Leita í fréttum mbl.is

Einkunnagjöf sveitarstjórna?

á höfuðborgarsvæðinu?

"Sveitarfélagið Árborg fékk 8.895 umsóknir um 52 lóðir sem auglýstar voru í öðrum áfanga nýs hverfis, Björkurstykkis, á Selfossi. Um 120 íbúðir verða á þessum lóðum. Ásókn í lóðir á Selfossi er meiri en nokkru sinni og útlit fyrir áframhaldandi fjölgun íbúa.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, segir að einstaklingar og fyrirtæki sæki um lóðirnar. Hann telur að einhver byggingarfyrirtæki hafi sótt um allar lóðirnar á nokkrum kennitölum en tekur fram að það breyti ekki heildarmyndinni.

Eftirspurnin sé mikil.

„Sem betur fer höfum við byggt upp rafrænt ferli fyrir umsóknir og útdrátt,“ segir Gísli Halldór og bendir á að það auðveldi mjög úrvinnsluna. Í byrjun maí verður varpað hlutkesti um það hvaða umsækjendur fái þessar eftirsóttu lóðir. Það er gert í excelskjali og hefur fulltrúi sýslumanns eftirlit með því. Spurður hvort eftirspurnin verði ekki til þess að framboð á lóðum verði aukið, segir Gísli Halldór að skipulagt hafi verið stórt hverfi í framhaldi af þeim hluta sem nú var auglýstur. Þar geti risið um þúsund íbúðir á næstu tíu árum. Hins vegar stilli bærinn undirbúningi og gatnagerð við eftirspurn, bæði hjá bænum og einkaaðilum sem séu að undirbúa íbúðahverfi með um 2.500 íbúðum á nokkrum stöðum á Selfossi.

Flóðgáttir opnast

„Það er eins og allar flóðgáttir hafi opnast. Við sjáum fram á að íbúum fjölgi um 7% á þessu ári en um 10- 11% á ári á næstu árum,“ segir Gísli. Kennsla hefst í nýjum skóla í Björkurstykki í haust, í bráðabirgðahúsnæði, og bygging varanlegs húsnæðis hefst á næsta ári. Segir Gísli að nú þurfi að huga að staðsetningu og byggingu næsta skóla sem verði tilbúinn eftir fjögur ár."

Þessi fjöldi getur ekki komið annarsstaðar frá en af höfuðborgarsvæðinu. Þetta sýnir þá að fólkið er ekki ánægt þar sem það er. Eitthvað vantar.

Í Reykjavík blasir blokkasæknin við, þéttingarstefnan og Borgarlínuhugsunin. Alger skortur á sérbýlisúrræðum hefur verið þar lengi. Líklega hefur svo verið víðar á svæðinu.

Spurning er hvort sveitarstjórnarfólk þarf ekki að hugleiða hvað veldur þessum flótta frá þeim svæðum sem því er trúað fyrir.

Þorlákshöfn er farin að sækja stíft inn á hefðbundið  hlutverk Reykjavikur í stórflutningum.

Hvar á næsti alþjóðaflugvöllur að koma til dæmis? Ekki frekar í Kaldaðarnesi fremur en í Hvassahrauni af fleiri en einni ástæðu?

Verða sveitarstjórnarmenn ekki að skoða þetta sem einskonar einkunnagjöf borgaranna fyrir stefnumálin og frammistöðuna  á undanförnum árum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418280

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband