11.4.2008 | 19:19
Krónan eða Evran.
Þegar menn fara að færa til eignir og flytja tapgreinar yfir í sérstök félög, þá fæ ég á tilfinninguna að það sé verið að undirbúa aflúsun eins og einn gamall og kaldur kunningi minn orðaði það. Man einhver eftir flottu búðinni Nanoq ?
Af hverju er Glitnir, sem er í eigu Bónusarklansins, að losa peninga allstaðar sem hann getur ? Ekki er hann að lána almenningi þá, þar sem bankarnir hafa greinilega opinbert samráð um að loka á almenning og fyrirtæki hans.Hvar er Samkeppnisstofnun núna ?
Eigum við almenningur núna að fara að skera bankaséníin í Kaupþingi niður úr snörunni fyrir skattfé landsmanna ? Mér skildist á Ragnari Önundarsyni, sem venjulega veit hvað hann syngur, að kaupendur Búnaðarbankans hefðu varla haft nægilegt siðferðisstig, til að vera treyst fyrir innlánum almennings. Þeir hefðu tekið sparifé almennings í vogunarbrask og óvíst hvort þeir geti núna skilað spariféinu, sem Ragnar nefndi réttilega "Eyrir Ekkjunnar ". Þeir hafa hinsvegar nægilegt siðferðisstig til að skammta sjálfum sér stjarnfræðileg laun á meðan þeir setja ráðningarbann á þvottakonur og reka fjölda manns.
Til að bæta gráu ofaná svart, þá talar seðlabankastjórinn um að 30 % verðhrun á fasteignamarkaði sé framundan. Er það til að auka traust manna á Landsbankanum og fasteignafélögunum hans ? Er þetta til að auka traust manna á að Íslendingar komist í gegnum brimskaflana ?
Til hvers er ríkisstjórnin með svona sjálfstæða efnahagsmálastofnun eins og þessa stofnun ? Þurfum við ekki traustan forsætisráðherra, sem talar kjark og þor í landslýðinn og gjaldmiðilinn upp en ekki niður ? Ég hélt að forsætisráðherrann væri yfirmaður efnahagsmála landsins, sem mótaði stefnuna og kallar útí bæ ættu að vera honum liðsmenn ?
Sem betur fer komu inn jöklabréf fyrir 6 milljarða nú nýverið . Vaxtahækkunin, sem var að mínu mati rétt aðgerð hjá Seðlabankanum, greiðir fyrir frekari útgáfu slíkra bréfa. Gengishækkun krónunnar er besta lífskjarabót almennings og lyf gegn verðbólgunni. Þau fyrirtæki sem notuðu tækifærið um leið og dollarinn sló í áttatíukall, að hækka allt vöruverð um 100 %, þurfa að fara undir smásjá almennings þegar gengið styrkist og almenningur á að smiðganga þessi fyrirtæki.
Allt talið um evruupttökuna gengur framaf mér. Íslenzka sparikrónan er besti gjaldmiðill í heimi, sem okkur ber að vernda með ráðum og dáð. Verðtryggingin á spariféinu er besti vinur almennings. Boðskapur þeirra, sem vilja afnema verðtrygginguna, talar bara máli þeirra sem tekið hafa of mikil lán og vilja komast hjá því að borga til baka. Fólk verður að skilja það einhverntíman að lán eða skuldir eru ekki lán heldur ólán. Aðeins eignir gera menn frjálsa. Þessvegna á fólk ekki að taka lán nema að vel athuguðu máli og í brýnni nauðsyn.
Ég hef bara eina spurningu til þessara evruspekinga :
Ef við skiptum í evrur á morgun eins og spekingarnir eru að boða, hvert verður þá kennarakaup á Íslandi ? Verður það hærra eða lægra en í Þýzkalandi ?
Eða kauptaxtarnir hjá Guðmundi í Rafiðnaðarsambandinu eða hjá BHM ?
Hvernig fer með íslenzka kjarasamninga yfirleitt ?
Verður 30 % kauphækkun einstakra stétta möguleg ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 3420142
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Evruspekingar eru alls ekki á móti verðtryggingunni, því einsog þú bendir á þá verndar hún bæði lánara og skuldara fyrir skammtímaáhrifum verðbólgu. En það er hinsvegar ekki hægt að telja 15,5% stýrivexti til kosta við Íslensku krónuna, því sama þótt það séu háir vextir á peningunum sem maður á, þá er raunveruleikinn sá að almenningur á Íslandi er skuldsettur upp fyrir haus, og þess vegna er mjög alvarlegt að það séu 22% vextir á yfirdráttarheimildum og aðeins lægri á óverðtryggðum lánum til að kaupa bíla eða hvað annað sem fólk þarf peninga fyrir.
.
Laun kennara mun ekki breytast við að taka upp evru, þeir munu bara fá borgaða sömu upphæð í evrum og þeir fá nú í krónum. Það sem mun hinsvegar breytast er að kjarasamningar munu eiga möguleika á því að halda í fyrsta skiptið í áratug, því það er ekki hægt að koma böndum á verðbólguna með litinn flöktandi gjaldmiðil. Með stöðugan gjaldmiðil, og þarmeð stöðugt verð á út og innflutningsvörum, þá munu kaupmenn hætta að hækka verð með lækkandi gengi og lækka það svo ekki með hækkandi gengi - því gengið verður stöðugt.
.
Þú spyrð svo; "Verður 30 % kauphækkun einstakra stétta möguleg?".. og auðvitað verður hún möguleg. Það sem verður ekki mögulegt er að lækka gengi allra um 30% með því að fella gengið eins og hefur verið að gerast upp á síðkastið.
.
Krónunni er haldið uppi með mjög háum vöxtum, og sveiflast því ekki með öðru en spákaupmennsku erlendra aðila. Vextirnir eru að kæla Íslenskt efnahagslíf niður, og ef við þurfum að koma því af stað aftur með vaxtalækkunum, þá munum við ekki geta það því það myndi grafa undan gengi krónunnar og koma af stað verðbólgu aftur. Við erum semsagt orðin fangar erlendra spákaupmanna - í sjálheldu með ónýtan gjaldmiðil.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 12.4.2008 kl. 09:46
Kæri bloggvinur: Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar
"Hægara í að fara en úr að komast¨"
Sigurður Þórðarson, 24.4.2008 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.