Leita í fréttum mbl.is

Vestfirðir pólskt landssvæði ?

Tengdadóttir mín, Guðrún Atladóttir innanhússhönnuður, skrifaði mér þessar línur:  

"Óháð öllum trúaarbrögðum og fordómum skulum við ekki gleyma því að kosovo Albanir eiga ekki uppruna sinn að rekja til þessa landsvæðis.  Þeir hafa ekki sögulegt né landfræðilegt tilkall til Kosovo.  Þetta er álíka fáránlegt og ef pólverjar á vestfjörðum myndu heimta að Vestfirðir yrðu gerðir að sjálfstæðu ríki, míní Póllandi. Þetta er mjög flókið mál og alls ekki rétt að stilja við Kósóvó í þessu máli. "

Mér finnst þetta athyglisverð ábending um það, hvað hér getur gerst ef við förum áfram í jafn hugsunarlausum  hroka og við gerum í innflytjendamálum.

Hvernig myndum við (Morgunblaðið og einhverjir Alþingismenn) bregðast við pólskri sjálfstæðisyfirlýsingu á Vestfjörðum ? Myndu kvótagreifarnir grípa til vopna ? Ekki væri hægt að ætlast til að við hin myndum  gera  eitthvað í þessu. Það er búið  að hirða flest landsgæðin af okkur og Vestfirðingum og við höfum í raun ekkert eftir til að verja nema einhver aukatriði.

Mér skildist svo líka að okkar stjórnvöld ætli að viðurkenna sjálfstæði Kósóvó.

 Kemur mér  það eiginlega nokkuð við  ? Stundum finnst mér að Íslendingar séu að hætta að vera ein þjóð. Þeir líkist   miklu fremur skæruliðahópum,  sem fara um með rupli og ránum og skeyta hvorki um skömm né heiður. Án sameiginlegs markmiðs eða þjóðernisvitundar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll Halldór.

Gat ekki stillt mig að senda þér skrif Jóns Vals um þetta Kósovo mál.

Hann hefur þó ritað eitthvað meira um málið á vefslóðinni sinni á mblblogginu.

"3. múslimaríkið í Evrópu stofnsett með nýjum afbrigðum Münchenar-svikasamninga?

Bretar og Frakkar, sem sviku Tékka og Slóvaka í München 1938, stórskemmdu um leið varnaraðstöðu andnazískra ríkja í álfunni á næstu árum.* Fleyg orð Chamberlains, "Peace in our days!" urðu örgustu öfugmæli þeirra tíma. Nú er sjálfstæði Kosovo hátíðlega viðurkennt af skammsýnum ríkjum, sem víla ekki fyrir sér frekar en í fyrrnefndu dæmi að réttlæta fullveldisskerðingu sjálfstæðs ríkis, Serbíu. Tiltölulega skammvinn dvöl múslimameirihlutans í Kosovohéraðinu (aðallega frá stjórnarárum Titos) stendur ekki í þjóðarleiðtogum Bandaríkjanna og þeirra ESB-ríkja, sem stokkið hafa á fagnaðarlestina; um leið þvo þeir örugglega hendur sínar af því, að með þessu er enn á ný verið að ýta undir öfgakennd viðbrögð Serba, sem kunna að hleypa þar öllu í uppnám og koma illilega í bakið á okkar lýðræðiselskandi ríkisstjórnum. Þó átti þessi stuðningur við sjálfstætt Kosovo að heita lóð á vogarskálina til að stuðla að meiri stöðugleika á Balkansvæðinu!

Í nýútkomnu helgarblaði Viðskiptablaðsins** er afar fróðleg grein eftir Hörð Kristjánsson blaðamann: 'Balkanskagi: Sjálfstæðiyfirlýsing Kosovo gagnrýnd. Serbar sagðir tapa 14.700 milljarða króna eignum.' Þar eru þeir 30.000 Serbar, sem flýðu Kosovo 1999, taldir þurfa að afskrifa þessar eignir í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingarinnar, þar af einkaeignir þeirra sem nema a.m.k. 260 milljörðum króna. "1999 voru Serbar, sem tilheyrðu rétttrúnaðarkirkjunni, og fyrirtæki í eigu Serbíuríkis það ár, talin eiga 58% allra fasteigna í Kosovohéraðinu." Þá höfðu Serbar einnig fjárfest í Kosovo fyrir 17 milljarða dollara á árunum 1960–1990. Því til viðbótar eru skógar miklir í eigu Serba, ræktarland, stjórnar- og iðnaðarbyggingar, flugvellir og námur í Kosovo. – Það er spurning, hvernig Bandaríkin og þau ríki, sem samsinntu þeim í þessu 'sjálfsæðismáli', telja réttlátt að binda þessa óhnýttu enda á deilumálinu, eða er nóg að stinga höfðinu í sandinn? – En ég hvet menn til að lesa grein Harðar, og einnig bendi ég mönnum á vefsetur Rúnars Kristjánssonar, m.a. þessa vefgrein hans, þessa nýlegu Mbl.grein hans sem og þessa.  Þá má einnig benda á fjöruga umræðu í BBC-þættinum 'Have Your Say', þangað sendu 1795+6500 manns athugasemdir á tvær umræðuslóðir og flestar birtar þar, þar á meðal a.m.k. ein frá Íslendingi. 

Á ný eru Rússar í þeirri stöðu að horfa upp á Vestur-Evrópuríkin skella skollaeyrum við eindregnum viðvörunum þeirra vegna áforma um að löghelga fullveldisskerðingu annars ríkis. Þeir eru því reyndar vanir í Kreml að vera sjálfir röskir í skerðingu fullveldis annarra ríkja eða sjálfsákvörðunarréttar þjóða, allt frá því um 1920 til Tjetsníustríðsins. En með þessari gjörð ESB-ríkja og Bandaríkjanna er verið að spila upp í hendurnar á Vladimír Pútín, sem Serbar bera nú myndir af sem hetjuleiðtoga Slava og geta naumast séð hann í öðru ljósi. Bush og engillinn Merkel, Sarkozy og Gordon Brown, Anders Fogh Rasmussen og Ahtisaari*** geta nú faðmað hvert annað og óskað sjálfum sér til hamingju með klúðrið, þegar þau horfa upp á Serbíu, þ.m.t. sýslurnar í norðurhluta Kosovo, sem að meirihluta eru byggðar Serbum, breytast í suðupott. Á sama tíma standa Spánverjar og Grikkir hjá vegna ótta við fordæmið um "sjálfstæðisrétt" minnihlutaþjóðarbrota (eins og Baska og Katalóníumanna), og þó átti þetta "ekkert fordæmi" að heita samkvæmt þeim í Hvíta húsinu og Brüsselfurstunum. En hvað um sjálfstæði Wales og Skotlands, Québec og Baskalands o.s.frv.?

Einna fráleitust er afstaða Bush-stjórnarinnar í þessu efni, því að á sama tíma styður hún Tyrki í því að gera innrás í Kúrdahéröð Íraks í stað þess að þrýsta á um það, að til verði sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Tyrklandi rétt eins og í Norður-Írak, sem miklu meiri ástæða er til heldur en nokkurn tímann að búa til nýtt þjóðríki í Kosovo. Ef hryðjuverkaeðli kúrdísku PKK-samtakanna (sem þó eru ekki öll Kúrdaþjóð) er fyrirstaða Bandaríkjanna varðandi sjálfræði Kúrda í Tyrklandi, hvers vegna er hryðjuverkamaðurinn Thaci þá gerður að hetju í Kosovo og studdur af Bandaríkjastjórn?

Fleiri ríki en þau, sem áður var getið, neita að viðurkenna Kosovo, m.a. Slóvakía, Rúmenía, Búlgaría og Kýpur – og vonandi okkar eigið, eins og ég hef tekið fram í fyrri vefgrein minni.

En hvenær bætist fjórða múslimaríkið við í álfunni, eða stefnir hún kannski óvart á það að verða Evrabía? Menn hafi þar í huga öra, margfalda tímgun múslima í álfunni á við það sem tíðkast þar hjá mörgum helztu þjóðum, s.s. Þjóðverjum, Spánverjum, Ítölum, Bretum, Dönum og Hollendingum.

––––––––––––––––––

* Sbr. orð mín í bréfi til The Times 6.3. 2003, sjá neðanmálsgrein [2] í þessari vefgrein minni.

** Viðskiptablaðið, 22. febr. 2008, s. 37.

*** Fyrrum Finnlandsforseti, sem átti 'heiðurinn' af tillögunni um sjálfstæðisyfirlýsingu þessa héraðs í Serbíu. "

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.3.2008 kl. 01:52

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Frumlegur og ferskur pistill eins og þú átt venju til.

 Ég þekki ekki forsögu islam í Kosovo, líklega eru þetta Albanir, en ég veita að í Bosníu eru muslimarnir Serbar, hverra forfeður tóku islam til að fá skattaafslátt hjá Tyrkjum sé réðu á Balkanskaga. 

Sigurður Þórðarson, 18.3.2008 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3417960

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband