Leita í fréttum mbl.is

Hinir sjö sofendur

eru líklega mun fleiri á Íslandi en í ævintýrinu þegar kemur að orkumálum.

Nú hrynur loðnubræðslan með rafmagnsleysi og verður að knýjast að 3/4 hlutum með olíu og útblæstri CO2.

Kollega Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur setur fram eftirfarandi punkta í þessu samhengi:

"Til að auka samkeppnishæfni kjarnorkunnar er Rolls Royce nú með minni og forsmíðaðar einingar kjarnakljúfa og gufuhverfla í hönnun, s.k. SMR (Small Modular Reactors), 0,47 GW, sem lækka virkjunarkostnaðinn um 35 % niður í 6,2 MUSD/MW, og fjöldaframleiðsla og samkeppni frá öðrum framleiðendum, t.d. frönskum, mun lækka verðmiða kjarnorkunnar enn meira.  Þessi orkuver geta staðið undir stöðugu álagi og orkuverðið verður lítið háð verðsveiflum á úrani..... 

....Orkustefna Þýzkalands og margra annarra landa Evrópusambandsins (ESB) er sú að loka öllum kjarnorkuverum fyrir árslok 2022, en reiða sig á vindorkuver og sólarhlöður.  Þetta er óumhverfisvænt  og óskilvirkt.  Hver vindmylla er tiltölulega efnisfrek, nýtingartími á ári er stuttur og endingin er skammvinn.  Um 65 t af Cu (kopar) fara í um 6 MW vindmyllu, og slík koparvinnsla útheimtir 50 kt námugröft.... 

 

...Í Frakklandi er afstaðan til kjarnorkuvera allt önnur, og þar kemur um helmingur raforkunnar frá kjarnorkuverum og t.d. á Bretlandi 16,5 % og vaxandi.  Þar er ætlunin að loka öllum, nema einu kjarnorkuveri, fyrir 2030 vegna aldurs og reisa ný með nýrri tækni.

  Bretar eru þó að reisa nýtt, stórt kjarnorkuver, Hinkley Point C, 3,2 GW, fyrir mrdGBP 23, sem jafngildir fjárfestingu 9,5 MUSD/MW.  Þetta er 3-4 faldur virkjunarkostnaður á Íslandi...

 

 

...Sumir hérlendis tala fjálglega um nauðsyn orkuskipta til að koma í veg fyrir hlýnun andrúmslofts um 2°C eða meira fyrir árið 2080 síðan 1850, þótt röð gervihnattamælinga á hitastiginu bendi aðeins til meðalhitastiguls 0,14°C/10 ár á síðustu 30-40 árum, og þessi hækkun gæti hæglega gengið til baka, en þeir mega samt ekki heyra minnzt á nýjar virkjanir.... 

 

 

...Til sannindamerkis um þjóðhagslegan kostnað, sem nú blasir við af völdum orkuskerðinga Landsvirkjunar til fiskiðnaðarins, er forsíðufrétt Morgunblaðsins 3. desember 2021 um, að loðnubræðslur fengju einvörðungu 25 MW af umsömdum 100 MW af ótryggðu afli í vetur

Til að vega þetta upp þurfa verksmiðjur, sem einnig eru með olíukatla, að brenna olíu.  Orðagjálfur stjórnmálamanna um 55 % samdrátt koltvíildislosunar 2030 m.v. 1990 er afhjúpað... 

....Afturhaldsöfl hafa drepið málaflokkinn í dróma. Eins og vanalega koma umhverfisráðstafanir græningja eins og bjúgverpill í fangið á stjórnvöldum sem aukinn bruni jarðefnaeldsneytis....  

....Það gerist nú á meginlandi Evrópu, og það gerist nú á Íslandi.  Ef hér hefði tekið til starfa ný um 100 MW virkjun á svæði, sem 220 kV flutningskerfi Landsnets spannar, væri hvorki orku- né aflskortur í vetur.  Það er einsdæmi frá stofnun Landsvirkjunar, að á tíma orkuskorts skuli ekki hilla undir umtalsverða virkjun á vegum fyrirtækisins.

 Stendur á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun?..."

Það er merkilegt að orkuskorturinn skuli ekki vekja meiri viðbrögð en raunin er. 

Við erum virkilega að láta taka okkur í bólinu í orkumalum Íslendingar. Við erum eins og Lati Geir á Lækjarbakka sem lá þar til hann dó...

Hlustum á vatnaniðinn og ræðum um sæstrengi og orku fallvatnanna. 

En gerum ekkert bara sofum og fleiri en sjö.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Það er merkilegt að orkuskorturinn skuli ekki vekja meiri viðbrögð en raunin er. " Nei, það hefur ætíð verið vandamál að fiskimjölsverksmiðjur geta í nokkrar vikur á nokkurra ára fresti þurft meira rafmagn en hægt er að láta þær fá. Það eru 20 ár síðan það skeði síðast. Það kostar nefnilega að hafa ónotaðar háspennulínur og virkjun á lager tilbúna til að fara í gang þegar allar bræðslur vilja margfalda vinnsluna og starfa á 100% afköstum í mánuð eða tvo. Þess vegna hafa bræðslurnar olíukatla tilbúna sem ekki hafa verið gangsettir frá síðustu stóru loðnuvertíð. Dags daglega, flesta mánuði og flest ár er enginn orkuskortur og mjölbræðslurnar með aðgang að meira rafmagni en þær þurfa.

Vagn (IP-tala skráð) 8.12.2021 kl. 19:47

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já vera kann þetta. En stóra myndin er að við höfum sofið á orkuverðinum

Halldór Jónsson, 9.12.2021 kl. 05:05

3 identicon

Það verður aldrei þannig að mikil orka verði tiltæk fyrir stóra notendur í stuttan tíma, nema lagður verði kapall til okkar. Freistingin til að fylla í allar holur og selja alla afgangsorku er óviðráðanleg. Nýjar virkjanir verða bara til að stækka, og jafnvel fjölga, stóriðjum og gagnaverum. Landsvirkjun byggir ekki virkjun nema vera örugg um að geta selt nær alla framleidda orku og leggur ekki háspennulínur til skrauts, nægur er kostnaðurinn við að berjast fyrir því sem virkileg þörf er fyrir.

Vagn (IP-tala skráð) 9.12.2021 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 3418301

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband