Leita í fréttum mbl.is

Fyllingar í sjó fram

í Seyðisfirði sýnast mér nærtækar.

Að moka skriðunum í sjó fram og reisa þar íbúðir sýnast manni nærtækari en að fara að byggja varnargarða í hlíðinni á Bjólfinum. 

Þvílík mildi að ekki varð manntjón í þessum agalegu hamförum fáum við ekki fullþakkað fyrir. 

En mannlegri verksnilld eru engin takmörk sett.

Forfeðra minna af Wathne ætt minnist ég í dag með virðingu fyrir síldarlásana sem þeir sköpuðu og lögðu grunninn að byggðinni sem þarna er. 

"Det kommer an på silla" sagði Otto gjarnan í daglegu tali um það sem byggðin þyrfti að gera.

Hann hefði trúlega hugsað fram í tímann hann Ottó Wathne þegar við blöstu vandamál sem í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af því að með hækkandi sjávarborði er gáfulegt að byggja úr mold og drullu uppfyllingu út í sjó?

Vagn (IP-tala skráð) 21.12.2020 kl. 10:21

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Kerran alltaf klár með delluna,

Halldór Jónsson, 21.12.2020 kl. 11:14

3 identicon

Það er ýmislegt sem bendir til þess að efni sem flæðir súpukennt niður hlíðar í rigningu dugi skammt sem uppfylling út í sjó undir byggingar. Það er sennilega ekki þjóðsaga að verkfræðingar þekkist á hlandblautum buxum eftir að pissa upp í vindinn.

Vagn (IP-tala skráð) 21.12.2020 kl. 20:09

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Fífl geta auðvitað ekki skilið að ef drulla er hindruð í að renna út eins og út um þil þá er hún burðarhæf.Ég veit ekki hvort allar buxur bjálfa geta haldið drullu inni.

Halldór Jónsson, 21.12.2020 kl. 21:35

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Stálþil akkerað í land getur haldið skriðuefninu inni sem fyllingu.Jarðýtur og búkollur hreinsa bæinn og fylla undir ný hús. Skriðurnar sem féllu falla varla aftur og standa þannig hugsanlega  við frekari hreyfingar að ofan eða hvað?

Halldór Jónsson, 22.12.2020 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 3418433

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband