Leita í fréttum mbl.is

Hlustum á Lögregluna

Mikið var ég feginn að þurfa ekki að horfa á mynd af einhverjum Píratanum í Maðkaboxi Morgunblaðsins í dag heldur að horfa á mynd a alvöru manni sem ekki fer með fleipur í Píratastíl.

Reyndum lögreglustjóra, sýslumanni, júdókappa, æskulýðsleiðtoga og  vonandi einhvern tímann þingmanni Sjálfstæðisflokksins en er staddur í Miðflokknum sem millilendingu núna. Það rann upp fyrir mér að ef fólk ekki kýs Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn í næstu kosningum það aukast líkur á að næstu ráðherrar búi ekki yfir neinum af framantöldum kostum Karls Gauta Hjaltasonar.


karlgauti

En Karl Gauti skrifar alvörumál í dag sem vert er að staldra við.

"Margoft á undanförnum árum hefur lögreglan varað við uppgangi skipulagðra glæpasamtaka. Ísland hefur verið tiltölulega friðsælt og öruggt land og þannig viljum við að það verði áfram.

Í vikunni ræddi ég á Alþingi við ráðherra lögreglumála um fréttir af voðaatburði hér í borg og þær áhyggjur sem finna má í samfélaginu af þróuninni.

Fólki bregður eðlilega við þegar svo alvarlegir atburðir eiga sér stað og undrast þá hörku sem virðist viðgangast í undirheimunum. Staðreyndin er reyndar sú að þetta ætti ekki að koma á óvart.

Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur margsinnis bent stjórnvöldum á aukna hættu á uppgangi skipulagðra glæpahópa, oft með erlendum tengingum, t.d. í skýrslum 2017 og aftur 2019.

Greinarhöfundur hefur ítrekað, úr ræðustól Alþingis, bent á þessar alvarlegu viðvaranir innan úr lögreglunni og vorið 2018 efndi ég til sérstakrar umræðu á Alþingi um málefnið. Í síðustu skýrslu greiningardeildar 2019 er áhættan af skipulagðri glæpastarfsemi metin gífurleg, sem er hæsta stig áhættu. Þar er berum orðum sagt að geta íslensku lögreglunnar til að sporna við skipulagðri glæpastarfsemi teljist lítil.

Veikleikar sem raktir eru í skýrslunni eru taldir til þess fallnir að auka líkur á að magna neikvæðar afleiðingar af þessari brotastarfsemi.

Vísbendingarnar hafa verið skýrar og lögreglan hefur sjálf ítrekað varað við hættunni. Í skýrslum greiningardeildarinnar er málið talið varða þjóðaröryggi. Þessi staða er með öllu óviðunandi.

Ég tel að ekki hafi verið brugðist nægilega við ítrekuðum ábendingum embættis ríkislögreglustjóra. Skipulögðum glæpahópum virðist vaxa ásmegin. Af þessu tilefni gætu einhverjir spurt: Hvað á að gera?

Hvernig væri að hlusta á lögregluna?

Efla þarf lögregluna eins og margoft hefur verið kallað eftir. Auka þarf rannsóknarheimildir lögreglu. Bent hefur verið á að rannsóknarúrræði eru ekki fullnægjandi hérlendis miðað við önnur lönd.

Gæslu á landamærum þarf að stórefla. Markvissar úrbætur eru nauðsynlegar til að lögreglan geti tekist á við þessa hættulegu starfsemi og með því stuðlað að auknu öryggi þjóðarinnar."

Landamæri Íslands mígleka. Ekki lengur Kórónuveirunni einni heldur glæpamönnum. Þegar ferðamenn koma ekki vegna veirunnar þó stóreyskt fjöldi hælisleitenda sem ekki þurfa að gera grein fyrir sér.

Leigumorðingar erlendra glæpamanna eiga frjálsa för inn í landið til að vinna verk sín hér er þeim sýnist svo. Allt í boði Semu Erlu, Magnúsar Norðdahl. Helgu Völu, Open Borders og Sorosar.

Menn eins og Karl Gauti né Lögreglan fá ekki hlustun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Kallast þetta ekki að skjóta sig í fótinn Halldór, eða er þetta dulbúin gagnrýni á flokk þinn.

Það eru fáir alvörumenn eftir í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, umræðan um orkupakkann afhjúpaði þá flesta sem liðleskjur þegar á reyndi.

Smæstir eru líklegast þeir sem hafa skrifað lærðar greinar um samfélagslegan kostnað reglufargansins, en skauta algjörlega framhjá rótinni, sem er innleiðing þeirra í gegnum EES samninginn.  Tala síðan um fullveldi en kyngdu orkupakkanum.

Karl Gauti er vissulega ferskur á þingi, talar mannamál, leggur sig fram um að hitta venjulegt fólk, setja sig inní líf þeirra og kjör.  Hann kom á þing fyrir Flokk fólksins, drakk síðan einn bjór á Klaustri, lenti að ósekju í nornafárinu sem fylgdi í kjölfarið.

Sem reyndar var til góðs, hann er öflugur í þingflokki Miðflokksins.

Þú varst kannski að tala um þann flokk allan tímann en skrifaði Sjálfstæðisflokkurinn af gömlum vana.

Hvert veit um sína innri duld.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.2.2021 kl. 11:54

2 identicon

Við Halldór minn,

kjósum þá vitaskuld slíkan mannkostamann,

Miðflokks þingmanninn, Karl Gauta.

Þar höfum við góðan sjálfstæðismann.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.2.2021 kl. 12:37

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já þar skaut ég mig illilega í fótinn og gerði í buxurnar. Már datt bara ekki í hug að karl Gauti gæti verið ennarsstaðar en Í Sjálfstæðislfokknum. Búinn að gleyma Klaustursbarnum og öllu því.

Ja þvílíkur aulaskapur.

Halldór Jónsson, 19.2.2021 kl. 13:55

4 Smámynd: Halldór Jónsson

En maður heldur bara í vonina að hægt verði að mynda stjórn eftir kosningar og að tætingsliðið fá ekki tækifæri til að mynda aðra bullstjórn með einhverjum Skjónaflokki.

Halldór Jónsson, 19.2.2021 kl. 13:59

5 identicon

Karl Gauti Hjaltason og þeir Klausturbræður hafa álit, þroska og þekkingu á virtu ALÞINGI. Allir "gamlir sjálfstæðismenn"? Þeir börðust fyrir Orkuna og Virkjanir og íslenska ómengaða framleiðslu sjávarútvegs, bænda og gróðurhúsa.

Miðflokkurinn er heppinn að hafa þá innanborðs. Þeir eru á móti ESB óværunni og reglufargani og getuleysinu í Brussel. Hælisleitendur og flóttafólk á ÍSLANDI eru orðnir fleiri en allir vinir okkar Færeyingar, en þeir eru um 60þúsund. ALÞINGI er ekki að vinna að óskum þjóðarinnar, sem berst í bökkum atvinnuleysis og Kína plágunnar frá Wouham í Kína.

Ég vil sanna ÍSLENDINGA á ALÞINGI. Menn sem eru andsnúnir ESB vistinni, Alþjóða og Glóbalistum. Sjálfstæði og Fullveldi okkar verði tryggt. 

    • Við seljum ekki 1/einn fermetir af Landinu okkar til erlendra auðkýfinga og stórþjóða.

    • Verjum Fossa, Veiðiár og öll Annnes.

    • Margir tárast yfir sölu jarða og vatna umhverfis Vík í Mýrdal.

    • HJÖRLEIFSHÖFÐI fyllti mælinn fyrir 489 miljónir? Vikur, Sandur, Skipsströnd og SAGAN okkar. ÍSLENDSKA ríkið skal fjárfesta í jörðum bænda.

    • Setjum Landslög og bann við sölu á öllu landi til erlendra auðkýfinga og stórþjóða.

    • Orkan, Virkjanir, Heita Vatnið og Sæstrengur er okkar séreign ÍSLENDINGA.

    • Hælisleitendur, flóttamenn og fjölmenning er vægast stjórnlaus frá ALÞINGI. Innflutningur í Kristinni Evrópu er stjórnlaus innan ESB.

    • ÍSLENDINGAR vilja ekki vera húskarlar í eigin Landi. 

    Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 19.2.2021 kl. 21:30

    6 Smámynd: Halldór Jónsson

    SLENDINGAR vilja ekki vera húskarlar í eigin Landi. 

    Jawohl Gísli !

    Halldór Jónsson, 20.2.2021 kl. 00:43

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Höfundur

    Halldór Jónsson
    Halldór Jónsson

    verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

    -ekki góður í neinu af þessu-

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (28.4.): 0
    • Sl. sólarhring: 6
    • Sl. viku: 44
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 42
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Eldri færslur

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband