Leita í fréttum mbl.is

Willum fer vel af stað

og virðist ætla að nálgast slökun ofan frá en ekki gusast upp.

 

 
"Samkomutakmarkanir verða óbreyttar næstu tvær vikur en Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra bindur vonir við að hægt verði að slaka á þeim fyrr eða um leið og gögn um hið nýja omíkron-afbrigði berast. Hann segir mikla óvissu í kringum þetta afbrigði; hvernig það smitast, hvort bóluefnin virki sem vörn gegn því og hvernig það komi fram í hraðgreiningarprófum.
 

Núgildandi aðgerðir áttu að renna út á morgun.  Reglugerðin er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis sem skilaði af sér minnisblaði um helgina.

En þótt aðgerðir verði óbreyttar næstu tvær vikur virtist Willum hóflega bjartsýnn á framhaldið og viðurkenndi að hann hefði mátað allskonar breytingar á reglugerðinni. Þegar allt hefði komið til alls hefði hann ekki haft vísindin á bakvið slíkar ákvarðanir.  

Hann útilokaði ekki að breytingar yrðu gerðar á reglugerðinni fyrr og sagði þar skipta máli ef það kæmu fram gögn sem sýndu að omíkron-afbrigðið væri ekki jafn skætt og upphaflega var óttast. "

Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, hefur sagt að fyrstu gögn bendi til þess að veikindin af völdum omíkron séu ekki alvarleg og í sama streng er tekið í nýju minnisblaði norska sóttvarnayfirvalda.

Hann sagði ólík sjónarmið innan ríkisstjórnarinnar um hversu hratt ætti að slaka á takmörkunum. Það hefði verið skoðað  að hafa opnunartíma skemmtistaða klukkutíma lengur og færa fjöldatakmörk úr 50 í 100 „en það er ekki gott að taka ákvarðanir af því bara.“

50 manns mega koma saman með þeirri undantekningu að ef fólk fer í hraðpróf mega 500 vera í sama rýminu. Þá er eins metra regla í gildi og grímuskylda þar sem ekki er unnt að verða við henni. 

Fjöldatakmörkun, nálægðarmörk og grímuskylda eiga ekki við um börn sem fædd eru 2016 eða síðar. Veitingastöðum og öldurhúsum er gert að loka á ákveðnum tima og fjöldatakmarkanir eru í gildi í sundlaugum, skíðasvæðum og líkamsræktarstöðvum".

Slaka hægt og vera frekar á eftir en undan. Mér sýnist Willum skilja þetta vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Illi lýst mér á hann, og er hann gervallri ætt sinni til skammar.

Hann tók við af úrkynjaðri kellingu með lága greindarvísitölu, og ég bjóst við einhverjum framförum.

En nei...

Ásgrímur Hartmannsson, 7.12.2021 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418219

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband