22.9.2021 | 22:37
Algert fíaskó
var viðtalið á RÚV við flokksformann Viðreisnar, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, í kvöld.
Sjaldan eða aldrei hef ég orðið vitni að öðru eins þekkingarleysi einnar manneskju á málefni í viðtali á opinberum vettvangi og þarna varð.
Þorgerður Katrín ætlaði að ræða flókið hagfræðilegt vandamál sem var skipti á íslensku krónunni yfir í evru.Hún gat það auðvitað alls ekki því eðlilega eru svo margar spurningar sem svara þarf að fáir gætu komið einhverju fram af nokkru viti svo vitglóra væri í.
Það var því fremur ömurlegt að verða vitni að algeru þekkingarleysi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar við spyrla RÚV í þessu viðtali í kvöld.
Spyrlarnir slepptu henni auðvitað við mestu óþægindin þegar kom að lykilspurningunni um á hvaða gengi hún ætlaði að tengja krónuna evrunni. Þá svaraði hún út í hött að hún vissi það ekki en varaformaður myndi vita það betur og þau myndu bara redda því þegar þar að kæmi.Afspyrnu einkennilegt svar jafnvel af stjórnmálamanni á borð við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.
Skv. töflu Seðlabankans á 15 árum hefur gengni evrunnar verið sem hér segir í September ár hvert:
2021 152
2020 151
2019 132
2018 128
2017 126
2016 128
2015 143
2014 154
2013 162
2012 159
2011 160
2010 159
2009 182
2008 130
2007 90
2006 89
2005 76
Hvaða ár á að miða við?
Þorgerður Katrín gat ekki svarað því hvað ein milljón í íslensku sparifé yrði mikil á hæsta gengi eða lægsta. Hvort hún yrði 13.157 aða 7936 evrur sem væri um helmingur af þeim hæsta evrufjölda.
Upphæð sem næmi um helmingi af stofni hefði þá verið tekin af innistæðunni á altari evrunnar og gengisstöðugleikans.Hún var ekki spurð út í hvaða áhrif þetta hefði á verðtrygginguna sem hefur ríkt hér? Hvað þá lífeyrisjóðsinneignirnar?
Eru þessir vinstri flokkar ekki sífellt að tala um að skattleggja þá sem eiga? Hversu hár var auðlegðarskatturinn hjá Steingrími Jóhanni? 1.5-2% þrisvar sinnum eða samtals 4.5-6%. og þótti ærinn. Þorgerður ætlar að taka þá upphæð nærri tífalda á einu bretti með hjálp evrópska seðlabankans.
Skyldi almenningur sætta sig við þetta skiptigengi á ævisparnaðinn?
Bæði í bankanum og svo ekki síst i lífeyrissjóðnum til elliáranna?.
Er þessi Viðreisnarflokkur yfirleitt með efnahagslega réttu ráði? Hefði jafnvel Gunnar Smári getað þvælt meiri útópíska vitleysu til að fá fólk til að kjósa sig heldur en þessi Þorgerður Katrín bunaði út úr sér með öllu handapatinu?
Hvorki hún né spyrlarnir skildu upp né niður í því sem þarna var til umræðu og björguðu sér frá þessu aðalmáli flokksins með breytingu yfir í óskylda sálma.
Þarf fólkið sem keypti evrur árið 2017 á útsölu eða 126 krónur, hvað þá á 75 kt. árið ð2005 ekki að bæta þjóðarbúinu skaðann af viðskiptunum svo allir sitji við sama borð?
Borga til baka hagnaðinn sérstaklega umfram þá sem eru að skipta hjá Þorgerði núna þegar hún hefur fengið öll völd og búin að semja við Evrópska Seðlabankann?
Borga sérstakan gengishagnaðarskatt fyrir óréttlátan gróða eins og kvótagreifarnir sem hún ætlar nú að láta kaupa aflaheimildirnar sínar aftur og þá væntanlega í samkeppni við útgerðir ESB sem verða að njóta jafnræðis eins og á Bresku miðunum fyrir Brexit á grundvelli EES?
Bjarni Jónssonn rafmagnsverkfræðingur hefur þetta að segja um tillögur Viðreisnar gagnvart ESB:
"Það er rangt, að efnahagsstöðugleiki muni aukast við fastgengi með evru. Þá munu aðrar sveiflur en gengissveiflur þvert á móti aukast, þegar hagkerfið verður fyrir innri eða ytri truflun, t.d. á formi kjarasamninga, sem útflutningsatvinnuvegirnir geta ekki staðið undir, verðhækkunum eða verðlækkunum á erlendum mörkuðum, eða hruni greinar, t.d. ferðageirans. Gengið er nú dempari á efnahagssveiflur.
" Ég geri mér grein fyrir, að við þurfum meiri umræðu, meiri upplýsingu. Við erum að heyra alls konar rangfærslur um, að útlendingar fái fiskimiðin okkar og orkan verði tekin - tómt píp, auðvitað - en við þurfum meiri upplýsingu. Þess vegna höfum við lagt til, að þverpólitísk nefnd taki við málinu og undirbúi þá atkvæðagreiðslu, þar sem við spyrjum fólkið, hvað eigi að gera."
Þetta er léttúðug og óábyrg afgreiðsla á örlögum fiskimiðanna eftir inngöngu. Stjórnun fiskimiðanna er ekki umsemjanleg af hálfu ESB við aðlögunarríki, af því að kveðið er á um það í sáttmála ESB, að ríki ESB skuli lúta sameiginlegri landbúnaðar- og fiskveiðistefnu ESB, CFP (Common Fisheries Policy). Það var lengi mikið óánægjuefni í strandbæjum Bretlands, að flotar hinna ESB-landanna ryksuguðu fiskimið Breta upp að 12 sjómílum. Eftir útgönguna losna Bretar af klafa þessarar ofveiði í áföngum á 5 árum."
Hún segir að nú sé allt svo auðvelt af því að við eigum gjaldeyrisvarsjóð. Er hann ekki í skuld að miklu leyti?
Ekki get ég annað en flokkað þetta viðtal sem algert fíaskó flokksformannsins sem greinilega hefur ekki þann hagfræðilega skilning til að bera sem nauðsynlegur yrði fyrir viðfangsefnið svo flókið sem það er og sem vísar grundvallarspurningum á fjarstaddan varaformann flokksins er hreint ótrúleg frammistaða eins flokksformanns.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420146
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Svona pistill verður bara til hjá fólki sem ekki getur hvort tveggja í einu, að anda og hugsa. Og gerir því það sem það er vant að gera.
Um flókið efni sem ekki hefur verið rætt milli aðila og ekkert samið um heimtar þú upplýsingar um samningsorð og niðurstöðu strax. Það má þá eins kalla það þekkingarleysi að þú skulir ekki geta sagt mér hvernig veðrið verður í hádeginu 9. Maí 2025.
Það er þér greinilega erfitt að sjá þessu fólki ganga vel eftir að hafa neitað þátttöku í kosningasvikum og lýðræðisfælni Sjálfstæðisflokksins. Þetta fólk sem drýgði þá synd að opinbera hugsjónaleysi og óheiðarleika þinna kærust vina og yfirgaf risaeðluna með vænan hóp kjósenda.
Vagn (IP-tala skráð) 23.9.2021 kl. 02:17
"..að er þér greinilega erfitt að sjá þessu fólki ganga vel eftir að hafa neitað þátttöku í kosningasvikum og lýðræðisfælni Sjálfstæðisflokksins. Þetta fólk sem drýgði þá synd að opinbera hugsjónaleysi og óheiðarleika þinna kærust vina og yfirgaf risaeðluna með vænan hóp kjósenda."
Innblásin röksemdafærsla hinnar góðu baráttu
Halldór Jónsson, 23.9.2021 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.