Leita í fréttum mbl.is

Óstöđvandi?

virđist Borgarlínubrautin í Reykjavík vera.

Og önnur sveitarfélög skulu dansa međ nauđug eđa viljug sem og ađ eyđileggja Reykjavíkurflugvöll  međ illu eđa góđu.

Í Morgunblađinu í dag er ţessi frétt:

"Vegagerđin og Betri samgöngur munu láta vinna frumdrög ađ jarđgöngum undir Miklubraut frá Snorrabraut og austur fyrir Grensásveg, til samanburđar viđ steyptan stokk sem leggja á frá Snorrabraut og austur fyrir Kringlu samkvćmt gildandi ađalskipulagi og samgöngusáttmála.

Ţröstur Guđmundsson, forstöđumađur verkefna og áćtlana hjá Betri samgöngum, segir hugsanlegt ađ jarđgöng séu fýsilegur kostur, alla vega sé vilji til ađ skođa ţann valmöguleika en tekur fram ađ ţađ sé annarra ađ ákveđa breytingar ef sá kostur kemur vel út í samanburđinum. Gert hefur veriđ ráđ fyrir ţví ađ stokkurinn verđi byggđur í tveimur áföngum.

Annars vegar á milli Snorrabrautar og Rauđarárstígs og hins vegar ţađan og austur fyrir Kringlu. Hugsanlegt er ađ hentađ gćti ađ grafa jarđgöng austur fyrir gatnamót Grensásvegar. Frumdrög sem nú á ađ láta vinna og bođin hafa veriđ út fela í sér ađ fyrstu áćtlanir eru gerđar og reynt ađ ná utan um verkefniđ í heild.

Nćsta stig hönnunar er forhönnun. Ţá eru niđurstöđur úr frumdrögum unnar lengra og byrjađ ađ vinna ađ kostnađar- og tímaáćtlunum, umhverfismati og deiliskipulagi. Ţriđji áfanginn er síđan verkhönnun ţar sem mannvirkiđ er hannađ ađ fullu til undirbúnings útbođs verklegra framkvćmda.

Sćbraut á annađ stig

Sćbrautarstokkurinn, frá Vesturlandsvegi ađ Holtavegi, er ađ fara á annađ stig hönnunar, forhönnun.

Stokkurinn verđur 850 metrar ađ lengd, frá Vesturlandsvegi og fram yfir Kleppsmýrarveg og ađlögun stokks ađ núverandi vegi lýkur áđur en komiđ er ađ Holtavegi."

Ţađ virđist vera ađ ekki sé leyfilegt ađ hugsa ađra útfćrslu á umferđargreikkun Miklubrautar en ađ grafa brautina í jörđ.

Ef venjulegur bóndi vćri beđinn um ódýra og einfalda afkastaaukningu á umferđ um Miklatún myndi varla vefjast fyrir honum ađ skera svo sem einn eđa tvo stigaganga af blokkinni á horninu á Miklubraut og Lönguhlíđ og breikka brautina um svona 2 akreinar. Rífa nokkra gamla kofa viđ Rauđarárstíg og keyra umferđina áfram á mislćgum gatnamótum ţar sem ţyrfti.

Ţetta má ekki einu sinni rćđa. Borgarlína og Stokkur er  hiđ eina leyfilega. Skynsemi virđist bönnuđ í rennsli umferđar í Reykjavík.

Nóg pláss er samt til ţarna til ađ breikka rennsliđ í báđar áttir. Bara kostar líklega ekki nógu mikiđ til ađ Ţórdís Lóa og Viđreisn geti ţóknast slíkar lausnir.  Hvađ ţá ađrar lausnir skipulags i Skerjafirđi eđa á Reykjavíkurflugvelli .

Ţađ er eins og ađ einu lausnirnar  hljóti ađ felasat í ţví hversu dýrar er hćgt ađ gera ţćr? 

Um ţađ verđi kosiđ 14.maí en ekki annađ.

Borgarlínan virđist vera óstöđvandi ţví hvergi má til spara.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband