Leita í fréttum mbl.is

Vantar okkur meiri eymd ?

Ekki skildi ég mikið í Persson hinum sænska,  sem krafðist þess í fyrirlestri í dag, að íslenzk stjórnvöld gerðu sitt ítrasta til að dýpka kreppuna með samdrætti og niðurskurði á öllum sviðum. Þetta á að vera til að spara útgjöld hins opinbera. 

Mér finnst alveg öfugt um þetta. Mér finnst að stjórnvöld verði að reyna að örva atvinnulífið með peningaprentun í einhverjum mæli, ríkistryggðum skuldabréfum til sveitarfélaga sem lífeyrissjóðir gætu keypt . Auknum handfærakvóta um allt land.   Hönnun framtíðarmannvirkja,  mannfrekt viðhald  opinberra mannvirkja,  bygging fangelsa og rekstur þeirra, eru allt dæmi um nauðsynlegar framkvæmdir, sérstaklega í kreppunni núna. Það hlýtur að vera betri kostur að prenta seðla í þetta heldur en prenta fyrir atvinnuleysisbótasjóð sem verður bara étinn upp til agna án þess að skilja nokkuð eftir. 

Ég gef lítið fyrir þennan Persson og allt hagfræðingaklappið fyrir honum.  Okkar vantar ekki  meiri eymd. Okkur vantar viðspyrnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband