Leita í fréttum mbl.is

Af hverju ?

geta einkarekin lyfjafyrirtæki eða heilsugæslur ekki tekið upp símann og hringt í Moderna til dæmis og pantað svona 100.000 skammta af bóluefni með flugi?.

Ég og margir fleiri myndum glaðir kaupa bólusetningu strax dýrum dómum í stað þess að bíða svona eftir að ríkisstýrt kerfi okkar klikki á innkaupunum og við fáum ekki bólusetningu fyrr en eftir þess dúk og disk, jafnvel ekki fyrr en seinna á næsta ári?

Við gamlingjar eigum bara lífið að leysa að fá bólusetningu tafarlaust.Af hverju eigum við heldur að vera í lífshættu vegna Covid19 vegna einhvers afhendingarklúðurs hjá ríkisstjórninni eða Evrópusambandinu?

Eða má ég kannski bara hringja sjálfur í Moderna eða eitthvert fyrirtæki með markaðsleyfi og panta mér bóluefni eða mun  ríkisapparatið hindra slíkt?

Af hverju þarf allt að fara í gegn um ríkið með þetta bóluefni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Og ég lét bara vaða þetta skeyti beint á Moderna:

To:  Stéphane Bancel and his esteemed associates

 

Can I as a private citizen or have my personal physician, or even have a licensed  drug company in Iceland  order a modest quantity of your mRNA vaccine I have waited so long for with serious impatience. I have repeatedly tried to inform my compatriots of your great company and scientific progress. 

 

The reason for this request is that I feel my life is now threatened due to an incredible mistake of the Icelandic authorities to order and receive this drug which may well cause a long delay for us in high-risk age group in receiving this medicine through official channels. 

 

I await  Modernas comments with the greatest interest.

 

Halldor Jonsson 83 years old Dipl.Ing

Halldór Jónsson, 20.12.2020 kl. 18:39

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef þetta myndi ganga fyrir sig á þann hátt sem lagt er upp með í færslunni, myndi það þýða að þeir ríku myndu fá bóluefnið fyrst og hinir fátækari síðast og þeir fátækustu alls ekki þrátt fyrir að vera líklega með hærra hlutfall viðkvæmra einstaklinga. Á heimsvísu myndi þetta jafnframt fela í sér einhverskonar bóluefnanýlendustefnu.

Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar tók trumpismann á fréttir Bloomberg um meint afhendingarvandamál og kallaði þær falsfréttir. Hið rétta sé að Ísland hafi tryggt sér nóg til að bólusetja 87% þjóðarinnar tvisvar.

Ekki fylgir sögunni hvaða 13% verði undanskilin, en eitt er þó víst að ég verð í þeim hópi og er reyndar fullviss um að hann eigi eftir að verða mun stærri en þetta. Þegar upp er staðið verður vonandi hægt að selja það sem verður afgangs af bóluefnum eitthvað annað til að takmarka kostnað skattgreiðenda af þessu ævintýri.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.12.2020 kl. 20:28

3 identicon

FRÁBÆRT Halldór.

Bíð spenntur eftir svari að VESTAN.

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 20.12.2020 kl. 20:49

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er tala umk það Guðmundur um að fá að bjarga lífinu með að kaupa mér bólusetningu í stað þessa að fá enga bólusetningu. Þá kemur þú með svona kommúnistakenningar um óréttlæti gegn þeim fátæku.  Bullshit.

Og taktu eftir þvi að Svandís taslar bara um skammta en ekki hvernær þeir koma. Mér gagna skammtar ekki neitt sem koma eftir að ég er dauður úr Covid. Þessvegna vil ég fá að borga ef ég get fengið bólusetningu en ekki bíða eftir einhvrri ókeypis ríkissprautu

Halldór Jónsson, 20.12.2020 kl. 20:51

5 Smámynd: Halldór Jónsson

En sjálfsagt komið þið kommarnir í veg fyrir markaðslausnir eins og venjulega. Allir verða að hafa það jafnskítt samkvæmt ykkar hugmyndafræði.

Halldór Jónsson, 20.12.2020 kl. 20:53

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að kalla mig komma er skot sem fer svo langt fram hjá að það er eins og sjálfmark úr vítaspyrnu.

Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er mannréttindi, en hvorki markaðsvara né stjórnmálaskoðun.

Ef þú þarft að "bjarga lífi" þínu vegna þess að þú sért í sérstökum áhættuhópi munt þú væntanlega njóta forgangs að bóluefni þegar það kemur. Það er ekki "allir hafi það jafn skítt" kommúnismi eins og þú gefur í skyn. Þvert á móti fá sumir forgang af málefnalegum ástæðum.

Sjálfur mun ég ekki flækjast fyrir eða tefja fyrir því að þið bóluefnaþyrstu fáið ykkar skammt, því ekki kæri ég mig um að láta sprauta þessari veiru í mig og enn síður geri ég kröfu um að láta nokkurn annan mann borga fyrir það.

Enda er ég ekki "kommi".

Guðmundur Ásgeirsson, 20.12.2020 kl. 21:09

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Staðreyndin er að bóluefnin kosta alls ekki svo mikið, þó að verðið á þeim sé vissulega mismunandi.

Oxford/AstraZeneca: €1.78

Johnson & Johnson: $8.50

Sanofi/GSK: €7.56.

Pfizer/BioNTech: €12.

CureVac: €10.

Moderna: $18.

 

Án þess að vita um það ímynda ég mér að fyrirtækin hafi engan áhuga á því að afgreiða littla skammta, allra síst af þeim bóluefnum sem þurfa allt að 80 gráðu frost.

Það er áríðandi að einfalda afhendingarmátann eins og mögulegt er.

Síðan þarf "kerfið" að ráða við að taka á móti og bólusetja.  Ég er ekki viss um að mörg fyrirtæki kæri sig um að byggja upp kerfi til þess.

Hitt væri svo möguleiki að bjóða t.d. upp á þeim sem eru bólusettir að borga fyrir 1. eða fleiri skammta sem sendir væru til fátækari landa. 

Það eru til ótal möguleikar, en eins og áður í þessum faraldri, kemur í ljós að mörg ríki hugsa fyrst og fremst um hagsmuni sína og sinna þegna.

Að mörgu leyti er það ekki óeðlilegt.

G. Tómas Gunnarsson, 20.12.2020 kl. 21:13

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Halldór.

Guðmundur er að segja að Bandamenn hefðu átt að bíða eftir að vanþróuðu ríkin hæfu vopnaframleiðslu svo að þau gætu verið með í því að frelsa heiminn undan oki nasisma og kommúnisma. Þú hlýtur að skilja það.

Alveg eins og að bólusetja má ekki bóluefnaframleiðendur  á undan fólkinu í vanþróuðu löndunum.

En fyrst verður auðvitað að aðstoða vanþróuðu löndin við að byggja upp innviði sem þarf til að dreifa og afhenda súper-kælivörur hvar sem er í löndum þeirra.

Þannig að þú verður að bíða eftir að útópía pírata verði til í mannaheimum. Hún er nefnilega þegar til í höfðum pírata.

Allt svo einfalt að hver maður hlýtur að skilja þetta - eins og að drekka vatn.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.12.2020 kl. 00:36

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Sorry Guðmundur ef ég hef miskilið þig og talið þig komma. En Moderna er ekki með veiru heldur mRNA genetískan kóda óskyldan veirunni sjalfri sem þú þarft ekki að óttat.

Gunnar Borgfirðingur þú ert óborganlegur að vanda.

Halldór Jónsson, 21.12.2020 kl. 00:52

10 identicon

Einkarekin lyfjafyrirtæki eða heilsugæslur geta tekið upp símann og hringt í Moderna til dæmis og pantað svona 100.000 skammta af bóluefni með flugi. En þau fá engan forgang og þurfa að bíða til 2022 þegar búið er að afgreiða þá sem á undan pöntuðu og tóku margir þátt í kostnaðinum við þróunina. Þú verður því að bíða þolinmóður. Þú færð sprautuna og það fyrr en sanngjarnt getur talist.

Vagn (IP-tala skráð) 21.12.2020 kl. 00:53

11 Smámynd: Halldór Jónsson

 En ég meina það, ég vil ekki hlusta á meira kjaftæði um samninga um einhvern skammtafjölda einhverntímann. Ég vil fá aksjón og það strax og ekkert ríkisvætt kommunistakjaftæði.= Bóluefni strax fyrir mig

Halldór Jónsson, 21.12.2020 kl. 00:56

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk kerran góða. Ég veit alveg að þú vildir senda mér blásýrutöflu við hæfi enda hjartalagið þitt alveg einstakt. 

Halldór Jónsson, 21.12.2020 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 3418433

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband