7.3.2009 | 17:28
X-D fyrir Ísland.
Það er reginmiskilningur hjá kommúnistum, vinstrimönnum og ofbeldismönnum, að hrunið hafi verið Sjálfstæðisflokknum eða sjálfstæðisstefnunni að kenna. Hrunið varð af því að stofnanir þjóðfélagsins undir forystu einstakra manna brugðust ekki við í tíma, hvorki í Seðlabanka, Fjármálaeftirliti eða annarsstaðar.
Aðildin að EES og glannaleg einkavæðing bankanna í kjölfar þess, sköpuðu þær aðstæður sem leiddu til þess að bankarnir lentu smám saman að hluta til í höndum ótíndra glæpamanna, sem svo áttu heimskuleg og hættuleg viðskipti við aðra glæpamenn. Svo kom alþjóðakreppan skyndilega á lánsfjármakaði og þá hrundi spilaborg yfir fíflin sem stjórnuðu bönkunum. Og öll þjóðin dansaði meðvirk líka í kringum veizluborðið, gleymum því ekki.
Þeir voru búnir að segja okkur að þeir væru þvílík séní , sem yrðu að hafa tugmilljónir í kaup á mánuði. En í rauninni voru þeir bara aular með enga reynslu í bankamálum. Hálfvitar með lúkurnar á kafi í gotteríiskrukkunni fyrir sjálfa sig. Framferði þeirra, sem var bæði afglapaháttur og svo glæpsamlegt í einhverjum tilvikum, orsakaði hversu hrunið varð svakalegt.
Það var ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur sem er sekur, þó svo að einhverjir afglapanna og líka glæpamannanna teljist félagar í þeim flokki. Margir þeirra fylgdu líka öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum.
Sjálfstæðisflokkurinn er því ekki sekur um neitt þjóðarmorð eða tilræði. Hann er hinsvegar það stjórnmálaafl, sem nú verður að styrkja gegn sókn alræðisaflanna rauðu . Hann einn getur veitt það viðnám sem þjóðin þarf. Veiking Sjálfstæðisflokksins kemur niður á lífskjörum fólksins til lengri tíma með aukinni skattheimtu og hverskyns miðstýringu, ófrelsi og kúgun.
Sjálfstæðisstefnan sjálf hefur ekkert breyst. Hún er óbreytt frá 1929. Einstakir menn geta brugðið af leið eða staðið sig illa. En Sjálfstæðisflokkurinn sem hugsjón og stefna hefur ekki brugðist.
X-D í næstu kosningum til þess að bjarga Íslandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:33 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420146
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Menn þurfa að hætta að velta sér upp úr því sem liðið er. Vel má vera að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið að nokkru illa að ráði sínu en flokkurinn hefur eins og aðrir flokkar stefnu til að takast á við þau vandamál sem hafa nú skapast.
Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 18:02
Hvernig er það með flokkana eru þeir ekki samtök einstaklinga sem hafa komið sér saman um að gera einhverja hluti ? Sjálfstæðisflokkurinn er ef til vill persóna í huga sumra en ekki hagsmunasamtök. En það sem raunverulega kom fyrir flokkinn var að forysta hans brást gersamlega í einkavinavæðingu bankanna. Eftir einkavinavæðinguna þá annað hvort sofnaði flokkurinn eða var alltaf meiningin að gefa vildarvinunum frjálsan gróða-tauminn. einhverjir forustumenn hafa hagnast á ástandinu. Ef til vill koma einhver ný nöfn uppúr pottinum í Karabískueyjunum. Helstu akritektar Sjálfstæðisflokksins voru Hannes (þjófurinn úr súper-gaggó ) Davíð Seðló sem hafði næg verkfæri til að stöðva gróðann en gerði ekkert í því.
Ragnar L Benediktsson, 7.3.2009 kl. 18:29
Heyr, Halldór.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.3.2009 kl. 19:21
Ég tek heilshugar undir þetta með þér, Halldór, að því tilskyldur að ekki sé brugðið af leið hvað varðar ESB aðild. Innan ESB er engin sjálfstæðisstefna og þar af leiðandi enginn Sjálfstæðisflokkur.
Svo vona ég að sjálfstæðismenn hætti að láta leiða sig að gapastokknum til að biðjast afsökunar á einhverju sem engin leið er að skilgreina. Iðrun byggist á því að einstaklingur geri sér grein fyrir broti sínu og vilji bæta fyrir það. Ef hann veit ekki nákvæmlega hvert brotið var, hvernig getur hann þá bætt fyrir það?
Í dag er enginn svo vitlaus að vilja endurtaka brjálæði síðustu ára, en það má ekki draga svo máttinn úr mönnum að þeir láti kúga sig til að slá af kröfum um frelsi einstaklingsins og þá ekki síður frelsi til orða og athafna.
Ragnhildur Kolka, 7.3.2009 kl. 21:14
XD- fyrir Ísland ?
Ekki hugnast mér það Ísland, ég er búinn að prófa það og vona að hamingjan forði mínum afkomendum frá þeim óhugnaði.
Nú ríður á að vera bjartsýnn og reisa nýtt Ísland í friði fyrir Sjálfstæðisflokknum og hans siðlausu græðgisvæðingu.
Árni Gunnarsson, 7.3.2009 kl. 21:38
Afneitunin er sterk.
Sjálfstæðisflokkurinn er sekur.
Þið komuð fíflunum að.
Þið sem ekki viðurkennið það sitjið forheft eftir í gömlu hjólförunum.
Oddur Ólafsson, 7.3.2009 kl. 22:33
Ragnhildur Kolka, Hilmar og Heimir, takk fyrir.
O sankta simplicita sagði Bruno þegar gamla konan bætti kurli á bálköstinn hans.
Halldór Jónsson, 7.3.2009 kl. 23:36
Mér þykir vænt um landið mitt og vildi óska að því væri betur stjórnað. Það er fátt um fína drætti og ekki hugnast mér að hylla þá menn sem settu Ísland á hausinn. Helst að menn reyni að bæta bölið með því að benda á annað verra. Því miður, mig tekur það mjög sárt að viðurkenna að kannski hefur þú rétt fyrir þér Halldór. Samt verður maður að vona Íslandi leggist eitthvað til.
Sigurður Þórðarson, 8.3.2009 kl. 00:47
Merkilegt að sjá þessi gömlu hró lifa í svona sjálfsblekkingu og boða svartari tíma fyrir framtíð barna Íslands með áframhaldandi spillingu og auðvaldsvernd í boði Sjálfstæðisflokkinn.
Það sem ætlar þó að bjarga Íslandi frá veruleikafirringu gamlingjanna er unga fólkið enda segja skoðanakannanir að vel yfir 40% Íslendinga á milli 18 og 30 ára ætli að kjósa VG.
Í ungdómnum fellst vonin á meðan öldungarnir reyna að hvetja til áframhaldandi spillingar og byggingu flokksræðis Sjálfstæðisflokksins í boði auðvaldsins - sem allir vita að eru sannir eigendur Sjálfstæðisflokksins.
Þór Jóhannesson, 8.3.2009 kl. 02:38
,,Menn þurfa að hætta að velta sér upp úr því sem liðið er .."
segir Hilmar hér að ofan.
- hvernig geturðu sagt svona? hvernig geturðu bara ákveðið að gleyma óteljandi leikfléttum banka- og eignamanna, skipulögðum blekkingum þeirra, glórulausu fjárhættuspili?
og það með nánast ÖLL fjöregg íslensku þjóðarinnar - orðsporið líka?
hvernig er hægt að vera svo brynjaður af skrápi afneitunar, að sök Sjálfstæðisflokksins er bara helst minni en engin?
og hvernig getur þú, nafni minn, höfundur færslunnar, haldið því fram að Sjálfstæðisflokkurinn beri ekki ábyrgð á þessu geggjaða fjárhættuspili með öll fjöregg íslensku þjóðarinnar?
enginn ber eins mikla ábyrgð og þessi risaeðla, Sjálfstæðisflokkurinn.
og þessi færsla hjá þér, nafni, er hlægilegt yfirklór skrifað af einhverjum annarlegum hvötum rétt fyrir kosningar, - líklega svo þú sjálfur getir sofnað í nótt.
allir Sjálfstæðismenn ættu að hafa sóma og siðvit til þess að þegja í a.m.k. eitt ár.
eða eins og einhver orðaði það:
,, þegið þið á meðan við hin þrífum til eftir ykkur".
en þetta eru meira en þrif; þessar leikreglur sem Sjálfstæðisflokkurinn ber öllum öðrum flokkum meiri ábyrgð á, þetta hefur kostað íslensku þjóðina nánast öll sín verðmæti - ef kvótinn er talinn með - og eins allt sitt orðspor erlendis.
ég er sosum ekkert að segja þér nein tíðindi, nafni, bara hissa á færslu sem hefði kannski sómt sér árið 1970 - ef þá.
það er líka eitt sem sérhver Íslendingur veit alveg upp á hár:
ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur til valda, munu fáir ef nokkrir ,,löglegu" glæpamannanna hljóta nokkurn dóm.
allt yrði gert til að tefja rannsókn, vinir ráðnir til að ,,rannsaka" vini sína, og allir myndu þeir sleppa gerendur og vitorðsmenn - því það var EKKERT ÓEÐLILEGT, EKKERT ÓLÖGLEGT á ferðinni.
.. og af því að menn eiga auðvitað ekkert að vera að velta sér upp úr fortíðinni.
,,if we forget the past we are condemned to repeat it."
Halldór Carlsson
HOMO CONSUMUS, 8.3.2009 kl. 05:15
Það er mikið á þig lagt Halldór og marga aðra sjálfstæðismenn að búa við svona hrikalega AFNEITUN og SJÁLFSBLEKKINGU. Þegar hún er á þessu stigi þá er hún víst ólæknandi.
Páll A. Þorgeirsson, 8.3.2009 kl. 10:26
Frábær færsla hjá þér og ég tek undir hvert einasta orð!
X-D
Guðbjörn Guðbjörnsson, 8.3.2009 kl. 10:57
Hvaða flokka studdu Jón Ásgeir Jóhannesson, Ólafur Ólafsson,Robert Tenghuis, Lýður og Ágúst Guðmundssynir, Finnur Ingólfsson, Siguður Einarsson, Heiðar Már, Gunnlaugur Sigmundsson og Sigmundur Davíð ? Ég man ekki eftir þeim á landsfundum Sjálfstæðisflokksins ?
Ég held að ég vilji heldur vera eins og ég er heldur en yngri en 40 ára og ætla að kjósa VG og Steingrím eða Jóhönnu og Samfylkinguna.
Halldór Jónsson, 8.3.2009 kl. 11:14
Heill og sæll; minn forni spjallvinur, sem og aðrir þátttakendur, hér á síðu !
Halldór ! Þó ekki væri; nema fyrir undirlægjuhátt vaxandi, til ESB, meðfram skilyrðislausri þjónkun, við bandarísku heimsvaldasinnanna, er flokks foraðið; Sjálfstæðisflokkurinn búinn, að fyrirgera tilverurétti sínum, meðal lands og fólks og fénaðar alls.
Þátttaka þessa flokks; í hruni samfélagsins - myndi fylla marga doðrantana, í nánari frásögu - ef út í yrði farið.
Minni enn á; brýna nauðsyn samvinnu okkar, við Kanada - Grænland - Færeyjar - Noreg og Rússland, á komandi árum, sem öflugrar viðspyrnu, við ofríki heimsvaldasinna; allra, á okkar slóðum, sem víðar.
Með beztu kveðjum; sem oftar /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 16:06
Satt að segja er ég undrandi á þeim hugarheimi sem birtist í skrifum nafna míns Carlssonar og Þórs. Báru þeir sem seldu farmiðana með Titanic ábyrgð á slysinu ? Eða fangaverðirnir í Auswitch á tilvist búðanna, svo maður vitni í Ásmund Stefánsson sem ykur ætti að vera þóknanlegur ?
Hvernig í veröldinni haldið þið að 1500 manns á landsfundi Sjálfstæðismanna láti einhverja klíku segja sér fyrir verkum ? Einhverjir flokkseigendur ráði samþykktum flokksins ?
Flokksforysta er valin til að framkvæma samþykktir landsfundar í Sjálfstæðisflokknum. Svo ætti líka að vera í öðrum flokkum. En fólk sem kannski aldrei hefur starfað í stjórnmálaflokkum heldur oft þeim firrum fram að stjórnmálaflokkar séu prívatfyrirtæki einstakra manna og lúti vilja klíkunnar.
Góðir foringjar hafa allstaðar mikil áhrif, annars væru þeir ekki foringjar. Skipstjóri er ráðinn til að stjórna. Hann er yfirleitt rekinn ef hann strandar dallinum eða fiskar ekki eins og Jón Baldvin segir.
Jón Ásgeir hefur haldið því fram að forysta Sjálfstæðisflokksins láti stjórnast af persónulegu hatri á sér og geti beitt bæði lögreglu og dómsvaldi gegn sér. Er það ekki heldur billeg málsvörn að halda því fram að að menn séu endilega ofsóttir ef yfirvöldum líkar ekki viðskiptaframferði þeirra ?
Fyrirgefið, en mér finnst þið heldur barnalegir í alhæfingu þess að Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur sé sekur um eitthvað . Ég get auðvitað ekki borið ábyrgð á einstökum flokksmönnum Sjálfstæðsiflokksins, hvað þá Framsóknarflokksins, frekar en miðasalinn á Titanicbryggju á slysinu.
En ég held að þið ættuð að lesa ykkur betur til um Sjálfstæðisflokkinn áður en þið setjið fram svona sérfræðiálit ykkar.
Halldór Jónsson, 8.3.2009 kl. 18:56
Eins og ég nefndi hér áður Halldór Carlsson er margt uppbyggilegt í gangi hjá Sjálfstæðisflokknum. Ekki eigum við að líta framhjá því?
Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.