27.1.2021 | 04:46
Kínversk kennslustund
hlotnaðist mér einn dag fyrir margt löngu.
Ég var þá strandaður í 2 vikur í Hong Kong þar sem ég var þar sem farþegi hjá Cargolux sem kom ekki í nokkurn tíma á Kai-Tak. Ég fékk því nægan tíma til að slæpast og horfa á mannlífið þarna sem er fjölskrúðugt. Allt frá margmilljóna fólki til nakinna vesalinga sem lágu undir dagblöðum um nætur.
Enn daginn fór ég út að versla. Fór í fallega búð og fór að skoða myndavélar. Kaupmaður gaf mér strax konjakk og varð ég fljótt kenndur og kaupafús. Hann sýndi mér myndavél sem mér leist á og keypti en þegar ég koma á hótelið var það allt önnur vél en ég hélt að ég væri að kaupa. Ég fór því daginn eftir í búðina og vildi skipta.
Nei vinur minn segir þá kaupmaður, þú gerðir vitleysuna og lést mig plata þig.Ég græddi en þú tapaðir. Ég vil því engin frekari viðskipti við þig þar sem ég er í plús en þú í mínus.
Hann horfði svo á mig og sá auðvitað að ég var fúll. Á ég ekki að segja þér svolítið frá okkar kerfi af því að ég sé að þú ert ókunnugur hér.
Hér er mannfjöldinn slíkur að hver einstök viðskipti skipta máli. Þú annaðhvort græðir eða tapar. Ef ég græði þá er ég ánægður en þú fúll. Þá er okkar sambandi lokið og ég hef ekkert frekar að tala við þig.Vil bara fá næsta viðskiptavin til að fást við.
Hér byrja ég á því að bjóða þér einhvern smáhlut sem er augsýnilega undirverðlagður.Þú kaupir hann og ég gef þér billegt konjakk. Þú ert búinn að fá traust á mér.
Nú sýni eg þér annan hlut sem er yfirverðlagður eins og myndavélin sem þú keyptir í gær. Nú græddi ég en þú tapaðir. Viðskiptum lokið þar sem ég er í plús. Vesgú næsti.
Skilurðu lögmálið vinur. Nú skaltu bara fara eitthvað annað, hér er ekkert að sækja fyrir þig.
Ég fór og prófaði kerfið í annarri búð Kaupmaður þar baðaði öllum öngum þegar ég keypti fyrsta hlutinn og fór svo út.
Ég er þakklátur þessum kennara mínum í asískum fræðum, Mér finnst ég skilja að lögmál fjöldans og þröngbýlisins eru allt önnur en hjá okkur hér á klakanum og fámenninu.
Kínverska efnahagslífið sem er stjarnfræðilega stærra en okkar leiðir af sér að allt önnur lögmá gilda þar en hér.
Kínverski kommúnistaflokkurinn stjórnar því öllu með her-og dómsvaldi. Gagnrýndu Xi og þú ert á leiðinni í 18 ára fangelsi. Flokksnefndir eru settar upp í stórfyrirtækjunum sem ráða til jafns við eigendur.
Halda menn virkilega að Íslendingar eigi erindi í að eiga banka með þessum mönnum?
Ég held að mörg hugtök sem við hossum hér sem góð skiljist bara ekki í hinum asíska huga. Heiðarleiki, orðheldni,eru hugtök sem eru framandi í þeim hugarheimi. Vegna aðstæðna sem við þekkjum ekki vegna þess hversu okkar aðstæður eru allt aðrar. Okkar líf er allt annað en þröngbýlið í Asíu skapar.
Því er því fáránlegt að halda að við verðum þátttakendur í einhverju belti og braut kínverska kommúnistaflokksins. Hann hefur allt önnur markmið en við höldum og skiljum.
Kínversk kennslustund varð mér dýrmætt veganesti og er enn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Hefur þú eitthvað frétt af Nubó?! Var hann ekki gerður út af Kínastjórn??
Sigurður I B Guðmundsson, 27.1.2021 kl. 05:26
þessi var góður! Þótt gerðir engin góð kaup stendur reynslan sem þú býrð að og getur miðlað öðrum eftir.-Auk smá kikk af konjakinu sem blekkti þig ríkan ltla stund.
Helga Kristjánsdóttir, 27.1.2021 kl. 12:44
Nú ligg ég heldur betur í því. Ég á rafknúið reiðhjól sem er kínverskt að uppruna og léttbifhjól með vespulagi 125 cc af gerðinni Honda PCX, sem er framleitt á Tævan.
Tævan og Hong Kong eiga það sameiginlegt að Tævan var áður hluti af Kína þótt það njóti sjálfstæðis nú.
Og þegar þú varst að versla í Hong Kong var það bresk nýlenda.
Og til að toppa allt hefur konan mín ekið í meira en sex ár á Suzuki Alto sem er indverskur bíll. Hann var ódýrasti bíllinn á íslenska markaðnum 2014 og hefur reynst alveg einstaklega vel sem ódýrustu og bestu kaupin. Á það samt að baki að honum hefur verið ekið bæði inn á Brúaröræfi alla leið inn undir Brúarjökul og um jeppaslóðir yfir í eyðifjörðinn Loðmundarfjörð.
Ómar Ragnarsson, 27.1.2021 kl. 12:59
Kennslustund frá USA og þér kæri Halldór um viðskipti við Kínverja, varðandi "belti og braut" er fámenni ÍSLENDINGA nauðsynleg. Árlegar flensusprautur og dauða plágur ásamt fjárfestingum um víðan völl er ógn við fámenni okkar.
Setjum tafarlaus landslög um "FULL STOP" á alla landasölu á ÍSLANDI, eyjum og annesjum. Ekki einn fermetri til sölu af veiðiám, fossum og virkjunum. Önnur lög gilda um húseignir í Reykjavík?
Ríkið skal tryggja bændum góð verð fyrir jarðir og veiðiár, en ekki erlendir fjárfestar.
Fyrir fáum dögum var maður á skyrtubol í viðtali á sjónvarpinu, sem var eins og eftirmynd "höfðingjanna" í sillicone valley í Californiu. Hann hafði ofur hugmyndir varðandi ÍSLAND, að mig minnir varðandi gróðurhús ofl. Hann var skýrmæltur og gáfulegur. Hefur einhver staðfestar fréttir um gang mála?
Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 27.1.2021 kl. 15:52
"Hver ber ábyrgð á lífi og dauða",spyr hæstaréttar lögmaðurinn Jón Magnússon, er hann skrifar um Covid pláguna í Morgunblaðinu 26.jan 2021. Jón vitnar í Morgan skipsstjóra á Karabiska hafinu er hann tók við stjórn sjóræninga skipsins, sem hann stjórnaði og spurði menn sína hvort þeir vildu stutt líf og skemmtilegt eða langt líf og leiðinlegt í hlekkjum. Áhöfnin valdi frekar stutt líf og skemmtilegt.
Jón vitnaði líka í forseta USA Ronald Regan; "Helsta skylda ríkisins er að vernda borgarana, en ekki stjórna lífi þeirra". Ég er sammála Jóni og Regan
Við kjósum menn til Alþingis, sem virða rétt kjósenda og réttlæti. Veljum Leiðtoga og þjóðernissinna, sem sinna þörfum ÍSLENDINGA. Gerum allt sjálfir án tilsagnar frá getulausum Alþjóðasinnum og Glóbalistum, sem kosta fámenni Íslendinga miljarða í kostnað.
Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 27.1.2021 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.