21.4.2021 | 11:04
Sigurður Oddsson
ritar skynsamlega í Morgunblað dagsins:
"Eitt vorið, þegar ég átti heima í Zürich, fór fram mikil rannsókn á götum sem þóttu óeðlilega mikið slitnar. Vegsnið voru mæld um alla borgina. Alls staðar var mikið slit miðað við fyrri ár. Rannsókn á steinefnum og bindiefnum malbiks leiddi í ljós að gæðin voru í lagi. Næsta vor staðfestu mælingar áfram óeðlilega mikið slit. Það var ráðgáta, þar til kom í ljós að ástæðan var augljós: Nagladekkin.
Svissarar bönnuðu strax nagladekk í öllu Sviss. Einföld lausn, sem virkaði strax. Sama ættum við að gera. Við getum það alveg eins og Sviss með alla sína fjallvegi í Ölpunum. Minnisstætt frá vetrinum á eftir eru sjónvarpsskot sem sýndu skíðatúrista naglhreinsa bíla sína á landamærunum.
Í Sviss greiðir almenningur ekki fyrir sérþarfir annarra með sköttum og því var auðvelt að banna nagladekkin. Það kostar að malbika og í Sviss eru vegir malbikaðir á margra ára fresti og ekki annað hvert ár, eins og sums staðar.
Bannið hafði ekkert að gera með svifryk. Í Sviss er ekki svifryk, því vegir eru hannaðir með réttum halla fyrir regnvatnið að renna í niðurföllin. Rigningar sjá að mestu um þvottinn, en þess á milli eru götur spúlaðar og bununni beint í niðurföllin.
Hjá okkur rennur regnvatnið eftir hjólförum í malbikinu og nær ekki í niðurföllin. Þetta getur hver og einn skoðað við keyrslu um bæinn í rigningu. Þannig skemmir vatnið götur borgarinnar um leið og umferðin hefur myndað hjólför. Stórir trukkar og strætó skemma mest og þyrla upp mestu svifryki.
Svifrykið hjá okkur er aðallega vegna þess að götur eru lítið eða ekki þvegnar. Við erum laus við rykið á meðan vegir eru blautir, en svo gýs það upp um leið og þornar. Það þarf ekki mikil vísindi til að sanna að með lækkun hámarkshraða úr 50 í 30 km/klst minnkar svifryk. Það réttlætir samt ekki lækkun hraðans, sé dæmið skoðað til enda. Lækkunin er það vitlausasta sem ég hefi séð koma frá borgarskipulaginu að mörgu öðru ólöstuðu; nú seinast tugmiljarða láni í þeim tilgangi að halda borginni grænni. Hvað verður það næst?
Áætlað er að umferðartafir kosti 15 milljarða á ári. Þær munu snaraukast við lækkun hraðans og fara stigvaxandi ár frá ári. Það verður komið algjört kaos löngu áður en borgarlínan (sem öllu átti að redda) verður tekin í notkun. Kostnaður borgarlínu var áætlaður að stærðargráðu 100 milljarðar, en gæti orðið tvöfalt meiri, ef að líkum lætur. Framtíð komandi kynslóða Reykjavíkur er ekki björt með þetta allt í arf og það á sama tíma og fyrirtæki flýja borgina."
Ertu ekki að skauta framhjá aðalvandamálinu kæri Kollega?
Ónýt slitlög.
Malbikið okkar slitnar upp ótrúlega hratt. Steypt slitlög mörgum sinnum hægar.
Á Vesturlandsvegi er steypt 22cm slitlag að finna í Kollafirði sem var steypt 1972. Var þá ódýrara en 15 cm malbik.
Þykktin var svona mikil til þess að hægt væri að fræsa ofan af því 5 cm og hafa burðarþolið óskert. Ekkert hefur verið fræst né viðgert á þessari hálfu öld sem liðin er þrátt fyrir nagladekkjaumferðina. Svifryk getur ekki myndast ef slitlagið slitnar ekki eða hvað?
Á bloggsíðum minni stendur:
Fyrir aldarfjórðungi var áhrifamaður í framkvæmdum í Kópavogi Gunnar nokkur Ingi Birgisson verkfræðingur fyrir Sjálfstæðisflokkinn ásamt Sigurði Geirdal fyrir Framsóknarflokkinn. Í þeirra regeringstíð tók Kópavogur miklum stakkaskiptum og framkvæmdir margfölduðust í gatnagerð sem öðru. Smáralindin var byggð og mikið gatnakerfi lagt í tengslum við hana.
Eitt af því sem þeir Gunnar ákváðu var að steypa götuna framhjá henni, frá Dalsmára upp að Lindavegi. Þeir ákváðu að 14 cm.þykkt væri nóg til að þola umferðina en vanda steypuna úr gæðabergi.
Þegar maður skoðar götuna í dag eftir aldarfjórðungs þungaumferð nagladekkja, þá undrast maður að það sjást varla nokkur hjólför eða slit í yfirborðinu. Það er því ekkert hráefni þarna á ferðinni fyrir svifryk. Stöku sprungur sjást vegna þess að undirlagið sem var blöðrótt bögglaberg, molnar vegna titrings frá umferðinni og hefði betur verið úr þéttara bergi.
Þeir Gunnar ákváðu þetta á þeim grundvelli að þessi steypa var ódýrari en sambærileg þykkt af malbiki.Auk þess sem þeir bjuggust við að steypan myndi slitna margfalt hægar en bikið sem nú hefur komið áþreifanlega í ljós.
Á Vesturlandsvegi má sjá 22 cm þykka steypu sem er hálfrar aldar gömul sem ekkert viðhald hefur fengið á sínum líftíma. Og er hvergi búin að vera.
14 cm steypa þeirra Gunnars frá Dalsmára að Smáralind hefur enst ótrúlega vel og sýnir vel framsýni þeirra. Það er hvergi komið að viðhaldi á þessari götu frá Dalsmára að Smáralind. En búið er að setja þunnt malbik ofan á steypuna frá Smáralind þaðan að Lindarvegi.Ekkert svifryk myndast á steyptu leiðinni og engra hraðatakmarkana er því þörf á þeim kafla.
Nú eru engir djarfir stjórnmálamenn eða verkfræðingar í valdastöðum sem þora að fara aðrar leiðir í gatnagerð heldur en með innfluttri tjöru. Vélarnar eru til í landinu. En djörfungin ekki lengur til að minnka svifrykið."
Það kostar örlítið lengri lokun á götu að steypa hana. En það þarf ekki að loka henni aftur næstu árin. Og þeir Gunnar sýndu að 14 cm þykkt dugar til burðar ef undirlagið er gott. Og verðið er samkeppnisfært.
Nagladekkin spara slys og mannslíf og eru algerlega nauðsynleg á Íslandi. Hvernig á maður að keyra fjallvegina öðruvísi á glærri hálku?
Skoðaðu þessa kafla þeirra Gunnars í Kópavogi Kollega Sigurður Oddsson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þeir hugsa skynsamlega í peningalandinu Zurich í Sviss. Naglarnir í vetrardekkjunum eyðilögðu vegakerfið í borgum og úti á þjóðvegum. Naglarnir voru fjarlægðir og vegirnir jöfnuðu sig og voru endurnýjaðir. Við í Reykjavík og á suðurlandinu þurftum enga nagla í ár.
Bíllaus höfuðborgin á 40km hraða með bleyju fyrir andlitinu er ekki spennandi fyrir venjulegt fólk og almenn viðskipti.
Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 21.4.2021 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.