9.3.2009 | 21:53
Hærri skatta !
Hagfræðingur frá Bandaríkjunum kom fram í sjónvarpinu okkar í kvöld og ásakaði stjórnvöld þar í landi um að bregðast rangt við kreppunni með því að hafa ekki lækkað skatta. Ekki er líklegt að þessi kenning veki mikla athygli í ríkisstjórn Íslands eða hjá hennar hagfræðingum. Þeir voru aldeilis glaðklakkalegir saman þeir Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson þegar þeir lýstu því í blaðaviðtali nýlega, að hér yrði að stórhækka skatta. Katrín Júlíusdóttir segir í útvarpi í dag að 150 milljarða halli sé á ríkissjóði og því verði að hækka skatta duglega.
Eru þarna ekki komnir snertifletirnir í komandi kosningum ?
Vinstriflokkarnir vilja allir hækka hér skatta sem allra mest. Þeir reyna að telja fólki trú um að breiðu bökin verði látin borga, ekki almenningur. Allir vita að það getur ekki gengið upp. Þeir munu leggja byrðarnar á allan almenning. Hinir eru bara ekki nógu margir til að borga. Vinstri menn hafa aldrei þekkt aðrar leiðir en hækka skatta sem mest til að geta úthlutað til sérþarfahópa.
Eina stjórnmálaaflið sem vill fara sem hægast í auknar álögur á almenning er Sjálfstæðisflokkurinn. Valið er því skýrt þegar til kosninga kemur. Kjóstu Sjálfstæðisflokkinn ef þú vilt hófstillingu í skattamálum. Kjóstu aðra flokka ef þú trúir því að hærri skattar séu það sem þjóðin þarfnast til að komast uppúr öldudalnum. Kjóstu þá ef þú vilt borga hærri skatta !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Já kysstu vöndinn og biddu um meira af efnahagslegu hruni. Þú veist það sjálfur að það er AGS sem setur stefnuna í þessum málum og það lá fyrir í fyrrverandi ríkisstjórn að það þyrfti að hækka skatta. Þú veist líka að það er verið að lækka vexti allsstaðar nema hér á landi. Hvers vegna lækkuðu Sjálfstæðismenn ekki vextina þegar þeir voru í stjórn. Það er af nákvæmlega sönu ástæðu sem það þarf að hækka skatta, það er út af 18 ára óstjórn Sjálfstæðisflokksins.Það er ógeðfelt hvernig þú ætlar að nota óheiðarlegu smjörklýpu aðferðina við að klína því að vinstri menn að það þurfi að hækka skatta, það hefur alltaf legið fyrir.
Kunnið þið enga aðra leið en óheiðarleika? Þið voruð svo stoltir af Davíð þegar hann sagði frá því glaðbeittur að engin önnur en amma hans hefði kennt honum þessa óheiðarlegu aðferð, að klína óhróðri á aðra til að losna undan gagnrýni. Ég ætla rétt að vona að það séu ekki gildin sem þið hægrimenn kennið börnunum ykkar. Annars veit ég að þið kennið þeim ég um mig frá mér til mín og skítt með alla aðra hugmyndafræðina, og það er sorglegt. En verði þér að góðu með að kjósa flokkinn sem kom landinu á hausinn. Ég kaus þennan flokk einu sinni þegar hann var flokkur sem byggði á því að stétt væri með stétt, en það er liðin tíð.
Valsól (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 06:53
Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur á enga sök á hruninu. Flokkur er ekki ábyrgur fyrir framferði einstakra manna, hvað þá glæpamanna. Sem mergir hafa aldrei einu sinni verið í Sjálfstæðisflokknum.
Þú gekkst fram undir kjörorðinu Stétt með Stétt. Hefur sjálfstæðisstefnan eitthvað breyst ? Hvernig getur þú sett samasem merki milli hennar og framferðis einstakra manna ?
Innan flokka hafa menn ólíkar skoðanir bæði á mönnum og málefnum. Mér finnst það einföldun að fordæma skóg útrá einstökum laufblöðum.
Halldór Jónsson, 10.3.2009 kl. 12:05
Draumur vinstrimanna er sá að öll laun allra manna gangi beint til ríkisins og þeir síðan [þ.e. vinstrimennirnir] vilja úthluta aftur til fólksins eftir eigin geðþótta. Þetta köllum við kommúnisma.
Bestu kveðjur,
Tómas Ibsen Halldórsson, 10.3.2009 kl. 12:50
Nákvæmlega Tómas
Halldór Jónsson, 10.3.2009 kl. 13:31
Það er efnahagsstefna Sjálfstæðisflokksins sem gerði það að verkum að stóreignamenn fengu helstu framleiðslutæki landsins og þar með möguleika að veðsetja þau upp í topp. Það þarf að stöðva þessa stefnu og flokkinn sem ber hana fram ef koma á í veg fyrir að sömu auðmenn eða nýjar útgáfur af þeim fái aftur að ráðstafa stórbönkum og öðrum grunnstoðum samfélagsins sér til arðs en samfélagi til endanlegs hruns. Hvað við stefnu Sjálfstæðisflokksins gerir það að verkum að nákvæmlega sama staða komi ekki upp að nokkrum árum liðnum? Er ekki stefnan að endureinkavæða bankana með lítið breyttum reglum og eftirliti? Halda áfram einkavæðingu í orku, heilbrigðis og menntamálum eins og hingað til? Hvað er breytt í stefnu ykkar? Ekki neitt! Að búast við annarri niðurstöðu þrátt fyrir að maður geri allt eins og áður er barasta rugl.
Héðinn Björnsson, 10.3.2009 kl. 17:19
Annar hagfræðingur héðan frá Bandaríkjunum, nánar tiltekið frá Chicago, eins og Al Capone, hefur verið aðal upphrópunarmaðurinn að þessu skattalækkunarblaðri. Hann er síður sen svo upphafsmaður að þessu áhugamáli ákveðins hóps.
Rockefeller sagði einu sinni að kjánarnir héldu að skattalækkun skilaði betra lífi. En að þeir betur gefnu í viðskiptabransanum föttuðu fyrir löngu að málið væri að komast á spenann.
Með þeim orðum vil ég benda á að ekki er spurningin um að lækka skatta heldur skoða hvernig opinberu innheimtu skattfé er eytt.
Ólafur Þórðarson, 10.3.2009 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.