Leita í fréttum mbl.is

Orsakir verðbólgunnar

eru skráðar í Staksteinum Morgunblaðsins með myndum af Sólveigu Önnu og Ragnari Þór.

Ágeir Jónsson Seðlabankastjóri var búinn að segja það skoðun sína að hagsmunahópar réðu of miklu á Íslandi.

Satt mun það vera að það sem sumum finnst það frekar vera skipulagðir bófaflokkar sem kalla sig verkalýðsfélög og tefla gegn almannahagsmunum í eiginhagsmunaskyni sem hafa tekið sér gíslingavald yfir þjóðfélaginu sem verður að standa og sitja sem þessir flokkar bjóða og ákveða einhliða. Þeir ráði því sem þeir ráða vilja í skjóli ólýðræðislegs fámenniskjörs í fjölmennum félögum. Til dæmis situr Sólveig Anna sem formaður Eflingar í skjóli tíunda hluta atkvæða í félaginu. Völd hennar í þjóðfélaginu eru langt umfram það sem þetta gefur tilefni til.Sömu sögu er að segja um Ragnar Þór. Hans styðst við brot af félagsmönnum í stærsta verkalýðsfélagi landsins, V.R.

Þetta tríó hefur vald til að móta krónulega velferð almennings í landinu og í raun skáka öllum hagstjórnartækjum og stofnunum landsmanna.Ekkert pólitískt skipað ríkisvald þorir að fara gegn þessum flokkum.

Svo segja Staksteinar:

"Verðbólgan hér á landi er orðin of mikil. Hún fer vonandi ekki úr böndum, en verðbólgumælingarnar þarf að taka alvarlega. Ýmislegt hefur áhrif til hækkunar, en það er líka ýmislegt sem hefur áhrif til lækkunar. Við venjulegar aðstæður ætti núverandi ástand í efnahagsmálum, sem orsakaðist af kórónuveirufaraldrinum, að draga úr verðbólgu. Samdráttartími er almennt ekki verðbólgutími.

Hér hefur það engu að síður gerst að í miðjum heimsfaraldri – þeim skæðasta í manna minnum – lætur verðbólgudraugurinn á sér kræla.

Hver skyldi vera skýringin á þeirri ógæfu ofan á hina?

Þó að heimsfaraldurinn sé eðli máls samkvæmt utanaðkomandi vandi sem Íslendingar höfðu ekkert með að gera, þá er verðbólgan sjálfskaparvíti.verðbólgan

Hér á landi gerðist það að á sama tíma og atvinnulífið glímdi við margvíslegan vanda fóru forystumenn úr verkalýðshreyfingunni fram af miklu offorsi og óbilgirni og þvinguðu fram launahækkanir sem voru algerlega úr takti við það sem atvinnulífið gat ráðið við.

Seðlabankastjóri hefur bent á að hagsmunaaðilar hér á landi hafi stundum of mikil áhrif „sem séu landinu ekki til heilla“. Vart er til skýrara dæmi um það en fyrrgreindar þvingunaraðgerðir."

Enda eru launhækkanir hér á landi ferfaldar við það sem annarsstaðar gerist, verðbólga fimmföld og vextir sexfaldir.

Sagter að almennar launahækkanir hafi ekki orðið árum saman í Þýzkalandi og efnahagur þess stendur mun styrkara en víða annarsstaðar gerist.Á það hefur verið bent að stundum hefði borgað sig betur fyrir launþega að fá taxtalækkun yfir línuna heldur en taxtahækkun til þess að öðlast betri kaupmátt launanna. En útilokað virðist vera að ræða við verkalýðsforystu um hagfræði eða skynsemi.

Það virðist stundum vera bara kröfuhreystin sem sé mælikvarði á frammistöðu forystumannsins í augum viðhlægjendanna og kjaftgleiddin við kröfugerðina sem skipti máli þegar kemur að endurkjöri í félaginu þar sem þeir æstustu mæta einir.

 

Hvernig á að sjá einhverja skynsemi í ástandinu á íslenskum vinnumarkaði. Svo segir í Morgunblaðinu:

"„Nákvæm greinargerð um síðustu kjarasamningalotu er að mínu mati einna merkilegasta framlag þessarar skýrslu. Þessi og aðrar kjaralotur sem reglulega ganga yfir landið eru afar umfangsmiklar og fyrirferðarmiklar í opinberri umræðu,“ segir Hannes G. Sigurðsson, ráðgjafi stjórnar og framkvæmdastjórnar SA og einn skýrsluhöfunda.

Hann tekur sem dæmi að í yfirstandandi samningalotu hafi fyrstu stefnumarkandi samningarnir verið undirritaðir í apríl 2019. Viðræður höfðu þá staðið yfir í sex mánuði. Þessi kjaralota stendur raunar enn því ólokið er endurnýjun nokkurra kjarasamninga. „Kjaralotur á Íslandi eru mjög langar og flóknar í samanburði við önnur lönd. Í skýrslunni er dregin upp skýrari mynd en áður hefur birst af helstu vinnumörkuðum og aðilum þeirra og þeim mikla fjölda kjarasamninga sem þar eru gerðir,“ segir Hannes.

Í fyrsta sinn sé framkvæmd talning á fjölda undirritaðra samninga og til hve margra launamanna þeir nái og þessar upplýsingar flokkaðar eftir vinnumörkuðum, samtökum launafólks og viðsemjendum. „Helsta niðurstaðan er sú að undirritaðir og samþykktir kjarasamningar voru 320 á þessu tímabili sem spannar tvö ár, frá apríl 2019 til mars 2021,“ segir Hannes. „Fjöldi samningsaðila og samninga gerir samningakerfið mjög flókið og skortur á samstöðu veldur því að ferlið tekur langan tíma og ekki eru neinar ýkjur að segja að stöðugar umræður um kjaramál tröllríði íslenska samfélaginu, ólíkt því sem gerist í öðrum löndum. Samningarnir og hóparnir eru svo margir, hagsmunir þeirra ólíkir og ósamrýmanlegir, þannig að togstreita um launastefnu og launahlutföll milli stétta verður viðvarandi, tekur aldrei enda.

Samningakerfið er einnig svo sérkennilegt að gerðir eru kjarasamningar fyrir mjög smáa hópa, allt niður í einn til tvo starfsmenn, og væntanlega lítið rætt um þjóðhagsleg markmið við endurnýjun þeirra. Óumdeilt er að Ísland eigi óskorað heimsmet í fjölda kjarasamninga og stéttarfélaga miðað við höfðatölu. Því fer ekki fjarri að fjöldi kjarasamninga sé svipaður á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum þar sem íbúar eru 15 til 30 sinnum fleiri,“ segir Hannes. karitas@mbl.is"

Þó að við berum okkur saman við þau lönd sem við viljum helst líkjast er munurinn óskiljanlegur. Enn segir í Morgunblaðinu:

"Í heildina var kjaradeilum vísað til sáttasemjara í rúmlega helmingi tilvika í yfirstandandi samningalotu.

Til samanburðar eru gerðir um 400 samningar í Noregi og 125 þeirra vísað til norska ríkissáttasemjarans. Fjöldi samninga og sáttamála er því áþekkur á Íslandi og í Noregi þótt norski vinnumarkaðurinn sé fimmtán sinnum fjölmennari en á Íslandi.

Í Svíþjóð er vinnumarkaðurinn 30 sinnum stærri en á Íslandi en þar var 35 kjaradeilum vísað til sáttameðferðar í síðustu samningalotu."

Datt einhverjum í hug að stytting vinnuvikunnar kæmi öðruvísi fram en í auknum kostnaði? Enn segir í Mbl:

"Tímakaup launafólks hér á landi hefur hækkað meira í flestum hópum á vinnumarkaðnum en kostnaðarmat gerði ráð fyrir við gerð kjarasamninganna í samningalotunni sem hófst fyrir rúmum tveimur árum.

Þetta sýna mælingar Hagstofunnar og liggja skýringar m.a. í áhrifum af styttingu vinnuvikunnar á mælda hækkun tímakaups og launaþróunartryggingu, sem áður hafði verið samið um á opinberum markaði. Þetta kemur fram í vorskýrslu kjaratölfræðinefndar, sem er samstarfsvettvangur heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga. Skýrslan var kynnt í gær en í henni er fjallað um samningalotuna sem hófst árið 2019 og um þróun efnahagsmála og launa á þessu tímabili."

Hvernig á að ná einhverju viti í þetta kjarasamningakerfi er ekki auðséð þegar tveggja manna stéttarfélög eru viðmiðið og skipulagið er með þeim hætti sem það er.

Þangað liggja rætur verðbólgunnar meðal annars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar þú segir "Til dæmis situr Sólveig Anna sem formaður Eflingar í skjóli tíunda hluta atkvæða í félaginu. Völd hennar í þjóðfélaginu eru langt umfram það sem þetta gefur tilefni til.Sömu sögu er að segja um Ragnar Þór. Hans styðst við brot af félagsmönnum í stærsta verkalýðsfélagi landsins, V.R." þá er vert að hafa í huga að innan við 7% þeirra sem voru kosningabærir í Alþingiskosningunum kusu Bjarna Benediktsson á þing og enginn í sæti forsætisráðherra, og situr hann samt fast sem valdamesti maður landsins án mótmæla frá þér. Og í sætu formanns síns flokks var hann kosinn með atkvæðum frá innan við 2% skráðra félagsmanna flokksins. Ef þér finnst skorta á lýðræði innan verkalýðshreyfingarinnar þá ættir þú að horfa betur á þinn flokk og þína menn, menn í glerhúsum og flís í auga koma upp í hugann.

Vagn (IP-tala skráð) 1.5.2021 kl. 16:52

2 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Kjararáðsþjófarnir buðu upp í dansinn!!

Það höfðu allir haldið í sér. 

Eftir ótrúlega 45%+ rányrkju og þar að auki afturvirka launahækkun fyrir ofalda feita og pattaralega  húskarla almennings var aldrei annar möguleiki í stöðunni fyrir almenning en að taka slaginn og  berjast,

það yrði þá að þýða enn eina gengisfellinguna í viðbót til tjóns fyrir almenning. 

Seðlabankinn byrjaði strax að fella krónuna. 

Fyrr frýs í Helvíti, en að við látum þjóna okkar almennings kafa með skítugum krumlunum án þess að við krefjumst sambærilegar hækkunar fyrir okkar láglaunafólk.!!

Það var búið að henda út Gylfa og  Sigga Bessa. 

Bye bye and good riddance!!

Sólveig og Ragnar ásamt öðrum blésu til sóknar og "Þjónar almennings Civil Servants " komust upp með að hrifsa til sín stórfelldar hækkanir sluppu ekki án þess að þeir sem virkilega voru í vandræðum fengju lítilsháttar krónuhækkanir eftir harðvituga baráttu. 

Ef eitthvað þarf að gera vegna verðbólgu er að taka kjararáðsþjófnaðinn snarlega til baka.

Næst er að vinda ofan af Stór þjófnaðinum, sem Katrín, Steingrímur og Jóhanna frömdu og hafa ennþá ekki skilað og greitt að fullu með vöxtum. 

Það átti að gerast 2011. 

Ég og margir eiga afrit af 2013 að kosningarloforði Sjálfstæðisflokksins undirskrifað af Bjarna Ben. 

Í útvarpinu sagði Bjarni nánast "Kanntu Annann" þegar hann var spurður um efndir á kosningarloforði!!

Sjálfstæðisflokkurinn verður að afnema allar skerðingar Ellilífeyrisþega fyrir næstu kosningar ef flokkurinn getur reiknað með að eldri borgarar kjósi flokkinn aftur. 

Fyrst að efna loforðin, svo hægt sé að greiða atkvæði. Sporin hræða!!

Kolbeinn Pálsson, 1.5.2021 kl. 21:03

3 identicon

Vagn er góður í ábendingum og prósentum. Ég er það ekki. Hitt er klárt, að ofurmismunur launa ríkir í þjóðfélaginu. Nú sækjast börnin okkar eftir vinnu hjá því opinbera og embættis manna kerfinu. Flestir vinna nú hjá ríki og bæjarfélögum. Þar er öryggi og "ofurlaun", sem búin voru til af kjararáði. Karlinn er með 1-2miljónir á mánuði og kerlingin með svipað. Atvinnuumsóknir skila tugum miljóna, ef allt bregst varðandi ráðninguna. Starfsmenn í Brussel (esb) fá ofurlaun og greiða enga skatta. Gæti verið eftirsóknarvert fyrir einstaklinga og stjórnmálaflokka?

Mér finnst styrkur af Ragnari Þór Ingólfssyni hjá VR. Hann svarar vel fyrirspurnum.

Gerum allt sjálfir á eigin vegum án stuðnings alþjóðasinna. Eigið sjálfstæði er mikilvægast fyrir Íslendinga. 

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 1.5.2021 kl. 23:27

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Staðreyndir:

Verðbólga er hlutfallsleg hækkun á vísitölu neysluverðs.

Vísitala neysluverðs mælir ekki launahækkanir.

Vísitala neysluverðs mælir hækkanir á verðlagi.

Verðlag er ekki ákveðið af almennum launþegum.

Verðlag er ákveðið af vinnuveitendum launþega.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.5.2021 kl. 00:26

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Halldór minn, nú þykir mér týra á þér.

Þú ert enginn nýgræðingur í Sjálfstæðisflokknum og ættir að muna slagorð flokksins "Stétt með stétt". Þegar flokkurinn þinn var virkur í verkalýðshreyfingunni. Jafnvel var um langan tíma sem flokksmenn skipuðu sér í sæti stjórna stéttarfélaga og sumir þar þaulsetnir, jafnvel sem formenn þeirra.

Þetta var á þeim tíma er stefna sjálfstæðisflokksins var í heiðri höfð og flokkurinn talaði fyrir alla. Í dag er þessi flokkur ekki lengur allra, heldur fárra. Það sést í fylgi hans. Þó enn sé þinn flokkur stærstur íslenskra stjórnmálaflokka er fylgi hans svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Varla er hægt að kenna verkalýðshreyfingunni um þær ófarir flokksins.

Um verðbólguna og það sem sumir kalla óhóflegar launahækkanir, er það eitt að segja að stundum er erfitt að vita hvort kemur á undan, eggið eða hænan. Oftast eru launþegar að elta þær hækkanir sem orðið hafa á þeim tíma er síðast var samið. Þar hafa stjórnmálamenn og þeir sem eru svo heppnir að vera í stöðu sjálftöku launa, gjarnan leitt.

Ef flokksforustu þinni auðnast að taka upp stefnu flokksins aftur get ég lofað þér því að fylgið muni aukast. Þá þarf flokkurinn ekki að óttast verkalýðshreyfinguna, eða einstaka talsmenn hennar.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 2.5.2021 kl. 07:33

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Amen á eftir efninu Gunnar Heiðarsson.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 2.5.2021 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418219

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband