21.5.2021 | 17:45
Val á framboðslista
hjá litlu ljótu flokkunum fer fram í reykfylltum bakherbergjum þar sem lýðræðið er fjarstatt.
Svo fór hjá Viðreisn í þetta sinn:
Benedikt Jóhannesson mun ekki vera í framboði fyrir Viðreisn í alþingiskosningunum sem fram fara í haust. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt neðsta sæti á lista. Af augljósum ástæðum afþakkaði ég það, skrifar Benedikt í færslu á Facebook þar sem hann greinir frá þessu.
Benedikt greindi frá því síðastliðið haust að hann gæfi kost á sér í oddvitasæti á suðvesturhorninu, hvort sem væri í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna eða í Kraganum, fyrir alþingiskosningarnar, en Benedikt er fyrrverandi formaður og ráðherra Viðreisnar.
Viðreisn hefur fjóra menn á þingi: Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Jón Steindór Valdimarsson í Kraganum, Hönnu Katrínu Friðriksson í Reykjavíkurkjördæmi suður og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Öll sækjast þau áfram eftir þingmennsku.
Benedikt greinir frá því að hann hafi lagt til að prófkjör færi fram þar sem margir gæfu kost á sér til að leiða lista Viðreisnar á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavíkurráð flokksins hafi þó ákveðið að fara aðra leið og varð uppstilling fyrir valinu, líkt og tíðkast hefur hjá Viðreisn frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2016.
Þorsteinn Pálsson, formaður uppstillingarnefndar, bað mig að hitta sig síðastliðinn þriðjudag. Á fundi okkar sagði hann mér, að það væri einróma niðurstaða nefndarinnar að bjóða mér neðsta sæti listans. Af augljósum ástæðum afþakkaði ég það, skrifar Benedikt.
Hann mun því ekki verða í framboði fyrir Viðreisn í komandi kosningum, en segist þó ekki hættur í stjórnmálum:
Þar með er útséð um að ég verði í framboði fyrir Viðreisn að þessu sinni, en ég held áfram í pólitík og styð nú sem fyrr grunnstefnu Viðreisnar, enda hygg ég að ég hafi skrifað megnið af henni. Sjaldan hefur verið brýnni þörf fyrir einbeitta, frjálslynda rödd í samfélaginu og ég mun ekki láta mitt eftir liggja.
Gamalt máltæki segir að fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá.Það sannast á Talna-Bensa sem fleirum.
Sömu fréttir berast frá öðrum litlu flokkunum. Allstaðar er það þröng klíkustarfsemi sem ræður för. Miðstýrt val á gæðingum sem einhverjir nafnleysingjar framkvæma í skjóli nætur.
Aðeins Sjálfstæðisflokkurinn treystir flokksmönnum til þess að velja á framboðslistana. Flokkurinn hefur reynt aðrar aðferðir en alltaf með ömurlegum árangri.
Af hverju flykkist ekki fólkið til flokksins sem hins eina hreina lýðræðisflokks í framboði á Íslandi?
Það er greinilega vegna þess að flokkurinn hefur ekki sinnt PR-málum sínum nægilega og því orðið undir í lygagerningaveðri litlu flokkanna sem framleiða óhróður á öllum rásum þar sem þeir eiga yfirleitt greitt aðgengi.
Kjósendur hefðu gott af því að hugleiða þann mun sem er á lýðræði og flokksræði. Af hverju Pútín er öruggur í framboði án mótframboða. Af hverju Ágústi Ólafi er hafnað, Af hverju Andrés Ingi hrekst úr flokki sínum, Lilju Rafney er sparkað og þannig áfram. Þetta fólk þorir ekki að leggja eigin verðleika í dóma kjósenda.
Hjá Sjálfstæðisflokknum eru kjósendur spurði að því hverjum þeir treysti best. Auðvitað fást oft niðurstöður sem mönnum ekki líkar við. En yfirleitt hefur það sýnt sig að það er hættulegra að fitla við niðurstöður slíkra prófkjara heldur en hagnaðurinn er af leiðréttingum á vilja kjósenda.
Prófkjör Sjálfstæðismanna eru nú í fyrrihluta júní. Hvatt er til þátttöku allra flokksmanna sem þannig geta haft varanleg áhrif á stefnu og gang flokksins á komandi kjörtímabili.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það eru ekki allir eins sterkir og Steingrimur sem stofnaði sinn eigin flokk og var þar alla tíð formaður VG. Þar til hann var viss um að Katrín mundi valda formennsku flokksins. Nú dregur hann sig í hlé.
Helga Kristjánsdóttir, 21.5.2021 kl. 18:44
Af hverju er Pútín öruggur í framboði án mótframboða? Af hverju er Bjarni Ben öruggur í framboði án mótframboða? Af hverju fá almennir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins ekki að kjósa forystu flokksins? Af hverju er stefna flokksins ákveðin í reykfylltum bakherbergjum sem litli Sjálfstæðismaðurinn hefur ekki aðgang að? Af hverju er það stefna Sjálfstæðisflokksins að almenningur fái ekki að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB? Af hverju hundsar Sjálfstæðisflokkurinn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að breytingum á stjórnarskránni? Er það lýðræðisást að hætti Sjálfstæðisflokksins? Er lýðræði Sjálfstæðisflokksins eins og heimili þar sem kosið er um hver fer út með ruslið en pabbinn ræður öllu öðru? Eru almennir flokksmenn valdalaus lítilsvirt peð á borði flokkseigendafélagsins?
Vagn (IP-tala skráð) 21.5.2021 kl. 20:39
Ekki var farið eftir utkomu i profkjöri XD i SV kjördæmi i siðastu
kosningum og Gunnari Birgissyni var bolað burt ur Kopavogi
XD ahyllist bara aula eins og VG
Hakon Isaksson (IP-tala skráð) 21.5.2021 kl. 22:24
Svona fíflaskrif eru ekki boðleg nema af því að Kerran á í hlut. Hann hefur ekki hugmynd um hvernig forysta Sjálfstæðisflokksins eða formaður er valinn.
Af hverju hundsar Sjálfstæðisflokkurinn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að breytingum á stjórnarskránni? Er það lýðræðisást að hætti Sjálfstæðisflokksins?
Það er marghrakið að þetta var dæmt dautt og ómerkt.
Af hverju er það stefna Sjálfstæðisflokksins að almenningur fái ekki að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB?
Þessu hefur aldrei verið hafnað af Sjálfstæðisflokknum.
Mikið vildi ég að þúi hættir að forpesta bloggsíðuna mína með mestu vitleysunum sem upp úr þér renna. Stöku sinnum ertu vitrænn og þessvegna hef ég umborið þig.
Halldór Jónsson, 22.5.2021 kl. 14:45
"Frambjóðendur tíu flokka sem eru í framboði hafa svarað játandi spurningunni hvort þingmönnum beri siðferðisleg og pólitísk skylda til að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu sem Alþingi boðar til. Eini flokkurinn sem eru í framboði sem eiga engan fulltrúa sem svarar þeirri spurningu játandi eru Sjálfstæðisflokkurinn." https://kjarninn.is/frettir/2017-10-25-frambjodendur-allra-flokka-nema-tveggja-vilja-virda-thjodaratkvaedi-um-nyja-stjornarskra/
"Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með 96,2% atkvæða á landsfundi flokksins sem fram fer í Laugardalshöll. Alls greiddu 762 atkvæði í formannskjörinu og hlaut Bjarni 710 af þeim. Aðrir hlutu 28 atkvæði og auðir og ógildir seðlar voru 24." Stærri hélt ég Sjálfstæðisflokkinn vera.
þjóðaratkvæðagreiðslan um tillögur að breytingum á stjórnarskránni var hvergi dæmd dauð og ómerk.
„Landsfundur (Sjálfstæðisflokksins) telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Og síðan var lofað þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Efndir Sjálfstæðisflokksins voru eftir bókinni. Þjóðin fékk ekki að kjósa. Lýðræðisástin ristir ekki djúpt.
Vagn (IP-tala skráð) 22.5.2021 kl. 16:31
Rússar munu aldrei "skila" Krímskaga
Lafrov spurði Katrínu út í afléttingu Íslendinga á viðskiptbanni og fékk þvert NEI
Því var ég hugsa hvort nokkur flokkur á Alþingi væri með það á stefnuskrá sinni að draga þessa vitleysu hans Gunnars Braga og ESB til baka?
ESB mun aldrei draga viðskiptabannið til baka því stóru ríkin settu inn undanþágur fyrir öllu sem skiptir þau máli.
Grímur Kjartansson, 22.5.2021 kl. 23:23
Hvernig túlkar þú síðustu fréttir af prófkjöri sjalla í norð austur,
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 23.5.2021 kl. 16:59
Þetta er fyrir Kerruna að sjálfsögðu, en skammtastærðin hefur kannski einhver áhrif til viðbótar.
Halldór Jónsson, 23.5.2021 kl. 22:13
Já og formaðurinn býr ekki að vinsældum vegna þeirrar framgöngu. En hann barði þetta í gegn það er rétt.
Halldór Jónsson, 23.5.2021 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.