Stýri­vaxta­hækkun Seðla­bankans upp á 1 prósent, upp í 3,75 prósent, veldur skuldugum heimilum bú­sifjum.

Heimilin eru með um 700 milljarða í ó­verð­tryggðum hús­næðis­lánum á breyti­legum vöxtum. Vaxta­hækkunin í gær hækkar greiðslu­byrði þeirra um sjö milljarða á ári. Fyrir ári voru stýri­vextir 0,75 prósent. Þeir hafa hækkað um þrjú prósentu­stig á einu ári. Sú hækkun hækkar vaxta­byrði heimilanna um 21 milljarð á ári.

Hægt er að taka dæmi um tvær ís­lenskar fjöl­skyldur. Önnur skuldar 25 milljónir í hús­næðis­lán og hin 50 milljónir. Báðar fjöl­skyldurnar eru með ó­verð­tryggð lán á breyti­legum vöxtum.

Gangi stýri­vaxta­hækkun Seðla­bankans að fullu yfir í út­lána­vexti banka og líf­eyris­sjóða, eins og verður að telja mjög lík­legt að verði, hækkar greiðslu­byrði fjöl­skyldunnar sem skuldar 25 milljónir um 250 þúsund krónur á ári, eða ríf­lega 20.800 krónur á mánuði.

Sé hús­næðis­lánið 50 milljónir tvö­faldast þessar fjár­hæðir, þannig að ár­leg greiðslu­byrði hækkar um hálfa milljón og mánaðar­leg um 41.666 krónur.

Frá því í maí í fyrra hefur greiðslu­byrði hús­næðis­lána þessara fjöl­skyldna hækkað um 750 þúsund og 1,5 milljónir á ári. Mánaðar­leg greiðslu­byrði fjöl­skyldunnar með 25 milljón króna lán hefur hækkað um 62.500 krónur og sú sem skuldar 50 milljónir þarf nú að greiða 125 þúsund krónum meira í hverjum mánuði en áður en Seðla­bankinn hóf vaxta­hækkunar­ferli sitt í maí í fyrra.

 

Til saman­burðar er vert að nefna að séu þessi lán til 25 ára er greiðslu­byrði af höfuð­stól lægra lánsins 83.333 krónur á mánuði en 166.667 krónur af hærra láninu.

Af þessu er ljóst að vaxta­hækkanir Seðla­bankans valda ís­lenskum heimilum miklum bú­sifjum, jafn­vel svo miklum að hægt sé að tala um for­sendu­brest.

Einnig er ljóst að vaxta­stefna Seðla­bankans mun hafa mikil á­hrif á kröfu­gerð verka­lýðs­hreyfingarinnar í kjara­samningunum sem eru lausir í haust.

Ragnar Þór Ingólfs­son, for­maður VR, segir stýri­vaxta­hækkun Seðla­bankans galna. Með henni hafi Seðla­bankinn lagt línurnar fyrir kröfu­gerð verka­lýðs­hreyfingarinnar í kjara­samningum sem eru lausir í haust.

„Þetta er í raun ekkert annað en skýr stríðs­yfir­lýsing Seðla­bankans gagn­vart launa­fólki í landinu. Bankinn stendur með bönkunum og fjár­magninu gegn al­menningi. Þetta fer að verða spurning um að mót­mæla fyrir framan Seðla­bankann,“ segir Ragnar Þór.

„Við hljótum að miða kröfu­gerð okkar við endur­heimt þess sem Seðla­bankinn tekur með því að láta launa­fólk bera allar byrðar af bar­áttu hans við inn­flutta verð­bólgu,“ segir Ragnar Þór.

Vil­hjálmur Birgis­son segir ljóst að aukinn fjár­magns­kostnaður fyrir­tækja mun fara beint út í verð­lag og þjónustu sem á endanum lendi á herðum neyt­enda.

„Gott væri ef seðla­banka­stjóri gæti út­skýrt á manna­máli hvernig kjara­samningar á al­mennum vinnu­markaði ógna ætíð stöðug­leika í ís­lensku sam­fé­lagi þegar bara þessi stýri­vaxta­hækkun kostar fyrir­tækin jafn­mikið og að ganga frá kjara­samningi á hinum al­menna vinnu­markaði,“ segir Vil­hjálmur."

Þeim lýtur að vera uppsigað við Seðlabanka Bandaríkjanna sem leyfði sér að hækka stýrivexti eins og Ásgeir um heilt prósent í gær.Sama máli gegndi um Englandsbanka.Þar voru vextir hækkaðir í 1 % sem er fjórða stýrivaxtahækkunin samfellt í röð á þeim bæ! Allt vegna verðbólguhættu.  

Og allstaðar er verið að hækka stýrivexti vegna verðbólguáhlaupsins í heiminum.

Því eru þeir Ragnar Þór og Vilhjálmur Birgisson á móti.Vill einhver yfirhöfuð borga vesti? 

Hvað vilja þeir gera?

Hvað vilja þeir að Bandaríkin geri?

Eða Bretland?

Eða Ásgeir?

Lækka stýrivexti?

Niðurgreiða  vexti?

Þvílík séní eru þessir menn ávallt í efnahagaslögmálum.