Leita í fréttum mbl.is

Á Lukasjenko ađ komast upp međ Flugrán?

Ţví veltir Björn Bjarnason réttilega fyrir sér.

Hann segir m.a.:

"...

Međal ţeirra sem risu gegn Lukasjenko í fyrra var Roman Protasevitsj (26 ára), bloggari og stjórnandi vefsíđunnar Nexta sem flutti fréttir af mótmćlunum gegn forsetanum. Protasevitjs tók ţátt í alţjóđlegri ráđstefnu í Grikklandi og flaug sunnudaginn 23. maí međ Ryanair-farţegavél frá Aţenu í átt til Vilnius, höfuđborgar Litháens, ţar sem býr landflótta vegna ofsókna Lukasjenkos. Hann reyndist hins vegar ekki óhultur í vélinni sem flaug yfir vestur horn Hvíta-Rússlands og átti tvćr mínútur eftir inn í lofthelgi Litháens ţegar MiG-29-orrustuţotur frá Lukasjenko neyddu flugmennina til ađ lenda í Minsk međ ţá lygi á vörunum ađ sprengja vćri um borđ.

Roman Protasevitsch

Ţetta fyrsta flugrán sögunnar til ađ ná í bloggara stofnađi lífi um 120 manns um borđ í vélinni í hćttu. Samfarţegar Protasjevitsj sögđu hann skelfingu lostinn ţegar hann var leiddur frá borđi, fullviss um ađ hann yrđi tekinn af lífi. Enginn sprengja fannst í vélinni.

Atburđarásin er međ ólíkindum. Forseti ríkis gefur fyrirmćli um flugrán. Hann sendir herţotur á loft til ađ neyđa flugmenn farţegavélar á flugi milli tveggja Evrópulanda til ađ lenda. Stjórn hans lýgur um sprengjuhótun. Síđan er útlćgum stjórnarandstćđingi skipađ ađ yfirgefa vélina. Hann er handtekinn ásamt kćrustu sinni Sofíu Sapega, rússneskum námsmanni viđ háskóla í Vilnius.

Michael O‘Leary, forstjóri Ryanair, sagđi í útvarpsviđtali ađ morgni 24. maí ađ fyrir utan Protasjevitsj og Sapegu hefđu einnig nokkrir (fjórir?) hvít-rússneskir KGB-menn yfirgefiđ flugvélina í Minsk sem fékk fararleyfi eftir sjö tíma töf.

Öryggislögreglumenn fylgdust međ ferđum Protasjevitsj á međan hann dvaldist í Grikklandi og tóku ţátt í ađ skipuleggja flugrániđ.

Verđi ţetta atvik látiđ óátaliđ í verki hvađ sem líđur opinberum mótmćlum hér og ţar hefst međ nýr kafli í flugsögunni. Kerfi reist á lögum og reglum er eyđilagt af einrćđisherra sem situr í embćtti vegna kosningasvindls og stuđnings Vladimirs Pútins. Einrćđisherrar fleiri landa sjá sér leik á borđi."

 

Spurning hvort hann ţorir ađ drepa Roman bloggara?

Á ţetta kvikindi og glćpamađur Lusjenko í Minsk ađ komast upp međ flugrán um hábjartan dag?

Hvar eru nú réttlćtisöskuraparnir á Austurvelli?

Hvar eru nú kröfur um viđskiptabann frá Íslandi?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Halldór; sem og ađrir gestir, ţínir !

Halldór.

Hvađ; sem hugrenningum Björns Bjarnasonar og annarra líđur, megum viđ ţá samt ekki gera ráđ fyrir ţví, ađ Roman karlinn Protosevich, líkt og hinn Rússneski Alexei Navalny sjeu ţćg handbendi Evrópusambandsins sem og NATÓ, í stanzlausum áróđri sem og átrođningi ţeirra gagnvart Rússneska Sambands lýđveldinu, sem og Hvíta- Rússlandi ?

Jú; jú, ćđi margt má finna ađ stjórnarháttum ţeirra beggja, Alexanders Grigoryvich Lukashenko í Hvíta- Rússlandi, líka sem og Vladimírs Vladimirovich Pútín í Rússlandi en, ...... gleymum ekki misheppnađri refskák Vesturlanda í Úkraínu, ţar sem ESB og NATÓ eru virkilega fúl yfir sjálfsákvörđunarrjetti íbúa Krím skagans hjer um áriđ, ađ ganga undir skjaldarmerki Rússneska Sambandslýđveldisins (áđur skjldarmerki Austur- Rómverska ríkisins - eins og viđ munum) en Vesturlöndum:: og sjer í lagi Ţjóđverjum stingur í augu ţróttmikil uppbygging Rússnesku landanna / jafnt: Evrópumegin Úralfjallanna, sem og Asíumegin, hin seinni árin.

Vitaskuld; má margt ađ stjórnarháttum Lukaschenkos og Pútin finna en, hefur sagan ekki sýnt okkur mikilvćgi fámennis stjórnunarinnar stundum, sbr. ţá Maríus og Súlla í Róm, forđum ?

Björn Bjarnason; sem og fleirri, mćttu aptur á móti velta fyrir sjer:: núverandi og áframhaldandi tilvist NATÓ, ţar sem jú höfuđ- fjandi ţess, hiđ gamla Varsjárbandalag ţáverandi Sovjetríkja og leppríkja ţeirra lagđi jú upp laupana áriđ 1991 góđu heilli, verđugt rannsóknarefni fyrir Björn Bjarnason, sem og fleirri.

Sendi hjer međ; myndir af ţeim Alexander Nevsky Hersi af Novgorod (Hólmgarđi), hver vann bug á Ţjóđverjum og leppum ţeirra á 13. öldinni úr vestri, ţá hann átti viđ Mongóla og Kazhaka ađ etja, úr austri, og vann hvorutveggju.

Sem og Vassily II. Moskvu hertoga, hver tók upp merki Austur- Rómverska ríkisins, eptir fall Konstantínópel ţann 29. Maí 1453.

Mbkv.; sem optar, af Suđurlandi /

St. Alexander Nevsky, Russia's Knight in Shining Armor / OrthoChristian.Com

Alexander Nevsky (1221 - 1263)

  Vasily II of Moscow - Wikipedia

Vassily II. Vasilyevich  Moskvuhertogi (1415 - 1462)

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráđ) 24.5.2021 kl. 13:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3418233

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband