Leita í fréttum mbl.is

Alþýðulýðveldið Ísland ?

Ég átti þess kost að heimsækja A.-Þýzkaland tvívegis á velmektardögum þeirra Ulbrichts og Honeckers. Fólkið var afskaplega vingjarnlegt og maður skynjaði hina lamandi hönd ófrelsisins sem lá á öllu. Fólkið hvíslaði aðeins að manni  að það tryði ekki á kerfið en mætti ekki segja það upphátt.

Það var tvöfalt gengi, svart og hvítt. Allt sem maður keypti var rannsakað við brottför og maður varð að geta sannað að maður hefði skipt á opinbera genginu en ekki því svarta, sem var held ég fjórfalt hagstæðara. Maður gat haldið sig ríkmannlega í mat og drykk með svörtu aurunum en ekki annað.Allt annað var skráð og öll fyrirtæki voru VEB , Volkseigene Betriebe, fyrirtæki fólksins. Þarna voru góðirog ódýrir  skólar og margir Íslendingar nutu góðs af. En kerfið var sjúkt í viðskiptaheimi, allir vissu það en enginn gat gert neitt í því. Þessvegna flýðu menn stöðugt yfir. Íslenzkir kommúnistar sem þá voru við stjórn landsins í sleftogi við Framsóknargleðikonuna, beindu öllum viðskiptum í austurveg. 

Ég bjó þá í Stuttgart þar sem voru íslenzkir námsmenn. Sumir voru heittrúaðir kommúnistar, sem fundu V.Þýzkalandi flest til foráttu. Þeir sögðu við mig þegar Berlínarmúrinn var reistur.; Þeir urðu að gera eitthvað til að halda aftur af flóttanum frá V. Þýzkalandi til A.-Þýzkalands. Þeir gátu bara ekki tekið við öllum þessum fjölda !

Þeir sögðu líka, nýbúnir að veifa rauðum fánum með Rudy Duschle. Það er nú munur í A.Þýzkalandi eða hér. Hérna verður maður að vera í sífelldu andófi. En í Austur Þýzkalandi þarf enga stjórnarandstöðu af því að stefnan er rétt !     

Maður fékk glýju af uppganginum í Bundesrepublik og hefði auðvitað átt að ílendast þar frekar en að lifa hér á þessu skeri í þessum stöðugu kollsteypum. Það er ekki fyrr búið hagsvaxtarskeið en allt steypist til andskotans og oní sárustu fátækt. Nú er landið fyrirlitið af öllum sem land sem kunni aldrei fótum sínum forráð. Íslendingar eru jólasveinar osfrv. og það er gerður aðsúgur að þeim hvar sem þeir sjást á ferli í Evrópu. Og svo féllum við auðvitað í Öryggisráðinu, því aðvitað vorum við búnir að safna að okkur óvinum allan tímann án þess að Ingibjörg gerði sér það ljóst. 

Jæja. Nú erum við rétt eina ferðina komin til helvítis með efnahaginn og allt úthaldið. Og nú er það fyrst alvöru svart. Hér er atvinnuleysi því engin fyrirhyggja var viðhöfð af kommisörunum. Hér eru komnir ríkisbankar og skömmtunarskrifstofur á gjaldeyri alveg eins og í gamla daga á Skólavörðustígnum. Gjaldeyrir er á svörtum og gjaldeyrisskortur veldur því að fæstir komast til útlanda.

Til viðbótar eru fjárglæframenn búnir að stela lunganum úr spariféinu og setja hey í staðinn. Hugsið ykkur Landsbankagersimin, sem setja ónýt hlutabréf í Landsbankanum í staðinn fyrir verðbréfin sem þeir lofuðu að yrðu í sjóðunum. Og Björgólfur er floginn úr landi á einkaþotunni en bankastjórarnir Sigurjón og Halldór brosa sem breiðast og eru auðvitað ómeðvitaðir og alveg saklausir um þetta Sama gerðist í Glitni undir forsæti Jóns Ásgeirs og Samherja-Steina, þessa gulldrengs  á gulu Guggunni.  Jón Ásgeir er sjálfsagt floginn á sinni þotu úr landi með Philip Green ef ekki forsetanum líka til að kaupa Sachs eða önnur milljónafélög og kemur kannske aldrei aftur. Hannes Smárason er búinn að stofna "Takeaway" í London og býr í Kensington og jafnvel Pálmi hefur lítið sést.Énda er Ísland ekki lengur land fyrir stórhug og umsvif heldur hnípið alþýðulýðveldi með úrræði fá. 

Ég fæ ekki séð að eitthvert frjálst markaðshagkerfi verði hér starfandi. Það er Mjólkursamsala með einokun á mjólkurverði, það er Orkuveita, Rarik og Orkusalan  með einokun á rafmagni, það er 'ATVR með einokun á brennivíni, það er Frumherji með einokun á  orkusölumælum, þeð eru sægreifar með einokun á hafinu, það eru bændur með einokun á landbúnaði, það eru leigubílstjórar  með einokun á leigubílaakstri, það eru rútur með einokun á sérleyfum, og öll  fjölmiðlun nema RUV er undir stjórn stærstu matadoranna í  krassinu. 

Útáhvað á einhver pólitík að ganga hér ? Hver er munurinn á Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni eða Vinstri Grænum ?  Þarf ég nokkuð að hlusta á eitthvað pólitískt kjaftæði meira. Er eitthvað annað um að velja en hvernig skortinum og eymdinni verður skipt ?

Eins og einn gamall vinur minn lýsti skoðunum sínum á íslenzku þjóðlífi  í gamla daga: "Þetta er eitt allsherjar fíflarí." Og hafði hann þá ekki séð neitt ennþá í líkingu við síðustu atburði, sem leiddu til Alþýðulýðveldisins Íslands, sem nú getur ekki lifað án ráðstjórnar, skömmtunar og hafta. Gjaldþrota og örvingluð  þjóð, sem er umsetin af Browni  Bola og á sér formælendur fáa nema í gamla Sovéttinu hjá Zar Pútin. Við erum vinalausir í veröldinni og skuldum Bretum ekki neitt. Til hvers eigum við að vera í varnarbandalagi með þessu liði ? Hvaða gagn höfum við að Nato ? Ég vil ekki borga Bretum eða Frökkum milljarða fyrir að koma hingað á þotuæfingar.

Ég fyrir mitt leyti neita að leggja skuldir á ómálga barnabörn mín til að friðþægja Bretum eða Hollendingum, sem létu íslenzka fjármálabófa snara sig. Sem þegn Alþýðulýðveldisins Íslands neita ég að bera ábyrgð á framferði þotuliðsins í útlöndum. Ég réði engu um hvernig þeir báru sig til.Stjórnvöldin sem ég kaus gerðu ekkert þó þau hefðu getað. Í gegnum þau ber ég ef til vill sem  kjósandi  siðferðilega ábyrgð á því að hafa treyst þeim.   En hvernig  geta afkomendur okkar í sjöunda lið  tekið ábyrgð á afleiðingunum af skammlífu fjármálafylleríi nokkurra óreiðumanna 2002-2008    frekar en öðrum óspektum Íslendinga á erlendum búllum á sama tíma ? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fjörlega skrifað hjá þér; nóg hefurðu frá að segja. En ég er ekki sammála öllum ályktunum þínum og sízt þessu um NATO. -- Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 18.10.2008 kl. 02:25

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ágæt fundargerð hjá þér Halldór og ég skrifa bara undir án athugasemda! Og þar dreg ég ekki undan þetta með þotuæfingar Breta. Það væru mikil mistök að taka á móti þeim við þær aðstæður sem nú ríkja og gæti haft alvarlegri árekstra í för með sér en menn gera sér grein fyrir.

En er ekki lausnin á þessu öllu að endurreysa Gamla SÍS og kaupfélögin. Eru ekki enn til digrir sjóðir á þeim bæ sem gott væri að grípa til. Og er ekki samvinna og samvinnuhreyfing sem við þurfum nú undir merkjum Alþýðulýðveldisins Íslands.....? Og hefði þetta nokkurn tíma gerst ef Finnur hefði tekið við formennskunni af Halldóri.... nú eða setið áfram í Seðlabankanum....?

Ómar Bjarki Smárason, 18.10.2008 kl. 13:29

3 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Það eru tvö gengi á evrunni nú þegar. !50-160 í bönkum og 400 á götunni fyrir þá sem eru í algjörum vandræðum. Með áframhaldandi verðbólgu eins og Danske Bank spáir 75 til 100% sé ég fram áð brennivínið verði svo dýrt að maður hafi ekki efni á að kaupa sér skó

Ragnar L Benediktsson, 18.10.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband