Leita í fréttum mbl.is

Vírusaverksmiðjur Veraldarinnar

blómstra í Kína þar sem fjöldinn er mestur.

Opnu matarmarkaðirnir eru uppsprettan. Þar liggja dauðar leðurblökur og ferskt kjöt án  umbúða og flækingshundar sleikja söluborðin. Í sveitinni er búfénaðurinn í stíum undir svefnloftum bændanna.

Það er þarna sem pestirnar verða til sem breiðast út um heiminn.

Einungis framfarir í læknavísindum okkar hafa getað bægt þessari stöðugu vísrusaframleiðslu  frá okkur og gert þær skaðlausari. En  vestræmum yfirvöldum virðist ofvaxið að skilja þetta og reyna að semja við Kínverja um allt annað en þetta. En stjórnarfarið í Kína er þá með Þeim hætti að þau eru máttugri til hvers sem er vilji þau beita sér af afli.

Því eru erfða-og lækningavísindi okkar að verða æ þýðingarmeiri eftir því sem þröngbýlið vex. Það virðist erfitt að koma böndum á fólksfjölgunina sem kemur með 4.45 börn fædd á hverja sekúndu en auðvitað flest þar þar sem erfiðast er að sjá fyrir þeim. Fátæktin vex,fáfræðin og flóttamannavandamálið  einnig með framrás ISLAMS og annarra hindurvitna.

En þegar við erum að senda pótentáta á þing hjá alþjóðasamtökum þá tala þeir meira um  loftslagsmál og mannréttindi frægra einstaklinga, viðskipti og vegabréf heldur en raunverulega vandamalið sem er fólksfjölgunin á jörðinni.

Ef mannkynið nær ekki tökum á því meginvandamáli fjölgar mannskæðum vírusum hraðar en að við getum greint þá. Náttúran mun hefta vöxtinn í mannkyninu vilji það ekkert gera sjálft.

Pestir sem verða jafningjar spönsku veikinnar, svarta dauða, SARS,SARS COV-2,influensur A-Ö,  Ebolu og hvað þær heita allar þessar kúlur djöfulsins, verða þá þau umhugsunarefni sem hæst munu bera. Mannkynið er að komast á eða er komið á endastöð þolmarka vistkerfisins, ekkert land er að verða eftir fyrir villt dýr önnur en manninn eins og við sjáum þegar tígrisdýrin væru líklega að verða útdauð ef ekki er hægt að smala þeim í búr í Bandaríkjunum og þannig má lengi telja.

Heilbrigt fjölskyldulíf eins og við höfum haft í hávegum virðist frekar á undanhaldi en hverskyns afbrigði í kynlífi, ná meiri útbreiðslu og athygli. Ef þetta vinnur á móti fólksfjölgun,þá kemur spurning hvort ástæða sé til að amast við þessu eins og gert er?.

Verði fjöldavandamálið óviðráðanlegt á verður þá  brugðist við hungursneyðum á heimsvísu eða á hver að vera ábyrgur fyrir sér? Munu opinber heilbrigðiskerfi skipta sér af almannaheilsu alþjóðlega í framtíðinni eða tekur einhverskonar einangrunarstefna völdin? 

Ég verð feginn að þurfa ekki að svara auknu spurningaflæði á slíkum nótum sem munu samt heyrast þó síðar verði ef grundvallarspurningunni verður ekki svarað. Hversu margir ætla  jarðarbúar að verða í lok aldarinnar?

Vírusaverksmiðjur veraldar ganga þegar fyrir fullum dampi og hætta ekki þó að við höggvum einn og einn nýjan, ef á skal ei að stemmd eins og Ás-Þór gerði sér ljóst fyrir margt löngu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Norður Amerika og Kristinn Evrópa hafa gert Kína að stórveldi. Öll vísindi, framleiðsla og peningar voru send þeim í byrjun. Kínverjar eru í mínum huga gott fólk, en kommunistaflokkurinn hefur veg og vanda í allri stjórnun og keppir nú að heims yfirráðum með ofurfjármuni. Flestir óttast þá og við ÍSLENDINGAR, sem kynntust Núbó og hugsuðum stórlandakaupum. Ögmundur fær hrós fyrir sína frammistöðu.

    • Næstu alþingiskosningar eiga að snúast um alvörumál: Landasala verður ekki leyfð, ekki einn fermetir, til erlendra fjárfesta og stórþjóða.

    • Hjörleyfshöfði fyllti mælinn auk laxveiðiáa og lönd bænda um allar tryssur. Ríkið skal greiða gott verð og fjárfesta í þessum eignum.

    • Tryggjum ómengaða framleiðslu ÍSLENDINGA og seljum allt sjálfir. Tryggjum fiskimiðin, sem okkar eign.

    • Bændur eru hluti af og tryggja "hálendið".

    • Loftslags ómur demokrata á heimsvísu með hundruð miljarða tilkostnaði hrýfur ekki fámenni ÍSLAENDINGA.

    • Sýnum fulla snyrtimennsku á hálendinu og i óbyggðum.

    • Spörum og verum tillitssöm um okkar mál. 

    • Glóbalistar og Alheimsrugl er ekki fyrir fámenni ÍSLENDINGA.  Gerumst ekki húskarlar í eigin landi.

    Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 29.1.2021 kl. 14:08

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Höfundur

    Halldór Jónsson
    Halldór Jónsson

    verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

    -ekki góður í neinu af þessu-

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (23.4.): 0
    • Sl. sólarhring: 6
    • Sl. viku: 46
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 43
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Eldri færslur

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband