Leita í fréttum mbl.is

Borgarlína einmitt núna!

Ţađ er oft skynsamlegt ađ nýta góđćri til ađ fjárfesta í framförum. Meirihlutanum í Reykjavík finnst tíminn vera kominn til ađ ráđast í Borgarlínugerđ í miđju ţröngra götuţversniđa borgarinnar. 

Svo segir í leiđara Morgunblađsins í dag:

"....Óreiđan í rekstri borgarinnar er eitt. Verri er hins vegar skuldasöfnunin. Hluta hennar má rekja til ţess ađ gengi krónunnar hefur falliđ, en hún var orđin afleit áđur en ţađ kom til.

Eyţór Arnalds, oddviti sjálfstćđismanna í borgarstjórn, segir í viđtali í Morgunblađinu í gćr ađ fjárhagsstađa borgarinnar sé grafalvarleg og enn sígi á ógćfuhliđina.

Til marks um ţađ sé ađ í upphafi kjörtímabils hafi uppgreiđslutími skulda borgarinnar veriđ sex ár, en sé nú kominn í 12 ár ţrátt fyrir stórauknar tekjur.

Skuldirnar hafa hćkkađ um 41 milljarđ króna frá síđasta ári. Bendir Eyţór á ađ ţetta séu 3.400 milljónir á hverjum mánuđi og 112 milljónir króna á dag.

Víst er ađ skuldamćlirinn hefur haldiđ áfram ađ tifa á ţessu ári og spurning hvort rekstur borgarinnar sé sjálfbćr eins og málum er komiđ. Sú spurning er ekki úr lausu lofti gripin.

Í umsögn borgarinnar um frumvörp ríkisstjórnarinnar til ađ mćta áhrifum kórónuveirufaraldursins í apríl í fyrra og ákalli um hjálp stóđ eftirfarandi:

Vandinn snýst hins vegar ekki ađeins um skammtíma fjármögnunarvanda heldur stefnir í algerlega ósjálfbćran rekstur til margra ára. Ţessa ósjálfbćrni er ekki hćgt ađ leysa međ hćkkun leyfilegrar skattlagningar eđa ţjónustugjalda eđa međ stórfelldum niđurskurđi í útgjöldum borgarinnar sem varđa ađ langmestu leyti leik- og grunnskóla og velferđarţjónustu. Hefđbundnar ađferđir er ekki í bođi.“

Ţessi texti er frá borginni og er sárt ákall um hjálp. Ţetta er ekki gćfuleg stađa og hrollvekjandi ađ hugsa til ţess ađ meirihlutinn sé stađráđinn í ađ bćta gráu ofan á svart međ svimandi lántökum vegna fyrirhugađrar borgarlínu.

Ţetta er glannaleg hegđun og spurning hvort hana megi rekja til ţess ađ meirihlutinn telji sig í skjóli vegna ţess ađ borgin sé of stór til ađ henni verđi leyft ađ fara fram af nöfinni.

Fjárfrekar tilraunir til ţess ađ hvetja fólk til ađ taka strćtó hafa mistekist hrapallega.

Hugmyndirnar um borgarlínu eru byggđar á fullkominni óskhyggju og hefur ekki veriđ sýnt fram á neitt ţví til stuđnings ađ tilkoma hennar muni snarbreyta ferđavenjum í borginni.

Ţá fylgir ţví ekki ađeins kostnađur ađ koma borgarlínunni upp, ţađ ţarf líka ađ reka hana og ekki hefur veriđ útskýrt hvernig sveitarfélög, sem eiga í vandrćđum međ ađ reka almenningssamgöngur í núverandi mynd, ćtla ađ fara ađ ţví.

En jafnvel ţótt hugmyndin um borgarlínu vćri frábćr og allar líkur vćru á ađ vagnar hennar fćru um fullir af fólki og bílar hyrfu af götum vćri glaprćđi ađ ráđast í gerđ hennar undir núverandi kringumstćđum vegna ţess ađ ţađ er einfaldlega ekki á skuldastöđu borgarinnar bćtandi."

Menn fara yfirleitt ekki í frekari lántökur ţegar í stađ ţó stađan hafi skánađ eitthvađ um stund. En ekkert slíkt hefur gerst hjá Reykjavíkurborg ţó ađ nágrannasveitarfélögunum hafi tekist ţađ.Ţau eiga hinsvegar nauđug viljug ađ dansa međ ríkinu í ađ setja milljarđa af fé í ţessar draumsýnir vinstrimeirihlutans í Reykjavík sem ćtlar einmitt ađ ráđast í Borgarlínugerđ núna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418212

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband