Leita í fréttum mbl.is

Borgarlínuhugmyndirnar

halda áfram að veltast  fyrir mér

Kostnaðartölurnar við stofnun eru svo háar að manni sundlar við.

Að taka 2 akreinar fyrir Borgarlínu í miðju gatna finnast manni sóun á landi þegar sýnt er að BRT, hraðvagna strætókerfi sem keyrir hægra megin á götunni tekur minna pláss og er ódýra við stofnun vegna samnýtingar götuflatar einkabíla og almenningsvagna.

Ég var að hugleiða það hversu margir leigubílar standi auðir og bíði eftir viðskiptum mismunandi á tímum.

Google segir að fjöldi leigubílaleyfa sé nú 580 talsins. Hversu mörg  % þeirra munu leggja áherslu á næturþjónustu þar sem viðskipta er kannski meiri von en á daginn?

Eigum við að giska á að fjórðungur þeirra sé á ferð frá kl 6 til 12 á fyrri hluta  eða 150. Aðrir 150 á ferð 12-18 að kvöldi og 300 á ferð frá 18 - 6 að morgni. Ætli samnýtingarstuðulinn sé meiri en 0.5 eða á hverjum tíma standi kannski 75 -150 bílar og bíði.Mismunandi lengi? Mætti sjálfsagt rannsaka.

Ef við horfðum bara á fyrri hluta dagsins þá væru 75 bílar ekki i akstri á hverjum tíma.

Hugsanlega gætu einhverjir þeirra þeir stimplað sig inn til þjónustu við Borgarlínu á hverjum morguntíma. Yfir skemmri tíma, til dæmis þann tíma sem tæki að keyra ein heila bunu eftir Borgarlínunni, 13 km og 35 stoppistaði. Aksturstími getum við giskað á sem 1 klukkutími bunan. Farþegar fluttir kannski 20 stykki á bununa.

10 leigubílar inni á hverjum tíma myndu flytja kannski 200 manns á hverjum klukkutíma eða á 6 tímum 1200 manns .Á sólahring 4800 manns.

Hvað á einn Borgarlínu vagn að flytja yfir daginn? Er ekki glufa fyrir minni stofnkostnað með verktöku leigubíla inn og út? leigubílsstjóri stimplar sig inn fyrir eina bunu í einu eftir Borgarlínubraut.Frjáls að fara út eftir það.Fær greitt fyrir bununa.Þýðir Þetta ekki þéttari ferðir

Mikil einföldun á rekstri Borgarlínu væri ef engin fargjöld væri innheimt af farþegum í henni eða í strætó heldur alfarið greitt af skattgreindendum alveg eins og útvarpsgjaldið. þessir vagnar bara  keyra.

Sem farþegi myndi maður ekki fagna því að fá að fara inn í fínan bíl frekar en skítugan almenningsvagn sem kæmi þá sjaldnar. Og borga ekki neitt eins og á Kúbu. Hvernig er þetta í Japan?  

Eða eru Borgarlínuhugmyndirnar ekki löngu komnar út af hagrænum hugmyndum yfir á trúarbragðasvið hjá Borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík og víðar? 

Verða allar hugmyndir aðrar en opinberar  óðar dæmdar rugl um Borgarlínuhugmyndir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418271

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband