Leita í fréttum mbl.is

Jafnaðarmenn

vilja jöfnuð? Eða er ekki svo?

Eigum við öll von á kaupaukum frá jafnaðarmönnum?

Svo er sagt í fréttum:

"Logi Ein­ars­son seg­ir eng­in vand­kvæði á því fyr­ir jafnaðarmanna­flokk eins og Sam­fylk­ing­una að tefla ít­rekað fram fram­bjóðanda sem ný­lega hef­ur gengið út úr stór­um banka með tugi millj­óna í vas­an­um. Þetta kom fram í viðtali við hann á vett­vangi Dag­mála.

Vísuðu þátta­stjórn­end­ur til þess að Kristrún Frosta­dótt­ir, sem leiðir flokk­inn í Reykja­vík suður, lét af starfi sem aðal­hag­fræðing­ur Kviku banka fyrr á þessu ári. Hef­ur komið fram op­in­ber­lega, m.a. á vett­vangi Viðskipta­blaðsins, að hún hafi fengið tugi millj­óna í formi kaupauka­greiðslna á grund­velli samn­inga við bank­ann.

Mér finnst þetta sýna skap­gerðarstyrk henn­ar þá að vera harðasti talsmaður þess að hún verði skatt­lögð í rétt­mæt­um mæli, ég hef ekki hug­mynd um það. Gegn­heilli jafnaðarmann en Kristrúnu Frosta­dótt­ur hef ég bara varla hitt.“

Það ef­umst við ekki um. Við höf­um fengið hana hingað í þátt­inn og hún er öfl­ug­ur mál­svari. En er þetta ekk­ert erfitt fyr­ir ykk­ur? Verður þetta ekki hol­ur hljóm­ur gagn­vart þeim sem höll­um fæti standa að segja, hér erum við með kandí­dat­inn sem ætl­ar að breyta þess­um mál­um. Hann er reynd­ar ný­kom­inn út úr banka­kerf­inu með tugi millj­óna í vas­an­um?

„Nei, það er ekki erfitt. Sam­fylk­ing­in er bara þannig flokk­ur að við lít­um þannig á það að reynsla úr mjög fjöl­breyttu um­hverfi skipti bara gríðarlega miklu máli.“

Þannig að reynsl­an af því að hafa fengið gríðarlega kaupauka ...

„Við erum með lista­menn, við erum með lög­fræðinga, við erum með kenn­ara, við erum með arki­tekt, við erum með hag­fræðinga, við erum með verka­konu. Við erum með allskon­ar fólk hjá okk­ur. Þetta býr til það lið sem við telj­um gott til þess að setja sam­an stefnu sem býr til fjöl­breytt og skemmti­legt sam­fé­lag.“

Logi, ertu fylgj­andi kaupauka­kerf­um bank­anna?

„Ég tel að það þurfi að setja þeim skorður.“

Með hvaða móti?

„Ég bara veit það ekki ná­kvæm­lega. Við þurf­um bara að passa að eigna­ó­jöfnuður auk­ist ekki með óheyri­leg­um hætti.“

Titr­ing­ur inn­an­búðar vegna Kristrún­ar

Í þætt­in­um er Logi einnig spurður út í þann titr­ing sem þátta­stjórn­end­ur hafa heim­ild­ir fyr­ir að skap­ast hafi inn­an Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vegna þeirr­ar of­urá­herslu sem lögð hef­ur verið á fram­komu Kristrún­ar Frosta­dótt­ur í fjöl­miðlum síðustu vik­urn­ar. Seg­ist Logi ekki kann­ast við þann titr­ing sem sagður er hafa magn­ast meðal reynslu­bolta inn­an flokks­ins á borð við Helgu Völu Helga­dótt­ur og Rósu Björk Brynj­ólfs­dótt­ur.

Kristrún leiðir flokk­inn í Reykja­vík suður eins og áður sagði og í öðru sæti er Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir sem sagði skilið við Vinstri­hreyf­ing­una - grænt fram­boð. Helga Vala leiðir flokk­inn í Reykja­vík norður.

Gef­ur Logi lítið fyr­ir þessa gagn­rýni og seg­ir eng­an titr­ing inn­an flokks­ins. Hins veg­ar sé Kristrúnu meðvitað teflt fram í umræðu um efna­hags­mál þar sem hún hafi sannað sig og sé öfl­ugri mála­fylgju­mann­eskja en fjár­málaráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Hann bend­ir auk þess á það í viðtal­inu að hann hafi rek­ist á mynd af Helgu Völu á strætó­skýli þar sem hann var á leið sinni upp í Há­deg­is­móa vegna viðtals­ins."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jöfnuður þarf ekki að vera að allir séu á sömu launum, búi í eins húsum, ýsu á mánudögum og tvær vikur á Tenerife. Það er sennilega framandi hugsun fyrir svona eldheitan sjálfstæðismann en jöfnuður getur einnig fólgist í jöfnum tækifærum og rétti óháð fjárhag, kyni og uppruna. Hvernig fólk svo nýtir tækifærin og þann rétt sem allir þá hafa er svo undir því komið.

Vagn (IP-tala skráð) 23.9.2021 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband