Leita í fréttum mbl.is

Hversvegna Viðreisn

frekar en Samfylkingu?

Í leiðara Morgunblaðsins stendur þetta:

"Þingmenn Viðreisnar stóðu fyrir umræðu um efnahagsmál á Alþingi í gær.

Það hefði út af fyrir sig getað verið vel til fundið ef útgangspunktur þingmanna Viðreisnar hefði ekki verið hinn sami og ávallt; evran og Evrópusambandið.

Þessi þráhyggja er orðin mjög sérkennileg þegar horft er til þess hve vel hefur gengið í efnahagsmálum hér á landi miðað við ríki evrusvæðisins.

Fjármálaráðherra var til svara og benti á að Íslendingum hefði gengið vel með sinn „eigin gjaldmiðil og í krafti fullveldis, með góða skarpa sýn til framtíðar, að lækka skuldir ríkissjóðs meira á árunum 2011– 2019 en nokkurri annarri þjóð í heiminum — með okkar eigin gjaldmiðli“.

Honum þótti umræðan einkennileg og skyldi engan undra. En umræðan var gagnleg að einu leyti. Hún minnti á að Viðreisn snýst bara um eitt mál, aðild að Evrópusambandinu. Miklu skiptir að Viðreisn haldi áfram að minna kjósendur á þá staðreynd."

Það er ekki finnanlegur munur á rökum í málflutningi Viðreisnar og Samfylkingar.

Fyrir karlkynið er hinsvegar Þorgerður Katrín stórum meira sjarmerandi en Logi Már. Hugsanlega snýst þetta við með kynjavendingu.En fátt annað virðist vera á boðstólum.

Það er furðulegt ef þetta eiga að vera stóru pólarnir í kosningunum í haust.Litlu ljóstu flokkarnir eru svo til afnota fyrir sérvitringa sem vita lítt frekar en flokkarnir sjálfir hvert þessir flokkar raunverulega stefna.

Það var landhreinsun að því þegar Viðreisn klauf sig frá Sjálfstæðisflokknum með þau Þorgerði Katrínu og Þorstein Pálsson innanborðs. Vonandi er þetta Evrópusambandsmál afgreitt innan móðurflokksins sem þarf ekki að eyða tíma sínum meira í þá ruglandi.

En hversvegna skyldi eiga að kjósa Viðreisn frekar en Samfylkingu er vandséð að sé annað en smekksatriði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband