5.10.2007 | 11:39
Rétt hjá Jóni Magnússyni
Mér finnst þetta vera punktar hjá vini mínum Jóni Magnússyni hæstaréttarlögmanni og alþingismanni, sem við Sjálfstæðismenn megum hugleiða aðeins ef við viljum vera samkvæmir sjálfum okkur. Sérstaklega verður mér hugsað til ungliðahreyfingar flokksins , þar sem Jón var eitt sinn í fylkingarbrjósti ásamt með Friðriki Sophussyni. Þeim var þá tíðrætt um "Báknið Burt ". Já tíminn líður og breytist og mennirnir með. Ég leyfi mér að skella þeim inn hér að neðan en þeir eru ú pistli Jóns sem hann flytur á á Útvarpi Sögu .
Mín skoðun 4.10.2007. " Hlustendur Útvarps Sögu. Jón Magnússon alþingismaður talar. Maðurinn sem afgreiddi kolin.Sú var tíðin að notuð voru kol til upphitunar og brennslu í Reykjavík. Á kreppuárunum var skortur á kolum og þá var gripið til skömmtunar samkvæmt ákveðnum reglum sem valdstjórnin á þeim tíma ákvað. Maður nokkur sem við getum kallað Árna fékk það hlutverk að annast um skrifa upp á það hverjir mættu fá kolapoka úr skömmtunarsjóði ríksins og hverjir ekki. Árni rækti þetta starf vel og samviskusamlega en svo kom að því að reglum var breytt og Árni vissi ekki almennilega hvort þetta var lengur í hans verkahring eða ekki. Maður nokkur sem við getum kallað Guðmund kom til Árna og vildi að hann skrifaði upp á heimild til að hann fengi kolapoka hjá skömmtunarsjóði kola en Árni tjáði Guðmundi að hann væri ekki viss um það hvort hann hefið nokkuð með þessi mál að gera lengur. Guðmundur gaf ekki sitt eftir og svo fór að Árni skrifaði svofellt erindisbréf.Guðmundur má fá einn poka af kolum fyrir mér. Mér finnst gaman að rifja þessa sögu upp hér til að minna á hvað við búum í gjörbreyttu þjóðfélagi. Við búum ekki við skömmtun þvert á móti þá eru allar búðir fullar af vörum. Við búum við ákveðin höft en þau takmörkuð miðað við það sem áður var. Það sem meira er að við búum við vistvænan orkugjafa vegna þess að borgarstjórar í Reykjavík höfðu fyrirhyggju, dug og framsýni til að byggja upp öflugt orkufyrirtæki vistvænnnar orku og nýta orkuna í iðrum jarðar í Reykjavík og nágrenni. Hitaveita Reykjavíkur varð öflugt fyrirtæki sem síðan var sameinað Vatnsveitu og Rafmagnsveitu Reykjavíkur og úr varð Orkuveita Reykjavíkur. Orkuveita Reykjavíkur og forverar hennar hafa veitt birtu og yl um híbýli okkar um langa hríð og vegna þeirrar framsýni sem stjórnmálamenn um og eftir miðja síðustu öld sýndu þá er Reykjavík ein hreinasta og vistvænasta borg í heimi. Orkuveitan hefur stundað rannsóknir og uppbyggingu orkumannvirkja og gríðarleg þekking hefur orðið til í fyrirtækinu sem eru mikil verðmæti í sjálfu sér. Orkuveitan hefur tekið þátt í ýmsum áhættufyrirtækjum sem spurning var um hvort ætti að gera en það hefur samt verið gert. Nú hefur verið búið til úr hluta úr Orkuveitu Reykjavíkur stærsta orkufyrirtæki heims á sínu sviði Reykjavík Energy Invest með heildarhlutafé rúmlega 40 milljarðar og að því koma margir stórir hluthafar. Verðmætið í fyrirtækinu byggist helst á þeirri þekkingu sem hefur orðið til í Orkuveitu Reykjavíkur á umliðnum árum og Hitaveitu Reykjavíkur þar áður um áratuga skeið. Nú skyldi maður ætla að við þessi merku tímamót þegar stjórnendur Reykjavíkur setjast við hlið auðjöfra í öflugasta orkufyrirtæki sinnar tegundar og jafnvel áður en þeir gerðu það að þeir gæfu okkur venjulegu fólki sem höfum verið neytendur Orkuveitu Reykjavíkur um ára- og jafnvel áratugaskeið möguleika á því að vera með í fyrirtækinu. Ég átti ekki von á öðru en að okkar ágæti borgarstjóri Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson mundi ganga fram fyrir skjöldu og segja. Þetta fyrirtæki og þessi þekking hefur orðið til vegna þeirrar framsýni sem fyrirrennarar mínir í starfi hafa sýnt og vegna þess sem notendur Orkuveitunnar hafa greitt til hennar. Það er eðlilegt að við gefum fólkinu á höfuðborgarsvæðinu kost á því að gerast hluthafar í því orkuævintýri sem við erum nú að leggja út í. Orkuævintýri þar sem meiningin er að hið nýja fyrirtæki leggi heiminn að fótum sér og nýti sér það hugvit og þekkingu sem orðið hefur til í Orkuveitunni vegna gjalda okkar kaupenda orkunnar. Ef til vill hefði Vilhjálmur átt að ganga enn lengra og afhenda öllum viðskiptavinum Orkuveitunnar eitt hlutabréf í nýja fyrirtækinu um leið og hann gaf notendunum kost á því að vera með. Þannig að litli Jón og litla Gunna gætu þess vegna keypt hlut fyrir 50 þúsund eða 100 þúsund og verið með. Því miður þá varð þetta ekki svona. Gamli góði Villi hugsaði ekki til Litlu Gunnu og Litla Jóns. Nú er enginn Albert Guðmundsson í borgarstjórn eða í Sjálfstæðisflokknum sem hugsar um hagsmuni litla mannsins. Þess vegna ef til vill datt engum það í hug að það væri ef til vill eðlilegt að gefa fólkinu í landinu kost á því að vera með. Venjulegum íslendingum var ekki gefinn kostur á að vera með en tilkynnt var að Bjarni Ármannsson fyrrum forstjóri Glitnis áður Íslandsbanka hefði lagt 500 milljónir í fyrirtækið og hann er nú stjórnarformaður. Kvótagreifum og olíufurstum var líka boðið að vera með en ekki þeim sem byggðu upp fyrirtækið. Ekki þeim sem gerðu ævintýrið mögulegt. Nei um 90% hlutafjár eru í eigu auk Orkuveitu Reykjavíkur fyrirtækin FL-Group, Atorka Group og Glitnir banki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að vera flokkur einkaframtaksins. Svo virðist að í starfi sínu þá sé Sjálfstæðisflokkurinn einungis flokkur einkaframtaks sumra. Þeirra fáu stóru. Aðrir eru ekki þóknanlegir. Mér finnst það synd með þetta nýja fyrirtæki að Sjálfstæðisflokkurinn og borgarstjórinn sem ég bind miklar vonir við og studdi við síðustu borgarstjórnarkosningar af fyrri kynnum mínum af honum skyldi ekki eygja þennan möguleika og gangast fyrir víðfeðmu almenningshlutafélagi þar sem að allir fengju að vera með en ekki bara sumir. Mér hefði fundist slíkt vera sanngjarnt gagnvart okkur sem eigum þegar öllu er á botnin hvolft mest í því fyrirtæki sem er hryggsúlan í nýa orkurisanum sem borgarstjórinn hefur gengist fyrir að yrði til ásamt bönkum og nokkrum öðrum sem voru sérvaldir til að taka þátt í þessum leik á meðan venjulegur Reykvíkingur fékk ekki að vera með. Svona glata menn tækifærinu til að reisa sér fallega bautasteina og mér finnst miður að borgarstjórinn og meirhlutinn í borgarstjórn skyldi gleyma venjulegu fólki í Reykjavík einu sinni enn. "
Getur Orkuveitan ráðstafað einokunargróða sínum af vatnssölu á þennan hátt í áhætturekstur eins og risarækjur, Línu Net og ljósleiðarvæðingu ? Eru ekki einhverstaðar ákvæði í lögum að sveitarfélög megi ekki mynda óeðlilegan hagnað af vatnssölu ? Orkuveitan hlýtur að hafa mikinn ónauðsynlegan hagnað af því að sjá okkur fyrir heitu vatni þegar lítil hitaveita og kaldari eins og rekin er á Seltjarnarnesi, getur selt vatnið miklu ódýrara en risinn hinumegin vð landamærin.
Eða eru borgarfulltrúar bara misfúlir eftir því hvað þeir eða þeirra ættmenni fengu eða fengu ekki að kaupa mikið eða lítið í nýja fyrirtækinu ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.