29.3.2008 | 22:28
Upplifun á Boston Logan
Kannske er skoðanamunurinn um borgarlíf heimspekilegur. Þetta er deila um það, hvort þú lítur á borgarlífið með bandarískum eða evrópskum hætti.
Ég held að við Íslendingar séum mun bandarískari í hugsun en við gerum okkur grein fyrir. Við viljum ekki þröngar borgir og þröngar götur. Við viljum "urban sprawl" úthverfi þar sem fólk býr í notalegum hverfum laust við drykkjulæti og ónæði evrópskra miðborga, sbr. Kvosina í Reykjavík. Úr þessum hverfum keyrum við á gljáfægðum einkabílnum í átt að vinnustaðnum, skóla eða þess háttar. Ef það er umferðarpróblem skiptum við um vinnu og förum þangað sem hægt er að komast að . Við flytjum starfsemina og verzlunina þangað sem við komumst á bílnum að þessu.Nýju skólarnir fylgja nýju íbúðarhverfunum en gömlu skólarnir úreldast smám saman.
Ég vildi að þú lesandi góður hefðir verið með mér á Boston Logan í gærkvöldi. Þar var þoka niður í miðjar hlíðar háhýsanna. Útum mitt kýrauga sá ég þotu lenda eða taka af eða keyra framhjá á ca. 10 sekúndna fresti. Ég sá bara lítið brot af vellinum. Þarna er auðvitað ekkert pláss fyrir einhverjar kennsluvélar eða einkaflugvélar. Þarna er sjálft efnahagslíf Bandaríkjanna að störfum. Maður skynjaði aflið í þessu öllu og maður verður fremur smár frammi fyrir þessu öllu.
Þess torskildara verður mér þessi Kvosarspekúlasjón um íbúðarbyggð í Vatnsmýri í stað athafnalífs. Hugmyndir sem ég hef séð um neðjanjarðarlestakerfi í Reykjavík, sem kostar auðvitað óraunhæfar upphæðir hjá smáþjóð, umlykur svæði sem engin teljandi framleiðslustarfsemi er í nema spítalar og svo íbúðarhverfi, -svefnstaðir fólks, Alþingi og Stjórnarráð, þangað sem fáir eiga erindi í. Og svo búlluhverfi miðbæjar Reykjavíkur þar sem ofbeldisglæpir spillingar og sukks fæla venjulegt fólk frá. Hrein fjarstæða finnnst mér að nokkurt fólk vilji ala upp börnin sín i nágrenni við þetta umhverf i sem þar er að finna.
Mitt í þessu er auðvitað flugvöllurinn góði, sem er ein af meginundirstöðum atvinnulífs landsmanna. Ég get alveg séð fyrir mér að einkaflug og kennsluflug muni þurfa að fara þaðan en innanlands-og utanlandsflug eigi þaðan að eflast sem mest. Þannig og aðeins þannig verður Reykjavík rík og höfuðborg. Ef þetta á að fara allt til Keflavíkur þá verður höfuðborgin þar en ekki hér.
Ekki er ég á móti samgöngum í lestarkerfum ef einhver getur reiknað fjárhagslegan grunn undir slíku. En lestirnar verða þá bara að liggja til einhverra staða annarra en rauðljósahverfa eða svefnbæja, einhverra staða þar sem er starfsemi og líf. Annars koma ekki næg fargjöld inn fyrir byggingakostnaði. Þann grundvöll verður aldrei að finna í í búllunum í Kvosinni eða svefnstöðum í Þingholtunum, vesturbænum, gamla kirkjugarðinum, Austurvelli, Hljómskálagarðinum eða Skerjafirði.
Reykjavíkurflugvöllur er málefni landsins alls. Franmtíð hans getur ekki ráðist að laumulegri atkvæðagreiðslu, illa kynntri með ómarktækri niðurstöðu í pólitískri kosningu vinstrafólks án þess að landsmenn allir fái að taka þátt. Eins og gerðist hér um árið í tíð R-listans.
Þessvegna vil ég biðja um þjóðaratkvæði um málefni Reykjavíkurflugvallar þegar þjóðin kemur hvort eð er á kjörstað eins og í Alþingiskosningum eða Forsetakosningum í júni í ár.
Þora Kvosarspekingarnir í þjóðaratkvæði um framtíð flugvallarins. ?
Það hefur víða verið kosið aftur og aftur til þess að þrautkanna vilja fólks, eins og í Noregi og víðar um Evrópumálin. Þessi gervikosning um Vatnsmýrina sem R-listinn maskíneraði var gersamlega ómarktæk eins og hún var upplögð.
Ég er sannfærður um að fólkið í landinu vill lifa á okkar tímum. Ekki í fátækt og basli 19.aldar þegar fjöldinn flúði landið til Ameríku. Það vill nútíma lífskjör eins og þau gerast best annarsstaðar. Það verður ekki fengið með föndri í leður, ljóðabull og gervilist. Það verður aðeins með afli nútímatækni og stórhug.
Ekki rómantík einhvers sem var og kemur aldrei aftur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Mæl þú manna heilastur.
Ruglið um: Miðnesheiðarlest,jarðlestakerfi,Hólmsheiðarflugvöll eða einhverskonar "Saltsjöbadenmannvirki" á Lönguskerjum er með hreinum ólíkindum.
Reykjavíkurflugvöllur er með mestu verðmætum höfuðborgarinnar. Látum hann í friði ,en eflum hann með myndarlegri flugstöð.
Eiður Svanberg Guðnason, 29.3.2008 kl. 22:51
Sæll frændi.
Þú virðist hafa verið í Boston í gær. Engum datt í hug á sínum tíma að reisa Harvard háskóla inni í miðri Boston, og ekki heldur MIT. Í Reykjavík troða menn aftur á móti nýjum háskóla nánast inn í miðbæ Reykjavíkur, þétt við Reykjavíkurflugvöll. Enginn veit ennþá hvernig transportera á kennurum og nemendum til og frá Nauthólsvík. Verður þetta hugsanlega mannlaus skóli, eins konar fjarkennslumiðstöð, í næsta húsi við flugstjórnarmiðstöðina?
Ágúst H Bjarnason, 29.3.2008 kl. 23:18
Sæll frændi og takk fyrir innlitið. Já maður hættir að skilja ýmislegt hérlendis eftir að hafa dvalið um stund í Bandaríkjunum. Þessi pistill kveiknaði eftir að lesa blogg hjá Lilju Guðrúnu. En hún og MartaSmarta sjá í hillingum að einkabíllinn hverfi og við taki metrólestir eins og í París, New York og Moskvu. Munurinn er bara sá að þar ganga lestirnar innað viðskiptum og samgöngum, ekki milli svefnstaða fólks.
Ég skoðaði hugmynd Björns Kristinssonar eftir áskorkun Lilju Guðrúnar um Metróið í Kópavogi. Það kerfi sýnist mér myndi kosta 100 milljarða. En sá er hængu á við það, að teikningin(sem má nálgast af vef www.agbjarn.blog.is þjónar eiginlega mest bara sem tenging á milli svefnstaða í Kópavogi. Þetta væri ekki lausn fyrir mig sem sef í austurbæ Kópavogs en vinn í 201 í Bæjarlind. Teikning Björn sýnir bara gamla Kópavog sem er kannske þriðjungur af núverandi Kópavogi. Það mætti alveg spyrja bæjarstjórann okkar að því hvernig honum lístist á að taka lán fyrir svona 3-400 milljörðum til að byrja á svona metrókerfi( svona 30 ársveltur Kópavogs !) Svo má spyrja Ólaf F. um hvernig honum lítist á svipað hlutfall fyrir Reykjavík.
Metróið í Kópavogi myndi engu breyta fyrir mig sem yrði áfram að keyra í vinnuna. Svo spyr ég mig hvort mönnum þyki það ekki alveg nóg að skafa bílinn og komast inní hann kaldur og hrakinn, heldur en að fara að berjast á móti veðrinu útá næstu Metróstöð til þess að endurtaka leikinn frá endastöð, líklega 1-2 km meðalganga.
Ég met Björn Kristinsson mikils enda búinn að fræðast af honum í bráðum hálfa öld mér til mikillar blessunar. Ein besta hugmyndin frá þessum eldstólpa finnst mér sú að þurka upp Skerjafjörðinn. Þá er pláss fyrir flugvöll á milli Álftaness og Reykjavíkur og nóg af lóðum fyrir þá sem vilja búa í reiðhjólafæri við búllurnar í Kvosinni.
Um þetta skrifaði Björn frábæra grein um árið og vona ég að Ágúst frændi hafi uppá henni og setji á netið hjá sér.
Sem sagt finnast mér margir Kvosarspekingar og antibílistar ekki vera í takt við heiminn eins og hann er orðinn og horfa meira í baksýnisspegilinn en fram á veginn.
það er heldur ekki góð hugmynd að stjórna öllu með þjóðaratkvæðum. Rómverjar höfðu lítið álit á "Vulgus indoctus mobile horrendum que "
Múgurinn lætur stjórnast af tilfinningum en ekki rökhyggju. Grikkir fóru í gegnum þetta með Kléóni sútara á sínum tíma. Ég held að það yrði erfitt að ráða öllum málum til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslum, sem þó er hugsanlegt með virku posakerfi þar sem allir eru með kort. Viltu selja landið ? Greiddu atkvæði á næstu posastöð í boði Visa-Ísland. Hvernig líst þér á slíkt fyrirkomulag Lilja Guðrún ?
Bretar tóku upp parlamentarismann fyrstir þjóða. Kjörnir fulltrúar eiga að leiða mál til lykta milli almennra kosninga fulltrúanna. Aðeins þannig er lýðræðið framkvæmanlegt. Tilfallandi meirihluti í borgarstjórn eða á þingi á hinsvega að reyna að stýra samkvæmt vilja fólksins . Hann á að hafa vit til þess að reyna ekki að eyðileggja svo fyrir næsta meirihluta að óbætanlegt sé.
Þjóðaratkvæði um flugvöllinn sé ég fyrir mér sem leiðbeinandi fyrir ráðamenn til þess að átta sig á hvert þeir eigi að stefna.
Halldór Jónsson, 30.3.2008 kl. 10:00
Björn á greinar og teikningar um Skerjafjörðinn hér
Ágúst H Bjarnason, 30.3.2008 kl. 13:35
Elsku besti Flugvélafóstri, þetta stríð þitt er tapa. Eins og WC gjörtapaði Heimsveldinu sínu á sínum tíma.
Steinn minn Steianar / eða var það Kjarval ?sagði um Bretana, ,,það vinnur enginn sitt dauðastríð" eins er með Vatnsmýrarvöllinn.
Búllurnar eiga að fara í úthverfin, líkt og er í draumalandi þínu Bandaríkjunum.
Við alvöru íhaldsmenn, viljum aldargamla vel kúltíveraða öld af öld. ÞEkkingarborg, með menningarívafi og annarskonar kúltúr, sem ekki er til í BNA nema fengið að láni og plantað niður í MAss.
Við sem búum í 101 og viljum að höfuðbyggð nokkurskonar Háborg ísl menningar sem rísa átti á Skólavörðuholtinu en reis ekki vegna kotungsh´æattar þa´verandi vallarvina. (Breta og Framsóknarmanna)
Hér vil ég öngvar rauðljósa búllur, þær mega allar fara til Kópavogs eða annað. Geiri á Goldfinger má fá þær allar.
Flugið fer á Patterson og allt með það.
Miðbæjaríhaldið
Kúltíveraður og af aristokratískum ættum Evrópskum.
Bjarni Kjartansson, 2.4.2008 kl. 18:40
Eitt í viðbót, varðandi Parlamentisma.
Það vorum VIÐ íslendingar sem fyrstir tóku upp Alþingiskerfið með fulltrúum og alles.
Hitt er, að öðrum héruðum kom EKKI við, hvernig garðar voru hlaðnir eða lendur byggðar í öðrum héruðum.
SVo mun enn í lögum (fagurskinna og Jónsbók) Því er það alger fásinna, að aðrir en hérðasmenn véli um veru eða önnur not af Vatnsmýrarinnar. Það er einkamál í héraði.
Miðbæjaríhaldið.
Vel að sér í lögum fornum, enda mjög svo þj´joðernissinnaður eins og flugfóstri veit vel.
Bjarni Kjartansson, 2.4.2008 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.