Leita í fréttum mbl.is

Brynjar Nielsson og Baldur kommi

úr Háskólaelítunni eiga orðastað á Facebook.

Brynjar segir:

Vísindin og fræðin eru allt um lykjandi í samfélagi mannanna nú um stundir. Allt sem heitir trú eða tilfinningar eru hindurvitni sem þarf að eyða úr samfélaginu með góðu eða illu. Því verður algengara að menn klæði skoðanir sínar í skikkju fræða og vísinda.
 
Fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar, ESB sinninn og fræðimaðurinn, Baldur Þórhallsson, hefur gefið út fræðirit þar sem hann kemst að því að velsæld þjóðarinnar komi að utan. Því skilur hann ekkert í andstöðu þjóðarinnar við inngöngu í ESB. Það þarf ekki fræðimann frá háskólanum til að segja okkur að velsæld þjóðarinnar fer eftir því hvað við getum selt öðrum. Því er alþjóðasamstarf og frelsi í viðskiptum afar mikilvægt. En ég er enn að reyna að skilja hvernig innganga í lokað tollabandalag 500 milljóna manna í 7 milljarða manna heimi sé svona mikilvæg fyrir velsæld okkar. Okkur hefur nú gengið ágætlega án þess hingað til.
 
Það má vel vera að einhverjir fræðimenn geti reiknað út í excelskjali að við gætum grætt einhverjar krónur á því að vera í ESB. Það væri örugglega enn auðveldara að reikna út að það marg borgaði sig efnahagslega fyrir Kúbverja að vera hluti af sambandsríki Norður Ameríku. En það er ríkt í hverri þjóð að vilja stjórna sér sjálf og hafa yfirráð yfir auðlindum sínum. Við getum kallað það trú eða tilfinningar og jafnvel hindurvitni, kæri Baldur.
 
Íslendingar hafa takmarkaðan áhuga á því að ganga inn í miðstýrt ólýðræðislegt apparat sem virðist ná að klúðra nánast öllu sem það kemur nálægt þessa dagana. Kaupmáttur í ESB ríkjum hefur nánast staðið í stað síðustu 20 ár og hlutfall Evrópu í hagvexti heimsins dregist verulega saman á sama tíma.
Mér er annt um Evrópu og tengi mig vel við flest ríki álfunnar. En ég er fyrst og fremst áhugamaður um hið frjálsa vestræna lýðræðisríki, sem á mjög undir högg að sækja. Ég er því áhugasamur um frelsi og samstarf sjálfstæðra þjóða. Þannig náum við árangri. Evrópusambandið hefur klúðrað því að vera lýðræðislegur vettvangur frjálsra og sjálfstæðra þjóða. Og við megum ekki gleyma því að í Evrópu eru ólíkar þjóðir, hver með sitt tungumál og menningu. Eina sem þau eiga öll sameiginlegt er kristin trú, sem reynt er að grafa undan með kerfisbundnum hætti og þar hefur ESB ekkert gefið eftir. Trúin kemur ekki heim og saman við vísindin í huga sumra. Hefur enginn velt því fyrir sér hvað merkingu orðið trú hefur? Kannski verður maðurinn ekkert gáfaðri eða skynugri eftir því sem menntun og þekking eykst. Mér sýnist það."
 
Ég skil það ekki frekar en Brynjar hvernig kommeriið getur verið svona sannfært um það að "innganga í lokað tollabandalag 500 milljóna manna í 7 milljarða manna heimi sé svona mikilvæg fyrir velsæld okkar."
 
Á Íslandi hefur orðið dæmalaus lífskjarasókn launafóks miðað við ESB. Oli Bieltvedt, Þorsteinn Pálsson og minnihluti þjóðarinnar í Samfó og Viðreisn virðist ekki sjá að okkur hefur  gengið ágætlega án þess hingað til. Meira að segja Drífa í ASÍ telur að það sé nóg til.
 
 
 
 
 
 
Ég deili skoðunum algerlega með Brynjari og er algerlega á móti Baldri Þórhallssyni í heil-og hálfkommeríinu í Samfó og Viðreisn og öllu því sem þar er boðað.
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Svona til upprifjunar um hvernig fer þegar amatörar taka völdin:

"Nú er verið að pússla saman stjórnarsáttmála, sem vafalaust mun innihalda ákvæði um að selja ríkiseignir sem teljast ,,innviðir” af því að svo “óeðlilegt”á að vera að ríkið eigi þær. Því er spurt:

Nú þegar nýtt bóluástand er á bæði fasteigna- og hlutabréfamarkaði og nú þegar sala banka í eigu ríkisins er enn á döfinni, af því að það á að vera svo "óeðlilegt" að ríkið reki banka, þá er hollt að rifja upp einkareksturinn fyrir hrun. Var það "eðlilegt" að kaupendur banka þá 1) fengu lán fyrir kaupverðinu, 2) sem var vægast sagt hóflegt og 3) borguðu lánin aldrei ? Var það "eðlilegt" að afhenda mönnum sem 4) aldrei höfðu rekið banka þessa 5) innviði samfélagsins, sem eru 6) á fákeppnismarkaði, sem þýðir að engin verðsamkeppni er um viðskipti almennings og smáfyrirtækja og var það "eðlilegt" að 7) stjórnvöld horfðu aðgerðalaus á að fjárglæframennirnir tóku sparifé almennings til eigin nota ? Verður það "eðlilegt" 8)að selja banka á ný án þess að hafa sett nokkrar reglur eða breytt, sem geta hindrað að sagan endurtaki sig ?"

 

Þessi upprifjun er frá Ragnari Önundarsyni sem var bankamaður en kjósendur vildu ekki.

Halldór Jónsson, 22.10.2021 kl. 23:56

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Og til viðbótar stálu 2 Banksterar bræður tryggigasjóði SJÓVÁ og sluppu með það að mestu.

Halldór Jónsson, 22.10.2021 kl. 23:59

3 identicon

Það "gleymist" oftast hjá andstæðingum ESB að það er bandalag ríkja á ríkasta og eftirsóknarverðasta markaðssvæði í heimi. Og að þetta "tollabandalag" er með fjölmarga tolla, samvinnu og fríverslunarsamninga um allan heim. Það er því langt frá því að vera "lokað". Myndin sem dregin er upp er því í öllum grundvallar atriðum röng, sama hvort það sé vísvitandi eða vegna fáfræði.

Ákafi Sjálfstæðisflokksins í að selja einkaaðilum banka, bæði fyrir og eftir hrun, kemur svo skoðunum á inngöngu í ESB ekkert við. 

Vagn (IP-tala skráð) 23.10.2021 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 3418286

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband