22.1.2008 | 08:23
Velkominn Ólafur Liljurós !
Hinn 4. desember s.l. skrifaði ég eftirfarandi á þetta blogg:
"Mikið er gaman að Ólafur Magnússon skuli vera kominn aftur til starfa í Borgarstjórn Reykjavíkur og heill heilsu. Hann er eini maðurinn, sem við vinir Reykjavíkurflugvallar getum treyst á Borgarstjórn. Allir hinir eru annaðhvort hráir eða soðnir eins og Villi eða eindregnir andstæðingar flugvallarins í Vatnsmýrinni eins og sexmenningaklíkan öll í Sjálfstæðisflokknum, nema kannske utan Kjartans eins.
Ólafur Magnússon er maður hreinn og beinn. Honum getum við treyst. Vonandi kemur hann saman góðum lista við næstu kosningar sem við getum stutt heilshugar til góðra verka. Margir telja að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að gera endanlega í buxurnar í borgarpólitíkinni og honum muni fáir treysta héðan af. Flokkur, sem ekki getur ítrekað staðið saman, er eins og hús sem er í sjálfu sér sundurþykkt. Það mun riða til falls og fall þess verður mikið. Eða svo stendur í hinni góðu bók held ég.
Allt vinstragengið í nýja R-lista bræðingnum er líka alfarið á móti Reykjavíkurflugvelli. Björn Ingi er eins og hann er, enn staddur úti á Lönguskerjum. Undir hans exi þora víst fáir að sofa lengur.
Því er Ólafur maður okkar Vallarvinir ! Styðjum við Ólafs Magnússon til góðra verka ! Gerum framtíð Reykjavíkurflugvallar að úrslitakosti í pólitísku vali mann og málefna "
Ég viðurkenni alveg að ég var svakalega svekktur á þessum tíma útí Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík vegna þess sem uppá hafði komið. Ég viðurkenni að ég hafi kannske verið of stórorður í hita leiksins. En þannig er minn heimski háttur að tala beint út um það sem mér finnst og hugsa svo.
Það breytir því ekki að ég hef tröllatrú á Ólafi lækni og hvet okkur Vallarvini að styðja vel við hann. Hann hefur mikinn stuðning í flugvallar málinu og má benda honum á skoðanakönnunina hér á síðunni þar sem yfir níu af hverjum tíu vilja Reykjavíkurflugvöll áfram. Merkilegt er að Sjálfstæðismenn í borgarstjórn skuli ekki skynja þessa sannfæringu fólksins heldur margir berja hausnum við steininn og heimta völlinn burt.
Nú eru fangelsismálin í uppnámi vegna síbyljunnar Hólmsheiðarflugvöll, sem öllum flugmönnum er ljóst að kemur aldrei í stað Reykjavíkurflugvallar. Það þarf engar veðurrannsóknir frekar á því., þetta er allt borðliggjandi. Mosfellingar vilja ekki sjá flugvöll þarna heldur. Og vegna alls þessa verðum við þá væntanlega tugthúslausir næstu ár svo skemmtilegt sem það er fyrir almenning sem vill að glæpamenn séu í fangelsum en ekki lausir á götunum. Og það er einmitt í málefnasamningnum, að það eigi að hætta að berja fólk í miðbæ Reykjavíkur.
Vertu velkominn Ólafur læknir. Þú ert í læknishlutverki við að lækna gömul sár í pólitíkinni. Láttu andstæðingana ekki stressa þig upp með skítkasti. Láttu samstarfsaðilana hafa fyrir nýju lífi og vinna verkin. Hugsaðu sjálfur um heildaryfirsýnina og stefnumótunina. Slappaðu vel af daglega og njóttu félagsskapar vina þinna en eyddu ekki orku í að berjast við gjammandi anstæðingastóðið. Þú ert borgarstjórinn okkar allra sem unna Reykjavíkurflugvelli. Við styðjum þig !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Seg mér, minn kæri. Hvenær fluttir þú í Rvík? Hvernig í dauðanum getur Ólafur verið þinn borgarstjóri, ég hélt ap það væri hann Gunnar gott að búa í Kópavogi og nú raunar líka ,,gott að vera dauður í Kópavogi," eftir að Gunnar opnaði kirkjugarðinn.
Miðbæjaríhaldið
e.s.
Hann fer nú samt.
Bjarni Kjartansson, 22.1.2008 kl. 18:23
Jæja Dór, vér eigum von eftir allt
Nú erum við með Samgönguráðherra sem vill hafa völlinn þar sem hann er og einnig Borgarstjóra, betra getur það varla orðið.
Nú þurfum viði bara byggingaleyfi fyrir flugskýlum svo vélar þurfi ekki að vera úti einn veturinn enn. Það þarf líka að hafa lóða skipti við HR og byggja nýjann háskóla á Keldnaholti.
Valur Stefánsson, 22.1.2008 kl. 21:36
Mitt kæra Miðbæjaríhald, já það er bæði gott að lifa og vera vel dauður í Kópavogi, þar er allt til alls. Nema eini flugvöllur okkar er á Sandskeiði og þar má ekkert gera heldur en í Reykjavík.
Það breytir því ekki að ég vil styðja við Ólaf Magnússon og treysti á hann til verndar gegn ofsóknum vallarfjánda. Ég vona að þú berir enn taugar til Tálknafjarðar þó að þú sért þaðan fluttur með þín sálarkeröld og íhald. Ég er fæddur í Reykjavík við flugvöllinn og þar eru mínar rætur.
Já Valur , nú er von í fyrsta sinn.
Ef hægt væri nú að sannfæra ráðamenn um það, að fluginu sé nauðsynlegt að fá að byggja yfir flugvélar sínar á Reykjavíkurflugvelli. Stálgrindahús, sem megi skrúfa niður og flytja suður á Patterson, þegar þeim þóknast að loka vellinum. Hvað eiga þessir menn á hættu með því að leyfa slíkt ?
Bjarni minn, sérð þú einhverjar hættur í því fólgnar ?
Aðstöðuleysi viðskiptaflugsins og einkaflugsins stendur allri flugstarfsemi fyrir þrifum. Ég held að það mynu verða byggðir nokkur þúsund fermetrar af nýjum flugskýlum á þessu ári ef þetta yrði leyft núna.
Halldór Jónsson, 22.1.2008 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.