Leita í fréttum mbl.is

Skírnir 1859

er með Fréttir eftir Arnljót Ólafsson sem ég geri ráð fyrir að sé séra Arnljótur sem um var kveðið:

 

Mér er um og ó um Ljót

ætla hann bæði dreng og þrjót,

Í honum er gull og grjót

getur unnið mein og bót.

 

Líklega var það Páll gamli Ólafsson sem orti þetta.

En  þarna er stjórnamálasaga heimsins með frá þessu tíma með  orrustulýsingum og stjórnmálaflækjum skrifuð af samtímamanni af þvílíkri yfirburða þekkingu og vandvirkni að mig rak í rogastans.

Það væri gaman að gefa sér tíma til að lesa þetta með vandvirkni sem maður gerir líklega aldrei. En það er ástæða til að vekja athygli á þessu gamla verki.

Þvílíkt verk hefur verið að skrifa þetta, setja og prenta og meira að segja leiðrétta líka, hundruð blaðsíðna.

Það leynist margt úr fylgsnum fyrri aldar í Skírni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnljótur Bjarki Bergsson

Um Gamla Ljót var ort með þessum hætti, mér skilst þó ð það hafi verið Björn í Laugási sem orti með þessum hætti sbr grein efir Rnór Sgurjónsson í Andvara 1968

Arnljótur Bjarki Bergsson, 9.12.2021 kl. 19:43

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Íslenska

Íslenska


Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8058)

Ástavísur  (46)

Bitavísa  (1)

Blönduós  (2)

Bæjavísur  (19)

Bændavísur  (10)

Eftirmæli  (43)

Ellivísur  (19)

Ferðavísur  (39)

Gamanvísur  (59)

Gangnavísa  (17)

Gátur  (2)

Háðvísur  (17)

Heillaóskir  (16)

Hestavísur  (51)

Heyskapur  (2)

Hindisvík  (3)

Hólmavík  (2)

Húnaflói  (12)

Jónavísa  (2)

Lífsspeki  (52)

Níðvísur  (22)

Samstæður  (1114)

Svarvísur  (5)

Söguvísa  (1)

Veður  (5)

Veðurvísur  (41)

Vorvísa  (4)

Mér er um og ó um Ljót

Bls.17


Tildrög

Arnór Sigurjónsson segir:„Hins vegar eru til heimildir um það, að annar virktavinur Páls, séra Björn í Laufási, sem reyndar mun hafa ort vísurnar um Bjúgnefinn, lagði sig fram til að fá Pál(Ólafsson skáld sem vildi koma Arnljóti á þing í sinn stað) ofan af þessari ráðabreytni. Hann skrifaði Páli bréf, sem enn er til, um þetta efni, er þar reyndar hóflegri í dómum sínum um Arnljót en hann var oft annars, viðurkennir hann sem gáfaðan mann, eins og almennt sé talið, og bætir svo við: „En svo segja nú aðrir:
Mér er um og ó um Ljót,
ég ætla hann vera dreng og þrjót,
í honum bæði gull og grjót,
er getur unnið mein og bót.„
Með þessu hygg ég, að hann hafi fest vísu þessa fyrst á blað, og sé hann höfundur hennar.“
Arnór Sigurjónsson í Andvara 1968

 

Mér er um og ó um Ljót,
ég ætla ´ann bæði dreng og þrjót,
í honum er gull og grjót,
hann getur unnið mein og bót.

Halldór Jónsson, 10.12.2021 kl. 05:55

3 Smámynd: Halldór Jónsson

L+klega rétt

En mikill afburða maður var Þessi maður sr. Arnljótur

Halldór Jónsson, 10.12.2021 kl. 05:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 3418305

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband