 2012. Frumvarp sem kom inn til Alþingis og var unnið áfram í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og borið undir merkar stofnanir eins og Feneyjanefndina.

Sú framlagning er tilraun til að fá Alþingi til að viðurkenna vanmátt sinn gagnvart þessu verki. Þarna erum við með vilja þjóðarinnar skýran og Alþingi á einfaldlega að standa með þjóðinni og framkvæma vald hennar. Annað er hneyksli sem ekki má líðast í lýðræðisþjóðfélagi. helgavala@althingi.is"

Hvernig dettur þessari konu í hug að breið sátt geti náðst utan um tillögur frá sósíalistaflokkum eins og Samfylkingu og Pírötum og einhverjum litlum og ljótum flokksbrotum sem enginn veit fyrir hvað standa um grundvallaratriði eins og Stjórnarskrá frelsisunnandi fólks?

Hvernig dettur henni í hug að til dæmis Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, margvítt fyrir álygar og annan óþverragang Pírata, nái einhverri einhverri sátt við frjálshyggjufólk úr Sjálfstæðisflokknum?

Að gersamlega óhæft plagg að dómi Feneyjanefndarinnar, sem Helga vitnar ranglega í um lofsverða niðurstöðu. eins og þær tillögur Þorvaldar Gylfasonar  og ámóta vinstri ofstækismanna, geti verið fullsköpuð stjórnarskrá frjálsrar þjóðar eins og Íslendinga?

Margur vandi steðjar að okkar þjóð um þessar mundir.Skortur á áþvingaðri stjórnarskrá stjórnlyndra vinstri manna fyrir frjálshyggufólk er ekki einn af þeim mest aðkallandi.

 

Þvílíkt endemis bull og birtist á þessum stað með mest einslitum hætti í annars góðu Morgunblaði er sannkallað maðkabox sem vekur virkilegan viðbjóð þeirra sem nenna að lesa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lifi málfrelsið Halldór .....lífi málfrelsið....

Sigfus (IP-tala skráð) 12.11.2020 kl. 17:37

2 identicon

MAÐKABOXIÐ og SKJÓNALÖG skýra vel gamansemi þína Halldór.

Margir eru sammála skoðunum þínum. Stundum verð ég leiður á Morgunblaðinu fyrir þessi "demokrata" innslög esb sinna um ást þeirra til "húskarlana" í Brussel.

Loftslags draumar, sem kosta miljarða fyrir ÍSLAND, fóstureyðingafrumvörp fyrir Pólverja og ESB löndin framkvæmt á ÍSLANDI. Maraþoninnflutningur á Hælisleitendum jafnvel eftir COVID19.

Biðjum fyrir Landinu OKKAR á góðum degi og stöðvum alla umferð í 10 mínútur.

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 12.11.2020 kl. 17:56

3 identicon

UPPHLAUP "kvenna" á ALÞINGI í dag var sorglegt varðandi fóstureyðingamálin innan ESB landa. ÍSLAND var lausnin á þessu vandamáli hjá vinstri flokkunum.

Þetta er EKKI góð auglýsing fyrir landið okkar?

Mér datt í hug faraldur eins og riðuveikin norðanlands?

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 12.11.2020 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418218

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband