5.4.2021 | 16:43
Hugleiðing Ásmundar
Friðrikssonar á aðalfundi félags sjálfstæðismanna um fullveldismál er allrar athygli verð. Menn lesi þennan texta og hugsi sér hvor sé merkilegri pappír og þjóðhollari , Ásmundur þessi eða Björn Leví siðameistari Pírata með Þórhildi Sunnu og húsaleigusérfræðingnum á malbikunarjakkanum Jóni Þór sem kalla Ásmund öllum illum nöfnum vegna dugnaðar hans og yfirferð við þingstörf.
RÆÐA ÁSMUNDAR FRIÐRIKSSONAR ALÞINGISMANNS á aðalfundi Félags Sjálfstæðisfólks um fullveldismál (úrdráttur ritara).
Ásmundur óskaði formanni og nýkjörinni stjórn innilega til hamingju með kjörið. Hann kvaðst vera mjög þakklátur fyrir að fá að mæta á fund FSUS og geta verið hluti af hópnum. Hann hefði gjarnan viljað sjá mun fleiri félaga sína úr þingflokknum á fundinum til að heiðra samkomuna með nærveru sinni og hlusta á þar sem þar fer fram. Kvaðst sammála flestu því sem kom fram í ræðu Jóns formanns.
Síðan ræddi hann um fullveldishugtakið:
Hvað er fullveldi?
Þegar rætt er um fullveldið, þá velti ég því fyrir mér sem þingmaður hvernig fullveldið snertir okkur í daglegu lífi, einkum í atvinnulífinu á Íslandi? Þá verður manni hugsað til útvegsbóndans.
Í dag eru útvegsbændur einungis til á tyllidögum, karlar sem eiga trillur og nokkrar kindur. Nú eru þetta orðnar tvær stórar atvinnugreinar. En hvernig hefur þessum stéttum vegnað?
Þeim hefur að öllum líkindum vegnað mjög vel í upphafi í gjöfulu landi sem Ísland er. Í dag er staðan hjá bóndanum í Öræfum sem vill hætta búskap eftir 45 ára þannig að enginn vill taka við af honum vegna þess að búskapurinn stendur ekki undir þeim kjörum sem fólk vill lifa af í dag. Fæðu- og matvælaöryggi tengist óhjákvæmilega afkomu bænda sem er í dag fyrir neðan allar hellur. Það er fullkomin hætt á því að engin nýliðun verður í greininni vegna óviðunandi afkomu og þá hverfur þetta öryggi sem við viljum búa við í fæðu- og matvælaöryggi á Íslandi. Bóndinn í Öræfum sem á 400 ærgildi vill hætta búskap og þarf jafnvel að gefa stofninn af því að enginn vil hefja búskap með skuldum og tekjum sem eru í boði. Gefi bóndinn hjörðina er það gjafagjörningur sem þarf að borga skatt af. Bóndinn er því í afskaplega erfiðri stöðu við lok lífsstarfsins. Hefði sami maður aftur á móti gerst útvegsmaður og átt skip með 400 tonna kvóta þá fengi hann um 1,6 milljarða í sinn vasa ef hann seldi við starfslok. Þetta er munurinn á ævikjörum bóndans og útvegsmannsins í dag. Hugsum um það, að þó afkoma bænda sé óaðskiljanlegur hluti af fæðuörygginu í þessu landi þá er innflutningur einnig mikilvægur því olía, sáðvara, fiskiskip vélar og tæki þurfum við að flytja inn. Innflutningur landbúnaðarafurða þarf að taka mið af stöðu á markaði og þeirri staðreynd að Evrópusambandið tollar fisk- og landbúnaðar afurðir frá Íslandi. En við þurfum að hafa vilja til þess að standa með bændum. Þeir keppa við há laun og dýra þjónustu. Þeirra hlutur er oftast fyrir borð borinn. Í dag er það þannig að íslenskt lambakjöt er 3. dýrasta lambakjöt í Evrópu en íslenskir bændur fá lægst hlutfall af þeim tekjum í sinn vasa af öllum bændum í Evrópu. Það er verkefni okkar að bæta kjör bænda, lækka skattana og álögur á fólkið. Láta okkur líða betur í þessu samfélagi.
Þriðji orkupakki ESB og fullveldið
Fyrir um ári síðan þegar við stofnum þetta félag okkar og við vorum að ræða innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög, þá vorum við að ræða nákvæmlega þetta sama mál. Verðmætasköpun auðlindanna og hver á að ákveða hvað á að gera við orkuna, sameign okkar? Á að senda hana óbeislaða úr landi og nýta hana til virðisauka erlendis eða nýta til innlendrar verðmætasköpunar og vel borgandi starfa. Þetta var það sem sameinaði okkur, draumur um verðmætar auðlindir í okkar eigu og umsjón.
Fullveldið og sjávarútvegurinn
Fáir í þingflokki Sjálfstæðisflokksins eru nær sjávarútveginum en ég og ég tel mig þekkja vel til greinarinnar og ég hef alla tíð verið talsmaður kvótakerfisins. En ég hef aldrei verið talsmaður vondrar umgengni þeirra og hvernig þeir fara með þau verðmæti sem þeim er trúað fyrir og snerta afkomu annarra. Þar eru ákvarðanir teknar, nánast á hverjum degi hvort fiskurinn sem dregin er úr sjó er unnin í landinu eða fluttur óunnin til útlanda. Ákvörðun um það hvort virðisaukinn af afurðinni verður til í landinu eða hvort hann verður til í útlöndum ætti að vera okkar sameiginlega hagsmunamál. Það er óréttlæti sem ég sætti mig ekki við og Sjálfstæðisflokkurinn þarf að hafa að spyrna við í þeirri umræðu. Sjálfstæðisflokkurinn er meðfylgjandi kvótakerfinu og var eini flokkurinn á Alþingi sem greiddi atkvæði á móti framsali fiskveiðiheimilda sem öll lætin snúast um í dag. Árið 2019 óskaði ég eftir umræðum í Atvinnuveganefnd að taka á útflutning á óunnum fiski. Íslendingar flytja út um ca. 40.000 tonn af óunnum fiski á ári. Verðmætasköpunin og virðisaukinn af því magni verður til í öðrum löndum. 40.000 tonn af fiski er atvinna í hátæknifrystihúsi fyrir um 300-350 manns. Hvaða samfélag þarf ekki á slíkri atvinnustarfsemi að halda? Brim vinnur um 24.000 tonn á ári og skapar atvinnu fyrir 150 manns í frystihúsi félagsins á Granda. Brim skilar gríðarlega góðri afkomu og er til fyrirmyndar í öllu því sem þeir gera. Brim er á hlutabréfamarkaði og þar eru upplýsingar úr rekstrinum sem kallað er á í samfélaginu skilyrði. Upplýsingaskylda fyrirtækja á markaði ætti að leiða til þess að fleiri af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjunum væru þar inni. Það mundi skapa aukna með auknu aðgengi upplýsinga. Það er að gerast að stóru fyrirtækin kaupa ársreikninga smærri þjónustufyrirtækjanna. Þau hringja svo og segja: Reikningurinn í síðasta mánuði var allt of hár hjá þér! Ég var nú bara að skoða afkomutölurnar þínar og ég óska eindregið eftir því að eiga þátt í þessum hagnaði sem þú ert að mynda hjá þessu fyrirtæki. Þú ert að græða mikið og ég vil eiga þátt í því og þið verðið að lækka reikningana til okkar. Á sama tíma greiða fyrirtækin eigendum sínum milljarða í arðgreiðslur. Góða afkoma er mikilvæg, líka fyrir þá litlu. Ég þekki sjálfur til lítils fyrirtækis sem var komið að fótum fram eftir að hafa í 7 ár gefið 40% afslátt af allri sinni vinnu, öll árin, hvern einasta klukkutíma! Þegar maður snýr svo peningnum við og veltir því fyrir sér hvernig útgerðin fór að við skiptingu verðmæta af veiði loðnu sem loksins lét sjá sig eftir tvö mögur ár. Þá er tekin ákvörðun um hvað sjómennirnir fá í hlut. Útgerðin ákveður að 33% af verðmætunum sem þar eru sköpuð verði notað til að borga fyrir fiskinn sem kemur úr sjónum þegar fiskiðnaðurinn almennt býr við að lágmarki um 50 - 70% hráefniskostnað. Með þessu fá sjómennirnir lægri laun, þeir greiði lægri skatta og hafnarsjóðirnir fá lægri tekjur. Þá lækkar grunnurinn að veiðigjaldinu og svo er kvarta yfir því að það sé allt of hátt. Það ríkir engin sátt um að svona verði áfram staðið að málum. Sterk og stöndug útgerð og vinnsla er mikilvægur efnahagslegur þáttur í landinu en það verður að ríkja sátt um skiptingu verðmætanna og hlutur samfélagsins má ekki vera fyrir borð borinn. Á síðustu loðnuvertíð sýnist mér framlegðin í frystingunni hafa verið um 50%. Þetta þýðir að hafi loðnuvertíð verið 30 milljarðar þá var rúmur helmingur af því skilgreindur sem framlegð. Hefðu þeir sjálfir þurft að gefa 40% afslátt, eins og ungi maðurinn með fyrirtæki sitt, þá hefðu tekjurnar ekki verið nema 18 milljarðar. Hvernig hefði þá farið fyrir vinnslunni? Á sama tíma og við flytjum störf til Evrópusambandsins erum við að keppa við markað sem greiðir lægri laun og þar eru stofnstyrkir við uppbyggingu fiskiðnaðarins 80% af kostnaði. Hvernig eigum við að keppa á þeim markaði um verð á ferskum fiski. Á sama tíma er ESB með tolla á margar tegundir fiskafurða frá Íslandi t.d. flatta löngu, makríl er kallað eftir að afnema tolla á innfluttum landbúnaðarafurðum. Þegar Ísland varð þátttakandi í viðskiptabanni ESB á Rússland var þess óskað að í staðinn hætti ESB að leggja tolla á íslenskar afurðir. Því var harðlega neitað. Samt eltum við ESB í þessu rugli sem viðskiptabannið er og við töpuðum á því vel borgandi mörkuðum og stórsköðuðum útflutning Íslands á makríl og landbúnaðarafurðum. Einungis einn þingmaður stóð í lappirnar á Alþingi gegn viðskiptabanninu (innskot ritara: lesendur geta giskað á hver það var).
Fullveldið birtist okkur daglega með einhverjum hætti
Við þurfum að líta okkur nær þegar við íhugum fullveldi Íslands. fullveldið birtist í fleiri þáttum en einungis í góðum ræðum og skrifum. Það birtist í afkomu fólksins á hverju degi og þar sé ég fullveldið snerta okkar í hversdeginum. Ræðum hvernig fæðuöryggi, afkoma bænda, afkoma sjómanna, afkoma sveitarfélaganna hafnanna og í raun allra, tengist í rauninni því fullveldi sem við viljum búa við í sátt sem samfélag. Við viljum að verðmæti auðlinda landsins verði að virðisauka fyrir fólkið í landinu. Að auðlindirnar skapi hér vel launuð störf og við höldum áfram að þróa atvinnugreinarnar sem með styrk sínum skapa skjól og tækifæri fyrir nýsköpun í landinu. Þess vegna höfum við tekið til umræðu í atvinnuveganefnd þingsins útflutning á óunnum fiski. Þar eru tækifæri sem við verðum að skoða og þar ættu hagsmunir samfélagsins að ráða í samkeppni við ríkisstyrkta fiskvinnslu í Evrópusambandinu og lág laun. Það er verkefni sem ég vil ræða og finna á lausn með Sjálfstæðisflokknum í forystu.
Staða Sjálfstæðisflokksins;
Það er full ástæða fyrir okkur Sjálfstæðismenn til að eiga þennan góða félagsskap hér til að ræða þessi mál frá mjög mörgum hliðum. Við þurfum að vera ófeimin að standa vörð um afkomu og hagsmuni fólksins í landinu. Ekki sérhagsmuni, heldur hagsmuni samfélagsins alls! Þegar ég heyrði fyrstu ræðu Jóns Magnúsonar núverandi formanns félagsins fyrir rúmum 40 árum vorum við allir þar. Peyjarnir á bryggjunni í Vestmannaeyjum voru allir í Sjálfstæðisflokknum. Þeir eru færri í dag sem vinna á bryggjunni og kjósa Sjálfstæðisflokkinn þegar kemur að Alþingiskosningum. Þá er eins og margir treysti sér ekki til að kjósa flokkinn til Alþingis eins og hann er í dag. Ég þori þó að fullyrða það að í mínu kjördæmi kjósa í sveitarstjórnarkosningum um 50% Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Allt frá Suðurnesjabæ og austur að Höfn og við sjáum tölur eins og 74% í Rangárþingi Ytra og slíkar tölur hafa einnig sést úti í Vestmannaeyjum en þegar kemur að skoðanakönnum um Alþingi erum við rétt í rúmum 28% í Suðurkjördæmi og 24% á landsvísu. Hvað veldur þessum mun? Við þurfum að hugsa vel um það. Ég hef haldið því fram að flokkurinn hafi fjarlægst fólkið, ekki öfugt.
Að lokum
Ég er Þakklátur fyrir að fá að vera með ykkur hér í dag. Ég mun taka undir þá rödd sem hér fær að heyrast og kallað er eftir í okkar flokki og úti í samfélaginu eins og við höfum heyrt á opinberri umræðu. Lifandi umræða um fullveldið í hversdeginum er mikilvægt innlegg sem hér er opnaður vettvangur fyrir. Þakka fyrir að fá að hitta ykkur þetta góða og skemmtilega fólk og finna hvað allir eru velkomnir til umræðu um þessi mál. Ég óska félaginu og ykkur öllum Guðs blessunar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ásmundur Friðriksson hljómar eins og Sjálfstæðisflokkurinn gamli, landið og miðin, flokkur allra stétta, með föðurlands ást og vill veg ÍSLANDS, sem mestan á eigin vegum. Okkar staða með NATO, er mikilvæg eins og Keflavíkurflugvöllur, sem Amerikumenn gáfu okkur. Ásmundur er fullorðinn, heiðarlegur með reynslu og ríka ást á landinu okkar. Í dag er hann í fyrsta sæti sem landbúnaðarráðherra og sjávarútvegs?
ÍSLAND er eftirsótt af heiminum varðandi sjávarútveg og allar fiskafurðir í fyrsta sæti. Bændur og Gróðurhús eru í topp sætum gæðanna vegna. Við erum bestir með ómengaðar afurðir, sem heimurinn fagnar og leitar eftir. ÍSLAND, sem fann Ameriku árið 1000 - 492 árum á undan Kólumbusi.
Útflutningur með flugvélum og skipum hugsanlega undir þöndum seglum og rafmagni.
Ásmundur þakkaði ungum sjálfstæðismönnum og öllum öðrum Guðs blessunar í lok fundar
Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 6.4.2021 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.