20.3.2008 | 22:11
Og öllum er sama !
Ég hef velt fyrir mér hvort ég sé ósanngjarn inni í mér í garð múslíma eftir að ég hlustaði á þá Illuga og formann múslíma í Kastljósinu. Salman virðist vera rólegheita maður og góðlegur. En Illugi hélt fram tjáningarfrelsinu og á heiður skilið fyrir það. Salman virtist vera sömu skoðunar og aðrir múslimar, að við hýslarnir eigum að aðlaga okkur að þeirra hugmyndum en ekki öfugt.
Mér finnst auðvitað eins og Illuga, að Íslendingar eigi að geta tjáð skoðanir sínar undir nafni án þess að óttast um líf og limi. Sem er ekki raunin hjá Pútín og í múslímalöndunum eða jafnvel í Hollandi þar sem múslímar hafa flykkst til.
Mér finnst að allt nauðsynlegt umburðarlyndi gagnvart trúarhópum felist í því sem Ljósvetningagoðinn kvað uppúr með á sínum tíma. Menn skyldu vera hér kristnir en blóta á laun ef þeim svo sýndist.
Mér finnst þetta alveg nægjanlegt rými fyrir múslíma og þessháttar sérvitringa. Ég og margir lítt kristnir förum eftir síðara ákvæði Þorgeirs og getum alveg unað við það. Ég sé ekki annað en að allir trúaðir menn verði að una við það líka og bjóða fram hinn vangann, kjósi aðrir að spotta þá eða það sem þeir hafa í hávegum. Menn eiga að fyrirgefa náunganum heimsku hans fremur en að opinbera sína eigin. Siðaður maður reynir að gæta tungu sinnar og mig langar ekkert til að særa tilfinningar Salmans eða annarra ef ég kemst hjá því. En það er hægt að egna besta fólk upp í reiði bæði múslíma og aðra.
Ég veit til dæmis að mörgum finnst ég vera heimskur og sumir segja mér það beint út. En það er bara þeirra réttur að hafa þá skoðun. Ég fer ekki í meiðyrðamál útaf því , hvað þá að ég vilji endilega lemja þá. Aðrir brosa góðlátlega að mér og leiða mig bara hjá sér.
Mér finnst hinsvegar í minni heimsku grundvallaratriði, að enginn útlendingur eigi að fá að flytja til þessa lands nema hann undirriti eiðstaf þess efnis, að hann muni setja íslenzk lög ofar öðrum. Þetta geta múslímar hugsanlega ekki allir geta undirritað, þar sem þeir eiga að setja íslömsk sjarjalög ofar öðrum lögum samkvæmt trúarbókinni. Innflytjendur til Bandaríkjanna verða að vinna eið að stjórnarskránni. Erum við eitthvað óskynsamari en Bandaríkjamenn ?
Þeir múslímar, og strangtrúaðir menn aðrir, verða þá bara að flytja annað en til Íslands, geti þeir ekki fellt sig við okkar lög og siði. Því Ljósvetningagoðinn sagði líka að við yrðum að hafa ein lög í landinu en ekki fleiri. Þess torskildari verða mér skoðanir enska erkibiskupsins sem heldur því fram að sjarjalög geti gilt samhliða breskum lögum. Þetta tvennt getur aldrei farið saman í einu riki eins og Ljósvetningagoðinn skildi mætavel.
Þessvegna finnst mér ekki rétt að leyfa múslímum að byggja moskur á Íslandi. Þessvegna vil ég líka gæta að fjölda innflytjenda þannig að við lendum ekki í Kosovo- dæmi á íslenzku landi. En öllum virðist vera sama og ráðamenn og kjörnir fulltrúar þora ekki að tjá sig um svona mál.
Ég hef verið að viðra skoðanir um verðhækkunaráhrif af starfsemi Bónuslögreglunnar, sem keyrir um og skannar verð í leyfisleysi hjá samkeppnisaðilum undir því yfirskyni að þeir séu að tékka á því að enginn sé með lægra verð en þeir. Mér finnst þetta bara vera terroraðgerð af svipuðum stofni eins og tíðkaðist hjá AlCapone í gamla daga.
Mér er sagt að heildsalar, sem selja slíkum verðlækkunaraðilum hætti því fljótlega ef einhver dansar útúr línunni. Af auðsæjum ástæðum. Íslendingar eru bara svo skríitnir að trúa því að Bónuslögreglan sé með þessu að stuðla að lægra vöruverði fremur en að halda því uppi. En það finnst mér viðblasandi þegar umsvif Baugsveldisins eru skoðuð, Hagkaup,10-11, Europris, Bónus. Jóhannes stillir klukkurnar allstaðar og í vaxandi mæli. Bónusverðið er hið opinbera verð og allt annað verð getur bara verið hærra. Bónus græðir og græðir. En enginn sér neitt samhengi í þessu og öllum virðist vera sama.
Svo finnst mér kúnstugt þegar Jóhannes í Neytendasamtökunum er að gera verðkannanir hjá öllum öðrum en Baugsfyrirtækjunum og birta mynd af sjálfum sé með Er þarna augljós vísbending um það hver er búinn að kaupa Neytendasamtökin og hver borgi Jóhannesi þessum kaupið ? Mé er sagt að samtökin séu hætt að innheimta félagsgjöld án þess að ég þekki það nánar nema það að ég er ekki rukkaður og vildi þó vera félagsmaður í gamla daga. Mér er ekki sama ef hér eru ekki virk Neytendasamtök.
Mér finnst það blasa við, að Íslendingar eru orðnir gíslar Baugsfjölskyldunnar, sem situr yfir hvers manns koppi, hvort það er í Flugleiðum, Kókinu, bönkum, fjölmiðlun, eða tryggingum. Þeir stjórna miklu stærri hluta íslenzka efnahagslífsins heldur en Rockefeller gerði í því bandaríska þegar Bandaríkjamenn skiptu upp Sandard Oil.
Við virðumst öll trúa blint á góðmennsku gamla gráskeggsins og snilld stráksins. En svo vitum við líka að allt er pí-sinnum dýrara á Íslandi en í USA til dæmis. En enginn spyr af hverju og öllum er þá líklega slétt sama.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Já, þeir feðgar fara um eins og stormsveipur í geislaBAUGSsmíðinni sinni, kasta ryki í augu almennings um leið og þeir krýna sig til einkavinar daglaunamannsins. Sá daglaunamaður veit ekki hvernig smurt er á. Frægt er "Ísland í bítið" þegar Jóhannes , með geislaBAUGINN, var að segja drýgindalega í beinni útsendingu að álagning í Bónus lægi á bilinu 5-17 % eða eitthvað í þá áttina og kannski mest í einhverjum tilfellum eilítið meira. Þá voru honum sýndir vörureikningar sem þátturinn hafði undir höndum sem sönnuðu að álagningin var í raun tugir prósenta upp í ríflega 300 % ! Jóhannes, sótsvartur í framan og með titrandi geislaBAUG, var u.þ.b. við að rífa af sér hljóðnemann og rjúka út , en stillti sig. Hálftíma seinna kom skipun inn í Baug að fjölmiðlar Stöðvar 2 og tengdir fjölmiðlar fengju ekki eina krónu í auglýsingar frá Baugi þar með.
Meðfylgjandi pistill er frá Páli Vilhjálms og segir frá hvernig Baugur er byrjaður að terrorisera stórkaupmenn í Bretlandi. Kannski nýjasta útrásin ?
http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/
Laugardagur, 3. nóvember 2007
Baugur og birgjarSíðunni barst bréf þar sem fjallað er um samskipti Baugs við birgja. Bréfið er svohljóðandi:Baugur hefur um árabil kúgað íslenska birgja um betri kjör og framlengt greiðslutímabil þannig að þeir borga talsvert seinna en gengur og gerist enda þarf að nota sjóðstreymið til að borga lán og aðra fjármögnun sem Baugur notar til að komast yfir öll þessi fyrirtæki - heima sem erlendis.
Um daginn kom fram í Bretlandi að Baugur er að ráðast í tug milljarða endurbætur á verslanakeðjunni House of Fraser.
Baugur ætlast til þess að birgjar komi að verulegum hluta að þessari aðgerð sem kostar um 230 milljónir punda. Þeir birgjar sem EKKI samþykkja að vera með fá „óheppileg" verslunarkjör, ef ekki uppsögn á samstarfi. Alveg eins og á Íslandi.
Þegar þú er orðinn stór, þá gerir þú það sem þú vilt... birgjar sem vilja hafa gott sambandi við Baug eiga ENGA aðra kosti en að samþykkja þessi kjör sem þarna koma fram og borga þúsundir milljóna til að fjármagna endurbæturnar. Þeir birgjar sem samþykkja eru „vildarvinir" Baugs. Það er auðvitað stórkostlegt að birgjar sem skaffa vörur þurfi að punga út þúsundum milljóna til að fjármagna innréttingar og endurbætur á verslunum Baugs.
Takið eftir því að í fréttinni kemur fram að Baugur hefur þegar breytt greiðslum til birgja og lengt greiðslutímabilið. Þannig virkar Baugur í raun, notar sjóðsstreymið á þessu langa tímabili og rúllar í næstu verkefni og afborganir. Þeir sem neita geta bara gleymt að eiga viðskipti við Baug.
Alveg eins og á Íslandi. Nú er spurning hvort birgjar á Íslandi séu ekki tilbúnir að koma fram og segja frá kúgunaraðferðum Baugs hér heima. Af nógu er að taka.
Baugsmiðlar birta aldrei svona fréttir.
http://www.telegraph.co.uk/money/main.jhtml?xml=/money/2007/09/11/cnhof111.xml
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.3.2008 kl. 02:11
Athyglisverður lestur. Bretar ræða það nú, að gera þurfi það að skilyrði fyrir ríkisfangi þar, að menn sverji eið að því að virða bæði drottninguna og brezk lög. Við gætum gert eitthvað hliðstætt hér: að vipð veitingu dvalarleyfis heiti menn því að virða stjórnarskrána. Það er ekkert að því að vinsa út þá, sem að sínu eigin mati eiga hér ekki heima. – Með kærri kveðju og ósk um gleðilega páskahátíð um næstu helgi.
Jón Valur Jensson, 21.3.2008 kl. 02:30
Smá pistill um eftirmál þáttarins "Ísland í bítið" sem setti hálfs dags svertu í geislaBAUG feðganna. Þetta er úr pistli Lindu Blöndal "Nærmynd af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni" :
http://www.mannlif.is/Greinar/nr/10 "Vildi reka sjónvarpskonuSigurður segir að gleggsta dæmið sem hann þekki um að forsvarsmenn Baugs hafi viljað beita valdi sínu á fjölmiðla sé tölvupóstur sem sér hafi borist haustið 2002. Það var eftir viðtal Þórhalls Gunnarssonar og Jóhönnu Vilhjálmsdóttur við Jóhannes í Bónus í Ísland í bítið á Stöð 2. Þáttastjórnendur lögðu fram gögn sem sýna áttu óeðlilega hækkun vöruverðs á leiðinni frá Bandaríkjunum í verslanir Baugs og gagnrýndu Baug mikið og deildu hart við Jóhannes. “Jón Ásgeir sendi mér tölvupóst strax eftir þáttinn og tilkynnti að Baugur myndi ekki auglýsa í fjölmiðlum Norðurljósa framar. Svo þakkaði hann fyrir að til væri Ríkisútvarp,” segir Sigurður. “ Ég sendi Jóni Ásgeiri póst til baka og benti honum á að fyrirtæki hans væru bundin af þeim samningum sem þegar hefðu verið gerðir en honum væri í framtíðinni frjálst að velja þá miðla sem auglýst væri í af hálfu Baugsfyrirtækja. Baugur varð síðar stór hluthafi í Norðurljósum og Skarphéðinn Berg Steinarsson stjórnarformaður félagsins. Þegar þar var komið hafði Jón Ásgeir sérstakan áhuga á að koma Jóhönnu Vilhjálmsdóttur úr starfi með þeim orðum að það væri ekki ánægja með hana í Túngötunni og átti þá sennilega við á skrifstofum Baugs.” "
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.3.2008 kl. 02:35
Sá SIgurður sem þarna er minnst á er Sigurður G Guðjónsson lögmaður.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.3.2008 kl. 02:36
Það er orðið mjög aðkallandi að þrengja aðgang múslima að landinu. Þannig er sjálfsagt, eins og þú nefnir Halldór, að allir nýbúar þurfi að sverja stjórnarskránni eiða og afneita Sharia.
Það eru ýmis önnur atriði sem enn vantar í löggjöf okkar og snerta Islam. Til dæmis er bráð-nauðsynlegt að setja lög sem banna kynfæra-skurð á konum. Talið er hugsanlegt að allt að 10 stúlkur séu umskornar árlega, hér á landi. Engin rannsókn hefur farið fram á þessum viðbjóðslega sið og virðast þó samfélagsfræðingar rannsaka hin auðvirðulegustu fyrirbæri með vísindalegri nákvæmni.
Fórnardráp á húsdýrum er önnur ómenning sem banna verður með lögum, áður en slíkur siður festist í sessi. Fréttir hafa borist af árlegum ferðum múslima í sláturhús, þar sem fagnað er dauðastríði vina okkar, kálfa og lamba. Það er nógu slæmt að vita til þess, að blóð fórnardýra rennur um stræti Arabíu, en að heimila slíkt hérlendis kemur ekki til álita.
Loftur Altice Þorsteinsson, 21.3.2008 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.