21.1.2021 | 11:18
Árásin á fullveldið
vikulega frá fyrrum formanni Sjálfstæðisflokksins Þorstein Pálssyni í málgagni ESB á Íslandi heldur áfram.
Í dag skrifar hann enn endurtekningar á fyrri árásum á krónuna:
"Umsögn Samkeppniseftirlitsins um sölu Íslandsbanka er pólitískt sprengiefni fyrir þá sök að hún endurspeglar skýra mynd af hnappheldu peningakerfisins og fjármálamarkaðarins. Jafnframt varpar hún ljósi á ófullnægjandi undirbúning málsins.
Samkeppniseftirlitið telur núverandi eignarhald á viðskiptabönkunum gallað. Það er í prinsippinu fylgjandi sölu á hlutum ríkisins. En það setur aftur á móti fram leiðbeinandi viðmið til að tryggja samkeppni. Þau skilja ríkisstjórnina eftir í blindgötu.
Augum lokað fyrir hindrunum
Í forsendum ríkisstjórnarinnar segir að ógerlegt sé að fá erlenda kaupendur. Það rýrir verðgildi bankans og stuðlar ekki að aukinni samkeppni. Samkeppniseftirlitið dregur fram að hindranir á erlenda fjárfestingu eru miklu meiri hér en á öðrum Norðurlöndum. Það gagnrýnir ríkisstjórnina maklega fyrir að ræða ekki hvernig ryðja megi hindrunum úr vegi. Þetta er til marks um óvandaðan undirbúning.
Satt best að segja er krónan stærsta samkeppnishindrunin á fjármálamarkaði. Þann grundvallarvanda má hins vegar ekki ræða. Það er veikleiki.
Augum lokað fyrir samkeppni
Ámælisverðast er að salan er undirbúin og ákveðin án þess að gæta að mikilvægasta þættinum, sem er krafan um virka samkeppni. Samkeppniseftirlitið leiðir rök að því að öðrum kaupendum en lífeyrissjóðum verði ekki til að dreifa, nema í takmörkuðum mæli. Þeir eru nú helstu eigendur Arion banka. Að auki eiga þeir flest stærstu fyrirtækin, sem bankarnir skipta við. Loks eru þeir bæði stórir viðskiptavinir og helstu keppinautar bankanna.
Svo má ekki gleyma því að sala til lífeyrissjóða er ekki einkavæðing. Lífeyrisiðgjöld eru jafngildi skatta. Fjármunir sjóðanna eru velferðarpeningar eins og krónurnar í ríkissjóði og lúta sömu lögmálum. Það er enginn eðlismunur á eignarhaldi ríkissjóðs og lífeyrissjóða á bönkum og fyrirtækjum. Þessi hluti velferðarkerfisins er rekinn í nokkrum einingum, en ákvarðanir þeirra allra byggja á sömu lögbundnu forsendunum.
Ef ekki er unnt að sýna fram á að sala efli samkeppni vantar helstu rökin fyrir henni. Augunum má ekki loka fyrir þessu kjarnaatriði.
Tvöfalt siðgæði
Við höfum innleitt nýja löggjöf Evrópusambandsins um fjármálamarkaðinn. Það er því rétt hjá ríkisstjórninni að lagaumhverfið er að því leyti annað en þegar bankarnir voru seldir í byrjun aldarinnar. En hvers vegna dugar það ekki til að skapa traust? Vera má að það stafi af því að stjórnvöld hafa látið við það sitja að innleiða Evrópulöggjöfina um fjármálamarkaðinn.
Dæmi: Í skilningi laga um fjármálamarkaðinn er Samherji nú ráðandi eigandi Síldarvinnslunnar.Aftur á móti er Síldarvinnslan Samherja enn með öllu óviðkomandi, í skilningi laga um stjórn fiskveiða.
Um leið og sala ríkisbanka til náinna samherja var ákveðin á sínum tíma, var fellt úr lögum ákvæði um dreifða eignaraðild að stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum. Núverandi ríkisstjórn hefur komið í veg fyrir að það verði sett í lög á ný.
Sérhagsmunagæslan af hjúpar þannig tvöfalt siðgæði. Meðan það blasir við með svo áberandi hætti byggist traustið hægt upp.
Réttur tími en vanhugsuð byrjun
Taka verður undir með ríkisstjórninni að á næstu árum er æskilegt að nýta þá fjármuni, sem bundnir eru í bankakerfinu, með skynsamlegri hætti í þágu velferðarkerfisins. Að því leyti er þetta góður tími til að hefjast handa. En á meðan ríkisstjórnin hefur ekki byggt upp nægjanlega mikið og almennt siðferðilegt traust verður erfitt að troða sölunni niður í kokið á kjósendum. Þeirra traust skiptir máli.
Aðalatriðið er þó hitt að það er óðslegt að fara af stað í þennan leiðangur fyrr en unnt er að sýna fram á að hann skili markvissari og heilbrigðari samkeppni. En til þess að það sé unnt verða menn að horfast í augu við veikleika peningakerfisins.
Erlendir fjárfestar líta á krónuhagkerfið sem hindrun. Og lífeyrissjóðirnir hafa sprengt krónuhagkerfið utan af sér. Ríkisstjórn, sem lokar augunum fyrir þessari hnappheldu, nær ekki tökum á viðfangsefninu. Segja má að tími sé til kominn. En eins og í skák er velhugsuð byrjun forsenda fyrir árangursríku endatafli."
Hvað er maðurinn eiginlega að leggja til?
Að leggja af krónuna og taka upp annan gjaldmiðil. Það er nokkuð ljóst. Krónan er óvinurinn í hans augum.
Allt myndi leysast ef við skiptum henni út fyrir Evruna væntanlega í hans huga þó þjóðin eigi sannanlega meiri hagsmuna að gæta í Bandaríkjadollar.
Það er ljóst að fyrsta skref á þeirri vegferð getur ekki verið annað en full aðild að ESB. Það er nokkuð löng vegferð þó að byrjað væri strax í haust að loknum kosningum.
Hann skautar hinsvegar gersamlega framhjá tæknilegum smáatriðum í slíku ferli sem öllum ætti að vera ljóst sem slíkt hugsa til enda.
Hagvaxtarfasinn á Íslandi er sögulega allur annar en hann er meðal hinna 27 þjóða í ESB.
Það er margsannað að að atvinnustig á Íslandi sveiflast allt öðruvísi en í hinni landluktu Evrópu. Sjávarafli okkar er allt öðruvísi en í Norðursjó. Og Brexit hefur líklega ekki átt sér stað í hugarheimi Þorsteins Pálssonar né hverjar afleiðingar þess verða.
Ferðamennskan hér er ekki í takti við Evrópu.Stóriðjan og orkuvinnslan sömuleiðis. Og þar af leiðir að fjármálamarkaðir hér eru úr takti við efnahagskreppur og atvinnustig á Möltu eða Rúmeníu þegar Þýzkaland blómstrar í bílaútflutningi til Bandaríkjanna.
Satt að segja finnast mér þessi sífelldu skrif Þorsteins vera illa undirbyggð og frekar í slagorðastíl en rökhugsuð. Kögunarhóll hans er í mínum huga frekar þröng malargryfja við þjóðveginn en sjónarhöll.
Þessar sífelldu árásir Þorsteins Pálssonar á fullveldi Íslands núna fyrir kosningar eiga tæplega mikið fylgi meðal þjóðarinnar utan útgáfufélags Hafskips Helga og Samfylkingarflokkanna beggja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það var góð tíð þegar Davíð tók við Sjálfstæðisflokknum. Þegar auglýst var samtal við Davíð í sjónvarpinu fækkaði umferðin í miðbænum. Davíð auglýsti 10 liði um baráttumál flokksins á heil síðu í MBL um það, sem hann ætlaði að gera, sem ávallt Stóðst.
Hvað með fullveldið og sjálfstæði okkar í dag: Engin þjóð lifir án landamæra og fiskveiðilögsögu. Hvað um Leiðtogana, sem við kusum til Alþingis? Hluti stjórnmálaflokkanna, sem ekki sjá vanda ESB sinna og algjört getuleysi geta ekki talist velviljaðir ÍSLENDINGUM, Karlar og Kerlingar. Þessum hópi þarf að kjósa frá ALÞINGI og frá öllum embættum ríkisins.
Afturgengin Samfylkingin og Viðreisn jarma hæst ESBsinna. Guðlaugur Þór og Össur vinna vel saman í Grænlandsmálum? Var það ekki Össur, sem "blindaði" ÍSLENDINGA og komst næst því að koma okkur inn hjá ESB veldinu í Brussel? Síðar hætti hann á Alþingi fyrir Samfylkinguna. Skrítinn heimur?
Ég treysti Gulla að leiða þennan leik, því hann þekkir að mig minnir, Steve Hillton hjá Revolution á FOX, en hann er stuðningsmaður Leiðtogans og þjóðernissinnans Donalds J.TRUMP. Horfum til ákvarðanartöku BREXIT.
Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 22.1.2021 kl. 12:10
Krónan er góð fyrir ÍSLAND, en "gullkrónan" lítur enn betur út á heimsvísu og í viðskiptum.
Forðum ÍSLANDI frá getulausum, stórskuldugum ESB sinnum í Brussel. Taumlaus innflutningur hælisleitenda, sem flúið hafa illa rekin lönd sín og fyllt kristinn vesturheim. Sama gerist hjá fámenni ÍSLENDINGA undir plágunni frá Kína og stóratvinnuleysi í ofanálag.
Við sækjumst ekki eftir yfirtöku Ríkisins á öllum sviðum. Færum valdið til einstaklinga og góðra fyrirtækja. Kjósendur hafa mikið vald og kjósa "dugandi" menn til Alþingis. Einföldum allar reglur og lækkum skatta hjá fámenni okkar og notum heimamenn til allra verka.
Við getum þetta allt sjálf undir okkar reglum.
Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 24.1.2021 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.