18.12.2021 | 11:19
Upplýsandi hugleiðing um sjávarútveginn
er að finna í grein Svans Guðmundssonar í Morgunblaðinu á laugardaginn 18. desember, Krókaflamark og rómantík í sjávarútvegi.
Svanur segir:
"Markaðs- og sölustarf er lykilþáttur í íslenskum sjávarútvegi í dag. Sjávarútvegurinn hefur í raun færst frá til þess að gera frumstæðu veiðisamfélagi í sérhæfða matvælaframleiðendur sem lofa að afhenda gæðavöru á fyrirframákveðnum tíma. Allt byggist það á því að geta afhent ferska vöru með tryggum hætti eins og samningar segja til um. Öll íslensk sjávarútvegsfyrirtæki vita þetta og hafa byggt upp starfsemi sína til að geta uppfyllt skilyrði sem nútímamatvælamarkaðir kalla á. Allt sem truflar þetta færiband, upp úr sjó og ofan í maga neytanda, hefur áhrif á verð og afkomu. Fyrirsjáanleiki og stöðugleiki er lykilþáttur í þessu ferli og kvótakerfið tryggir það. Skipstjóri sem siglir út á miðin í dag hefur innkaupaseðil útgerðarinnar undir höndum og hefur um það bil tvo sólarhringa til að koma með vöruna og ætlast er til að litlu skeiki milli tegunda. Þetta er veruleiki sem margir hafa ekki náð að setja sig inn í. Í landi bíður hágæðavinnsla sem vinnur og flokkar fiskinn og pakkar honum í neytendaumbúðir. Nokkrum tímum eftir að fiskurinn kemur inn í vinnsluna er hann lagður af stað til neytenda. Kæling, ferskleiki, hraði og áreiðanleiki skiptir öllu.
Rómantíska kerfið
Fyrir utan þetta kerfi er annað kerfi sem lýtur eigin lögmálum. Það kerfi er umlukt ákveðinni rómantík og er afrakstur pólitískra hrossakaupa, miklu fremur en hinnar vísindalegu og hagrænu uppbyggingar sem er grunnur kvótakerfisins. Smábátakerfið er í raun andstaða við þau sjónarmið að stunda ábyrgar veiðar með hámörkun arðsemi að leiðarljósi en nýtur þrátt fyrir það hylli margra. Það er í raun andstaða við allt það sem var nefnt hér að framan þar sem það tryggir aðeins hráefni þegar auðveldast er að sækja sjó og hefur því beinlínis áhrif til lækkunar hráefnisverðs. Auðvitað væri hægt að veiða allan þorskkvótann á smábátum yfir sumarið en hvaða áhrif myndi það hafa á útflutningstekjur landsmanna? Jú, markaðurinn myndi drukkna í hráefni á stuttum tíma, sem myndi þýða verðfall, og stöðug fiskvinnsla allt árið væri liðin tíð. Um leið myndi hagkvæmni þess að veiða aðrar tegundir en þorsk hverfa þar sem veiðar þeirra byggjast á því að vera sóttar með þorskinum. Með slíkum veiðum væri forsendum kippt undan fiskvinnslu eins og við þekkjum hana í dag. Hafa verður í huga að aflamark er tvenns konar, þ.e. almennt aflamark, sem nýta má með veiðum með öllum leyfilegum veiðarfærum, og krókaaflamark, sem einungis er heimilt að nýta með krókaveiðarfærum (handfæri og línu). Bátar sem stunda veiðar á grundvelli krókaaflamarks þurfa að vera minni en 15 brúttótonn og er þeim einungis heimilt að stunda veiðar með línu og/eða handfærum. Þetta er kjarninn í aðskilnaði smábátakerfisins/krókaveiða frá stóra kerfinu.
Draumsýn og veruleiki
En draumsýn og veruleiki er sitt hvað. Margir í smábátakerfinu hafa teygt sig langt, skuldsett sig með kvótakaupum og þurfa að sækja sjóinn í vályndum veðrum. Það er allt í lagi að hafa allt þetta í huga þegar við ræðum veiðar smábáta en það er rík tilhneiging til þess að færa þeim anga sjávarútvegsins stærri og stærri aflahlutdeild. Þegar sú hlutdeild er sótt rýrnar hlutur annarra. Á milli þessara tveggja kerfa hins vísindalega og hins rómantíska er stöðugur núningur því annar aðilinn hefur keypt sínar veiðiheimildir en hinn reynir stöðugt að sækja sér stærri hlut með pólitískum þrýstingi. Í dag er óheimilt að flytja aflaheimildir úr krókaaflamarkskerfi í aflamarkskerfi en hinir rómantísku smábátamenn eiga þá draumsýn helsta að komast inn í stóra kerfið til þess eins að geta síðan selt sig út úr því. Er ekki tímabært að skoða í alvöru hvort kerfið hentar betur hagsmunum þjóðarinnar allrar?"
Bloggari viðurkennir fúslega hversu hann er skiptur milli aðdáunar á virkni kvótakerfisins og þeim leiðindum sem sem núningurinn við "sjálfstæðisstefnuna frá 1929 veldur honum þar sem tala'er um atvinnufrelsi og einstaklingsfrelsi. Hvernig réttlætirðu þetta í huganum?
En er ekki hægt að segja að þessi tvö kerfi í núverandi mynd séu málamiðlun sem komið hafi til vegna takmarkaðs framboðs af fiski í sjónum? Salomonsdómur í nauðvörn?
"Þegar sú hlutdeild er sótt rýrnar hlutur annarra. Á milli þessara tveggja kerfa hins vísindalega og hins rómantíska er stöðugur núningur því annar aðilinn hefur keypt sínar veiðiheimildir en hinn reynir stöðugt að sækja sér stærri hlut með pólitískum þrýstingi"
Er þetta ekki staðan í dag? Stöðugur núningur milli öfundar og hagsmunavörslu? Viðurkenningar á kostum og göllum og status quo? If it works, d´ont fix it segir Murphy . Og þar við situr, aðeins algerir bjálfar leggja til kollvörpun á kerfinu.
Mér finnst Svanur fara nálægt frumkostum og deilum um kerfin tvö.
Veiðigjöld og krókaveiðar eru aðskilin í pólitík og verða það áfram í hugleiðingum um sjávarútveginn okkar..
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
feitletranir eru bloggarans
Halldór Jónsson, 18.12.2021 kl. 11:20
Mikið til í þessum pælingum þínum Halldór.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.12.2021 kl. 13:28
Skrítið að sjallarnir vilji ekki að frjálsræðið ríki i þessum malum.
1 allur afli fiskiskipa verði seldur í gegnum markað, bæði frosinn og ferskur
2. Allat afurðir verstöðvarinnar Íslands verði seldar i gegnum markað.
Þar með yrði öll viðskipti milli útgerðar og vinnslu uppá borðum og milli vinslu og útflutnings.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 18.12.2021 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.